Ólafur Ragnar: Bankarnir ekki á ábyrgð íslenska ríkisins 8. september 2010 10:20 Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson segir að íslensku bankarnir sem hrundu haustið 2008 hafi verið einkabankar og þar með ekki á ábyrgð ríkisins. Hinsvegar hefði íslenska ríkið ætíð staðið við skuldbindingar sínar og greitt að fullu þau lán sem það hefur tekið. Þetta kom fram í setningarræðu sem forsetinn flutti í morgun, miðvikudaginn 8. september, á sérstökum fundi sem haldinn var á alþjóðaþingi Viðskipta- og þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNCTAD, en það er haldið í Xiamen í samvinnu við kínversk stjórnvöld. Fundinn sem fjallaði um ábyrga fjármálastjórn ríkja sóttu áhrifamenn í fjármálum og efnahagsmálum víða að úr veröldinni, sem og sérfræðingar í alþjóðlegum fjármálamarkaði, fulltrúar banka og fjármálafyrirtækja. Í tilkynningu segir að í setningarræðunni lagði forseti áherslu á að endurskipulagning hins alþjóðlega fjármálakerfis yrði byggð á ábyrgri fjármálastefnu ríkja, samvinnu og stöðugleika. Hann varaði við þeim hættum sem mikil skuldasöfnun hefði í för með sér. Þær hefðu áður fyrr verið bundnar við þróunarríki en settu nú svip á vanda ýmissa Evrópuríkja. Íslenska ríkið hefði ávallt staðið við allar sínar alþjóðlegu skuldbindingar og greitt að fullu þau lán sem það hefði tekið. Helstu orsakir fjármálakreppunnar á Íslandi hefðu verið bundnar við óábyrga lánastarfsemi þriggja einkabanka, einkum í öðrum löndum. Hún hefði haft í för með sér margvíslega erfiðleika fyrir íslenskt efnahagslíf, fyrirtæki og heimilin í landinu og leitt til tímabundinnar skuldasöfnunar ríkisins. Aðalatriðið væri hins vegar að hér hefði verið um að ræða einkabanka sem ekki hefðu verið á ábyrgð ríkisins. Íslenskt efnahagslíf væri að styrkjast á nýjan leik, einkum vegna kraftmikils útflutnings sem byggði á öflugum sjávarútvegi, nýtingu hreinnar orku, upplýsingatækni og iðnaðarframleiðslu; einnig hefði ferðaþjónustan reynst afar drjúg. Mikilvægt væri að stjórnvöld í öllum löndum legðu nú grunn að traustri og ábyrgri fjármálastefnu, bæði einkaaðila og hins opinbera. Það ætti ekki síst við um lánadrottna sem yrðu að gaumgæfa vel hverjum þeir lánuðu, ganga úr skugga um að tryggingar væru traustar, því ábyrgðin á lánunum væri bæði hjá þeim sem tækju þau og hinum sem veittu lánin. Í ræðunni vísaði forseti einnig til margvíslegra lærdóma sögunnar og reynslu fyrri alda, vitnaði m.a. til orða Thomasar Jefferson, þriðja forseta Bandaríkjanna, sem sagt hefði fyrir rúmum 200 árum að sparnaður væri hin fyrsta og mikilvægasta skylda lýðveldisins og opinber skuldasöfnun sú hætta sem helst bæri að varast. Bandaríkin hefðu lengst af fylgt þessari gullnu reglu en söfnuðu nú sífellt meiri skuldum og Kína væri orðinn helsti lánadrottinn þeirra. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson segir að íslensku bankarnir sem hrundu haustið 2008 hafi verið einkabankar og þar með ekki á ábyrgð ríkisins. Hinsvegar hefði íslenska ríkið ætíð staðið við skuldbindingar sínar og greitt að fullu þau lán sem það hefur tekið. Þetta kom fram í setningarræðu sem forsetinn flutti í morgun, miðvikudaginn 8. september, á sérstökum fundi sem haldinn var á alþjóðaþingi Viðskipta- og þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNCTAD, en það er haldið í Xiamen í samvinnu við kínversk stjórnvöld. Fundinn sem fjallaði um ábyrga fjármálastjórn ríkja sóttu áhrifamenn í fjármálum og efnahagsmálum víða að úr veröldinni, sem og sérfræðingar í alþjóðlegum fjármálamarkaði, fulltrúar banka og fjármálafyrirtækja. Í tilkynningu segir að í setningarræðunni lagði forseti áherslu á að endurskipulagning hins alþjóðlega fjármálakerfis yrði byggð á ábyrgri fjármálastefnu ríkja, samvinnu og stöðugleika. Hann varaði við þeim hættum sem mikil skuldasöfnun hefði í för með sér. Þær hefðu áður fyrr verið bundnar við þróunarríki en settu nú svip á vanda ýmissa Evrópuríkja. Íslenska ríkið hefði ávallt staðið við allar sínar alþjóðlegu skuldbindingar og greitt að fullu þau lán sem það hefði tekið. Helstu orsakir fjármálakreppunnar á Íslandi hefðu verið bundnar við óábyrga lánastarfsemi þriggja einkabanka, einkum í öðrum löndum. Hún hefði haft í för með sér margvíslega erfiðleika fyrir íslenskt efnahagslíf, fyrirtæki og heimilin í landinu og leitt til tímabundinnar skuldasöfnunar ríkisins. Aðalatriðið væri hins vegar að hér hefði verið um að ræða einkabanka sem ekki hefðu verið á ábyrgð ríkisins. Íslenskt efnahagslíf væri að styrkjast á nýjan leik, einkum vegna kraftmikils útflutnings sem byggði á öflugum sjávarútvegi, nýtingu hreinnar orku, upplýsingatækni og iðnaðarframleiðslu; einnig hefði ferðaþjónustan reynst afar drjúg. Mikilvægt væri að stjórnvöld í öllum löndum legðu nú grunn að traustri og ábyrgri fjármálastefnu, bæði einkaaðila og hins opinbera. Það ætti ekki síst við um lánadrottna sem yrðu að gaumgæfa vel hverjum þeir lánuðu, ganga úr skugga um að tryggingar væru traustar, því ábyrgðin á lánunum væri bæði hjá þeim sem tækju þau og hinum sem veittu lánin. Í ræðunni vísaði forseti einnig til margvíslegra lærdóma sögunnar og reynslu fyrri alda, vitnaði m.a. til orða Thomasar Jefferson, þriðja forseta Bandaríkjanna, sem sagt hefði fyrir rúmum 200 árum að sparnaður væri hin fyrsta og mikilvægasta skylda lýðveldisins og opinber skuldasöfnun sú hætta sem helst bæri að varast. Bandaríkin hefðu lengst af fylgt þessari gullnu reglu en söfnuðu nú sífellt meiri skuldum og Kína væri orðinn helsti lánadrottinn þeirra.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira