Fleiri fréttir

Landinn drakk minna í sumar

Sala áfengis dróst örlítið saman yfir sumarmánuðina júní, júlí og ágúst miðað við sömu mánuði í fyrra. Á heimasíðu ÁTVR kemur fram að sala á rauðvíni, hvítvíni og freyðivíni hafi verið meiri en sömu mánuði 2009, en sala á bjór og sterkum vínum var minni.

Dró stórlega úr innflutningi á hráefni til fiskvinnslu

Innflutt hráefni til fiskvinnslu dróst saman um 66 prósent á milli áranna 2008 og 2009. Þetta kemur fram á vef Hagstofunanr en út er komið ritið Innflutt hráefni til fiskvinnslu 2009. Í ritinu kemur fram að innflutt hráefni til fiskvinnslu var 43.866 tonn árið 2009 og dróst saman í magni um tæp 87 þúsund tonn frá fyrra.

Seðlabankinn í óreglulegum kaupum á gjaldeyri

Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans segir að ekki sé rétt að bankinn hafi byrjað boðuð gjaldeyriskaup sín á gjaldeyrismarkaðinum áður en Peningastefnunefnd ákvað upphafsdagsetningu slíkra kaupa.

Dregur úr tekjuhallanum

Tekjuhalli hins opinbera var 30 milljarðar á öðrum ársfjórðungi 2010 og hefur dregið úr tekjuhallanum miðað við sama tíma í fyrra þegar hallinn nam 42 milljörðum króna. Þetta kemur fram í Hagstíðindum Hagstofunnar sem koma út í dag. „Sem hlutfall af landsframleiðslu ársfjórðungsins mældist tekjuhallinn 8,0% og sem hlutfall af tekjum hins opinbera 18,6%. Á sama ársfjórðungi 2009 mældist tekjuhallinn 11,1% af landsframleiðslu og 28,3% af tekjum hins opinbera,“ segir á vef Hagstofunnar en að mati stofnunarinnar skýrist þessi bætta afkoma fyrst og fremst af auknum skatttekjum sem hækkað hafa verulega milli umræddra tímabila á sama tíma og dregið hefur verulega úr fjárfestingu hins opinbera eða um tæplega þriðjung.

Stórt gap í kröfum Lýsingar

Málflutningur fyrir hæstarétti hefst í vaxtamálinu svokallaða í fyrramálið. Stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna segir stórt gap í kröfum Lýsingar sem þurfi að fylla.

Arion banki segir kyrrstöðusamninga daglegt brauð

Arion banki hefur tímabundið fryst lán hjá hundruðum viðskiptavina sinna, einstaklingum sem fyrirtækjum, á undanförnum mánuðum, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Það er í samræmi við skýringar aðstandenda fjárfestingarfélagsins Gaums.

Auðmenn virðast njóta sérkjara í bönkunum

Svo virðist sem auðmenn njóti sérkjara hjá íslenskum bankastofnunum. Umboðsmaður skuldara segir svokallaða kyrrstöðusamninga ekki þekkjast sem úrræði í almennum bankaviðskiptum. Engu að síður hafa Björgólfur Thor og eigendur fjárfestingarfélagsins Gaums fengið slíka samninga.

Nýtt heimsmet á smábáti er 1.729 tonn

Áhöfnin á Sirrý ÍS-84 frá Bolungarvík, sem er fimmtán tonna línubátur, færði að landi 1.729 tonn af blönduðum afla á síðasta fiskveiðiári. Vilja menn fyrir vestan meina að um heimsmet sé að ræða í aflabrögðum báts í þessum stærðarflokki.

3,1 prósents samdráttur milli ársfjórðunga

Landsframleiðsla dróst saman um 3,1 prósent að raungildi milli fyrsta og annars ársfjórðungs, að því er fram kemur í áætlunum sem Hagstofa birti í gær. Á sama tíma drógust þjóðarútgjöld saman um 7,4 prósent, einkaneysla um 3,2 prósent og fjárfesting um 4,7 prósent. Samneysla jókst um 1 prósent. Útflutningur jókst um 2,8 prósent og innflutningur dróst saman um 5,1 prósent.

Telur of snemmt að blása kreppuna af

Nýjar tölur um landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi þessa árs eru mikið áhyggjuefni, að mati Bjarna Más Gylfasonar hagfræðings Samtaka iðnaðarins. Þær gefa til kynna að hagkerfið sé enn í samdrætti og framleiðsla að minnka. Hann segir of snemmt að blása kreppuna af.

Högnuðust um rúmar 60 milljónir

Íslensk verðbréf högnuðust um 63 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins, samkvæmt tilkynningu sem send hefur verið fjölmiðlum.

Rösklega 18 milljarða viðskipti með skuldabréf

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI stóð í stað í dag í 18,4 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði lítillega í 9,4 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 6,9 ma. viðskiptum. Samtals hækkaði GAMMA: GBI um 2,42% í vikunni, GAMMAi: Verðtryggt um 2,97% og GAMMAxi: Óverðtryggt um 0,98%. Meðal dagsvelta í vikunni var 15,98 ma., þar af 9,39 ma. með verðtryggt og 6,59 ma. með óverðtryggt.

Mun færri sagt upp í ár

Mun færri starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum í hópuppsögnum í ár en í fyrra, eftir því sem fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka.

Mesti samdráttur síðan 1945

Landsframleiðsla dróst saman að raungildi um 6,8% í fyrra samkvæmt endurskoðuðum tölum Hagstofunnar yfir þjóðhagsreikninga á árinu 2009, sem er um 0,3 prósentustigum meira en gert var ráð fyrir í áætlun frá því í mars síðastliðnum.

Samdráttur um 3,1%

Landsframleiðsla dróst saman um 3,1% að raungildi frá 1. ársfjórðungi til 2. ársfjórðungs, að því er bráðabirgðatölur Hagstofunnar benda til.

Eyjamenn vísa ásökunum um fjárhagsvandræði á bug

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum gagnrýnir harðlega þau vinnubrögð Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, að setja Vestmannaeyjar í hóp sveitarfélaga í alvarlegum fjárhagsvanda, og hefur óskað eftir fundi með nefndinni til að leiðrétta það.

Stórir bankar eru hættulegir

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að stjórnvöld séu tilbúin að loka hreinlega stórum bönkum ef þeir standa á brauðfótum og gætu tekið fjármálakerfi landsins með sér í fallinu.

Peningastefnunefnd sammála um stýrivaxtalækkun

Peningastefnunefnd Seðlabankans var samhljóða í ákvörðun um eins prósentustigs lækkun vaxta á vaxtaákvörðunarfundi sínum þann 16. - 17. ágúst síðastliðinn. Þetta kemur fram í fundargerð Peningastefnunefndar sem birt var á vef Seðlabankans í gær.

Riftunarmál gegn fyrrverandi bankastjórum þingfest

Riftunarmál Landsbankans vegna uppgjörs á kaupaukasamningum upp á 400 milljónir króna rétt fyrir bankahrun voru þingfest í morgun. Riftunarmálin beinast gegn fyrrverandi bankastjórum Landsbankans og einum millistjórnanda.

Frestur til endurútreikninga á lánum framlengdur

Fjármálaeftirlitið hefur veitt fjármálafyrirtækjum lengri frest til að endurútreikna lán með óskuldbindandi gengistryggingarákvæðum til viðskiptavina sinna á grunni sameiginlegra tilmæla FME og Seðlabanka Íslands frá 30. júní sl.

Skulda skatt vegna séreignasparnaðar

Viðskiptavinir Vista, séreignasparnaðarleiðar KB ráðgjafar, gætu átt von á tugþúsunda bakreikningi frá skattinum. Ástæðan er sú að sex greiðslur, frá þriðja mánuði samningstíma til þess áttunda, renna ekki í sparnað, sem er undanþeginn skatti, heldur í upphafsþóknun til fyrirtækisins.

N1 greiðir skuldir eigendanna

Olíuverðstríð í byrjun sumars kostaði N1 þrjú hundruð milljónir. Félagið er í sjálfskuldarábyrgð við móðurfélagið sem gat ekki greitt milljarðaskuldir um mitt ár. Eigendur gætu selt reksturinn, segir forstjóri Hermann Guðmundsson.

Eignir FL ofmetnar viljandi

Póstsamskipti milli helstu stjórnenda FL Group sýna að eignir félagsins voru vísvitandi ofmetnar þegar þær voru settar inn í félagið Northern Travel Holding í því skyni að viðskiptin með flugfélagið Sterling myndu „meika sens út á við“. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta hluta úttektar á málinu í Viðskiptablaðinu í dag.

Verslað fyrir 44 milljónir á dag

Heildarviðskipti með hlutabréf í nýliðnum mánuði námu rúmum 935 milljónum króna, eða 44 milljónum að meðaltali á dag. Þessu til samanburðar nam hlutabréfaveltan 661 milljón, eða 30 milljónum króna á dag, í mánuðinum á undan.

Bylting í manneldisvinnslunni

Skip HB Granda hafa landað rúmlega 27 þúsund tonnum af norsk-íslenskri síld og makríl á Vopnafirði á þessu ári. Í fyrra hafði tæplega 41 þúsund tonnum af þessum tegundum verið landað á Vopnafirði. Vinnsla til manneldis hefur stóraukist á milli ára og er aukningin rúmlega þreföld ef miðað er við afurðamagn.

Allar persónulegar ábyrgðir BTB á Íslandi felldar niður

Íslenskir kröfuhafar Björgólfs Thors Björgólfssonar felldu niður allar persónulegar ábyrgðir á hendur honum og var það hluti af samkomulagi um allsherjaruppgjör sem leitt var af Deutsche Bank, stærsta kröfuhafa Actavis, en íslensku bönkunum var stillt upp við vegg af þýska bankanum.

Íslandsbanki lækkar vexti

Íslandsbanki lækkar vexti á inn- og útlánum frá og með deginum í dag, 1. september 2010.

HS Veitur skila hagnaði

135 milljón króna viðsnúningur varð á rekstri HS Veitna miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaður janúar til júní 2010 er 91 milljón á móti tapi fyrir sama tímabil 2009 upp á 43 milljónir.

Gjaldeyriskaup höfðu engin áhrif á krónuna

Kaup Seðlabankans á gjaldeyri á millibankamarkaði sem hófust að nýju í gær höfðu engin sjáanleg áhrif á gengi krónunnar. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að þetta sé í samræmi við það sem bankinn hafði að leiðarljósi, það er að segja, að umfang viðskiptanna yrði með þeim hætti að áhrif á gengið yrðu sem minnst.

Vísitölur GAMMA hækkuðu mikið í ágúst

Skuldabréfavísitölur GAMMA hækkuðu mikið í ágúst og hefur mánaðarhækkun ekki verið meiri frá maí 2009. GBI vísitalan hækkaði um 5,04%. GAMMAxi óverðtryggð vísitala hækkaði um 5,59% en GAMMAi, verðtryggt, hækkaði um 3,64%. GBI vísitalan hefur hækkað um 14,85% það sem af er ári.

Fjölskyldan er búin að missa allt - og fallið er hátt

„Fjölskyldan hefur misst allt erlendis sem og á Íslandi. Fallið er hátt,“ er haft eftir einstaklingi sem stendur nærri Jóhannesi Jónssyni, áður eiganda Bónus, á bresku fréttasíðunni The Daily Telegraph.

Kaffi gæti hækkað um allt að 30 prósent

Heimsmarkaðsverð á kaffi hefur hækkað um 33 prósent frá því í júní sökum uppskerubrests og breytinga á kaupháttum. Kaffiverð hefur ekki verið hærra í 13 ár og segja íslenskir kaffiframleiðendur að verðhækkanir séu óhjákvæmilegar hér á landi.

Leitað að kaupendum að Magma-bréfinu

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur grennslast fyrir um áhuga mögulegra innlendra kaupenda að skuldabréfi á Geysi Green Energy vegna kaupanna á HS Orku. Uppreiknað virði bréfsins er um sjö milljarðar og er langstærsta peningalega eign bæjarfélagsins, sem á í töluverðum fjárhagskröggum og hefur ekki getað greitt af 1,8 milljarða erlendu láni sem fallið er í gjalddaga. Nú er unnið að færslu skuldabréfsins frá Geysi til Magma Energy.

Sjá næstu 50 fréttir