Voldugur og flottur 8. september 2010 08:30 Fallega rauður Audi Q7 jepplingurinn laðar til sín ófá augnatillit þeirra sem á annað borð hafa áhuga á bílum. Bílnum fer jafnvel að bruna á þjóðvegum landsins, skjótast innanbæjar eða klöngrast ófærur. Markaðurinn/ÓKÁ Maður kann hálfilla við að kalla Audi Q7 jeppling, enda er hann stór og voldugur. Heitið sportjeppi fer honum betur. Tekin var til kostanna 2007 árgerðin af þessum bíl, Audi Q7 TDi með þriggja lítra dísilvél, hlaðinn aukabúnaði og hægindum. Spurningunni um hvort bíllinn standi undir því að vera kallaður „forstjórabíll“ er auðsvarað, hann gerir það vel. Bíllinn er fallegur á litinn og sportlegur á 20 tommu álfelgum. Því var ekki að undra að stöku sinnum mátti við reynsluaksturinn sjá vegfarendur líta hann aðdáunaraugum. Hann er með gagnsætt sólþak sem nær aftur fyrir aftursæti. Ökumaður dregur svo fyrir og frá og sæti sínu eftir hentugleikum. Þá er opnanleg sóllúga yfir bílstjóra og farþegasæti, sömuleiðis rafdrifin. Í bílnum eru ljós leðursæti, viðaráferð á innréttingum og fjögurra arma leðurklætt aðgerðastýri. Hægindi og aukabúnaður er í slíku magni að ófært er að telja það allt upp hér. Nægir að nefna haganlegan skriðstilli, bakkmyndavél, sjálfvirka tvískipta miðstöð, rafdrifin framsæti, lyklalaust aðgengi (kjósi maður að taka lykilinn ekki upp úr vasanum nægir að taka í dyr til að þær aflæsist og takkar við hlið bílstjórasætis ræsa bílinn og drepa á honum), aksturstölvu og þar fram eftir götunum. Í fyrstu óttaðist undirritaður að jafnstór og þungur bíll myndi reynast þunglamalegur í akstri. Sá ótti reyndist ástæðulaus. Vélin er með 233 hestafla TDi dísilvél sem með loftpúðafjöðrun gerir að verkum að bíllinn er eins og hugur manns, hvort heldur sem er í innanbæjarskutli, þjóðvegaakstri eða í torfærum. Bíllinn er sjálfskiptur og má segja að hann taki „virðulega“ af stað þegar hann er í „drive“ (D), en kjósi maður að láta hann taka betur við sér, smellir maður skiptistönginni í S-stillingu (sport) og hendist fram úr eða stekkur af stað, rétt eins og maður væri á sportbíl. Loftpúðafjöðrun hækkar og lækkar bílinn eftir óskum ökumanns, en valið er um fjöðrun á stórum upplýsingaskjá bílsins (sem einnig er skjár bakkmyndavélarinnar). Einnig er hægt að láta tölvu bílsins eftir að ráða fjöðruninni. Þá getur ökumaður skipt á milli sjálfskiptingar og tiptronic skiptingar, en þá ræður hann gírnum sjálfur. Bíllinn er með sítengt fjórhjóladrif, en tölva deilir aflinu á milli fram- og afturáss eftir þörfum hverju sinni. Samkvæmt óformlegri afl- og sprækleikakönnun virðist bíllinn rétt rúmar átta sekúndur að ná 100 kílómetra hraða. Hlýtur það að teljast vel af sér vikið af jafnstórum bíl. Í sportstillingunni er vélin heldur fljótari að taka við sér og heldur sér á hærri snúningi. Tæpast er þó ráðlegt að hafa bílinn alltaf í sportgírnum því hann brennir jú heldur meiri olíu þannig. Annars virðist eyðsla í blönduðum akstri vera nálægt tíu lítrum á hundraðið. Innanbæjar eyðir bíllinn um og yfir 12 lítrum (svona eftir aksturslagi) og dettur svo niður fyrir átta lítra á vegum úti. Síðan er bara spurningin hvernig manni lýst á verðmiðann, en um leið er ljóst að maður fær töluvert fyrir þær tæpu níu milljónir sem settar eru á bílinn. Nýr og með sambærilegum búnaði er verðmiðinn á fimmtándu milljón króna. Óli Kristján Ármannsson blaðamaður tekur til kostanna notaða bíla og metur hvort þeir fái staðið undir því að kallast forstjórabílar. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Maður kann hálfilla við að kalla Audi Q7 jeppling, enda er hann stór og voldugur. Heitið sportjeppi fer honum betur. Tekin var til kostanna 2007 árgerðin af þessum bíl, Audi Q7 TDi með þriggja lítra dísilvél, hlaðinn aukabúnaði og hægindum. Spurningunni um hvort bíllinn standi undir því að vera kallaður „forstjórabíll“ er auðsvarað, hann gerir það vel. Bíllinn er fallegur á litinn og sportlegur á 20 tommu álfelgum. Því var ekki að undra að stöku sinnum mátti við reynsluaksturinn sjá vegfarendur líta hann aðdáunaraugum. Hann er með gagnsætt sólþak sem nær aftur fyrir aftursæti. Ökumaður dregur svo fyrir og frá og sæti sínu eftir hentugleikum. Þá er opnanleg sóllúga yfir bílstjóra og farþegasæti, sömuleiðis rafdrifin. Í bílnum eru ljós leðursæti, viðaráferð á innréttingum og fjögurra arma leðurklætt aðgerðastýri. Hægindi og aukabúnaður er í slíku magni að ófært er að telja það allt upp hér. Nægir að nefna haganlegan skriðstilli, bakkmyndavél, sjálfvirka tvískipta miðstöð, rafdrifin framsæti, lyklalaust aðgengi (kjósi maður að taka lykilinn ekki upp úr vasanum nægir að taka í dyr til að þær aflæsist og takkar við hlið bílstjórasætis ræsa bílinn og drepa á honum), aksturstölvu og þar fram eftir götunum. Í fyrstu óttaðist undirritaður að jafnstór og þungur bíll myndi reynast þunglamalegur í akstri. Sá ótti reyndist ástæðulaus. Vélin er með 233 hestafla TDi dísilvél sem með loftpúðafjöðrun gerir að verkum að bíllinn er eins og hugur manns, hvort heldur sem er í innanbæjarskutli, þjóðvegaakstri eða í torfærum. Bíllinn er sjálfskiptur og má segja að hann taki „virðulega“ af stað þegar hann er í „drive“ (D), en kjósi maður að láta hann taka betur við sér, smellir maður skiptistönginni í S-stillingu (sport) og hendist fram úr eða stekkur af stað, rétt eins og maður væri á sportbíl. Loftpúðafjöðrun hækkar og lækkar bílinn eftir óskum ökumanns, en valið er um fjöðrun á stórum upplýsingaskjá bílsins (sem einnig er skjár bakkmyndavélarinnar). Einnig er hægt að láta tölvu bílsins eftir að ráða fjöðruninni. Þá getur ökumaður skipt á milli sjálfskiptingar og tiptronic skiptingar, en þá ræður hann gírnum sjálfur. Bíllinn er með sítengt fjórhjóladrif, en tölva deilir aflinu á milli fram- og afturáss eftir þörfum hverju sinni. Samkvæmt óformlegri afl- og sprækleikakönnun virðist bíllinn rétt rúmar átta sekúndur að ná 100 kílómetra hraða. Hlýtur það að teljast vel af sér vikið af jafnstórum bíl. Í sportstillingunni er vélin heldur fljótari að taka við sér og heldur sér á hærri snúningi. Tæpast er þó ráðlegt að hafa bílinn alltaf í sportgírnum því hann brennir jú heldur meiri olíu þannig. Annars virðist eyðsla í blönduðum akstri vera nálægt tíu lítrum á hundraðið. Innanbæjar eyðir bíllinn um og yfir 12 lítrum (svona eftir aksturslagi) og dettur svo niður fyrir átta lítra á vegum úti. Síðan er bara spurningin hvernig manni lýst á verðmiðann, en um leið er ljóst að maður fær töluvert fyrir þær tæpu níu milljónir sem settar eru á bílinn. Nýr og með sambærilegum búnaði er verðmiðinn á fimmtándu milljón króna. Óli Kristján Ármannsson blaðamaður tekur til kostanna notaða bíla og metur hvort þeir fái staðið undir því að kallast forstjórabílar.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira