Engin ríkisaðstoð - ákvörðunin var viðskiptalegs eðlis Valur Grettisson skrifar 8. september 2010 14:15 Deilt er um hvort ríkið hafi komið að kaupum á eignum úr peningamarkaðssjóðunum. Fjármálaráðuneytið segir í tilkynningu að engin fyrirmæli um kaup á eignunum úr sjóðunum voru gefin út af stjórnvöldum hér á landi. Ráðuneytið lítur svo á að ákvörðunin hafi verið viðskiptalegs eðlis. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á því hvort kaup nýju bankanna þriggja á eignum peningamarkaðssjóða við slit þeirra sjóða í október 2008 hafi falið í sér ríkisaðstoð í skilningi 61. gr. EES-samningsins. ESA segir að viðskiptin hafi numið allt að því 70 milljörðum íslenskra króna. Felst sú afstaða stofnunarinnar að hugsanlega hafi falist ríkisaðstoð til handa rekstrarfélögum peningamarkaðssjóðanna, í ákvörðunum nýju bankanna. Í tilkynningu sem finna má á vef fjármálaráðuneytisins segir að íslensk stjórnvöld hafi komið á framfæri við ESA rökstuddum andmælum við þeim fullyrðingum sem fram koma í kvörtun til ESA, að stjórnvöld hafi ekki komið að ákvarðanatöku eða fjármögnun kaupa bankanna. Samkvæmt upplýsingum sem borist hafa frá hverjum banka voru ákvarðanir um kaup á eignum úr sjóðunum teknar á viðskiptalegum forsendum samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins. Ennfremur segir í tilkynningunni að sjóðsfélagar hafi verið að miklum meirihluta viðskiptavinir bankanna og bankarnir töldu brýnt við þær aðstæður sem ríktu í október 2008 að eyða óvissu sem upp var um endurheimtur úr peningamarkaðssjóðum. Ætla má að niðurstaða hinnar formlegu rannsóknar ESA liggi fyrir á næsta ári. Endanleg ákvörðun ESA um hvort ríkisaðstoð hafi falist í umræddum ákvörðunum og hvort slík ríkisaðstoð teljist ólögmæt, yrði síðan kæranleg til EFTA-dómstólsins. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra vegna málsins. Tengdar fréttir ESA rannsakar ríkisaðstoð vegna peningamarkaðssjóðanna Eftirlitsstofnun EFTA hóf í dag rannsókn á því hvort ríkisábyrgð á Peningamarkaðssjóðunum hafi verið ólögleg. Þetta kemur fram á vefsíðu ESA í dag. 8. september 2010 13:35 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Fjármálaráðuneytið segir í tilkynningu að engin fyrirmæli um kaup á eignunum úr sjóðunum voru gefin út af stjórnvöldum hér á landi. Ráðuneytið lítur svo á að ákvörðunin hafi verið viðskiptalegs eðlis. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á því hvort kaup nýju bankanna þriggja á eignum peningamarkaðssjóða við slit þeirra sjóða í október 2008 hafi falið í sér ríkisaðstoð í skilningi 61. gr. EES-samningsins. ESA segir að viðskiptin hafi numið allt að því 70 milljörðum íslenskra króna. Felst sú afstaða stofnunarinnar að hugsanlega hafi falist ríkisaðstoð til handa rekstrarfélögum peningamarkaðssjóðanna, í ákvörðunum nýju bankanna. Í tilkynningu sem finna má á vef fjármálaráðuneytisins segir að íslensk stjórnvöld hafi komið á framfæri við ESA rökstuddum andmælum við þeim fullyrðingum sem fram koma í kvörtun til ESA, að stjórnvöld hafi ekki komið að ákvarðanatöku eða fjármögnun kaupa bankanna. Samkvæmt upplýsingum sem borist hafa frá hverjum banka voru ákvarðanir um kaup á eignum úr sjóðunum teknar á viðskiptalegum forsendum samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins. Ennfremur segir í tilkynningunni að sjóðsfélagar hafi verið að miklum meirihluta viðskiptavinir bankanna og bankarnir töldu brýnt við þær aðstæður sem ríktu í október 2008 að eyða óvissu sem upp var um endurheimtur úr peningamarkaðssjóðum. Ætla má að niðurstaða hinnar formlegu rannsóknar ESA liggi fyrir á næsta ári. Endanleg ákvörðun ESA um hvort ríkisaðstoð hafi falist í umræddum ákvörðunum og hvort slík ríkisaðstoð teljist ólögmæt, yrði síðan kæranleg til EFTA-dómstólsins. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra vegna málsins.
Tengdar fréttir ESA rannsakar ríkisaðstoð vegna peningamarkaðssjóðanna Eftirlitsstofnun EFTA hóf í dag rannsókn á því hvort ríkisábyrgð á Peningamarkaðssjóðunum hafi verið ólögleg. Þetta kemur fram á vefsíðu ESA í dag. 8. september 2010 13:35 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
ESA rannsakar ríkisaðstoð vegna peningamarkaðssjóðanna Eftirlitsstofnun EFTA hóf í dag rannsókn á því hvort ríkisábyrgð á Peningamarkaðssjóðunum hafi verið ólögleg. Þetta kemur fram á vefsíðu ESA í dag. 8. september 2010 13:35