Vill landið úr höndum hagsmunahópa 8. september 2010 08:00 Íslendingar verða að stefna að sameiginlegu markmiði til að koma landinu upp úr kreppunni. Mikilvægt er að styðja við uppbyggingu nýrra geira hér, segir prófessor Seiichiro Yonekura. Fréttablaðið/Anton Stjórnvöld eiga að nýta kreppuna og byggja upp nýjan iðnað. Draga á úr stuðningi við landbúnað, sjávarútveg og áliðnað. Þrátt fyrir áherslu á ferðaþjónustu má ganga enn lengra, að sögn Seiichiro Yonekura, forstöðumanns í nýsköpunarfræðum við Hitotsubashi-háskólann í Japan. Gera verður landið að einu kjördæmi og færa ákvarðanavald frá sveitarstjórnum til stjórnvalda. Það styður betur við nýsköpun. Þá eiga stjórnvöld að móta stefnu til framtíðar og velja hvaða geira skuli styðja við. Kreppan er tilvalið augnablik til mikilvægra sviptinga, jákvæðra breytinga. Þetta segir dr. Seiichiro Yonekura, forstöðumaður rannsóknamiðstöðvar í nýsköpunarfræðum við Hitotsubashi-háskólann í Tókýó. Hann mælir með því að dregið verði úr stuðningi við landbúnað, uppbyggingu í áliðnaði og stuðningi við sjávarútveg. Það hafi verið gert nógu lengi. Snúa verði við blaðinu og láta fyrirtæki í þessum geira standa á eigin fótum, þau geti aðlagast. Yonekura flutti erindi í síðustu viku á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands, Sendiráðs Japans á Íslandi, Háskólans í Reykjavík og japanskra fræða við Háskóla Íslands þar sem hann fjallaði um uppbyggingu nýrra atvinnuvega. Veljið sigurvegaraYonekura sagði í samtali við Fréttablaðið Japan hafa verið í rúst í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Yoshida Shigeru, forsætisráðherra Japans árin 1946 til 1947, hafi sett á laggirnar nefnd sérfræðinga sem hafi ákveðið að leggja áherslu á uppbyggingu atvinnulífsins. Ekki hafi verið byggt á þeim þáttum sem fyrir voru, svo sem landbúnaði, heldur ákveðið að leggja áherslu á stáliðnað, kolavinnslu, skipasmíði og uppbyggingu í efnaiðnaði. Þessir geirar hafi stutt hver við annan og til dæmis bílaframleiðsla sprottið upp úr því. Þá hafi efnaiðnaðurinn stutt við matvælaframleiðslu og landið orðið sjálfbærara. Það sama hafi verið gert í öðrum Asíuríkjum eftir fjármálakreppuna, svo sem í Suður-Kóreu en þar var byggður upp hátæknigeiri og kraftur settur í bílaframleiðslu. Með þessu móti hafi stjórnvöld valið sigurvegara, þá geira sem áttu að standa upp úr. Yonekura segir Japana hafa gengið í takt eftir seinni heimsstyrjöld og landið því risið fljótt úr rústunum. Öðru máli gegni hér. „Þið eru aðeins um 320 þúsund og skortir samstöðu. Það er ótrúlegt,“ segir Yonekura og bendir á að Íslendingar séu álíka margir og starfsmenn í alþjóðlegu fyrirtæki. Þar geti allir stefnt að sama marki. Blaðinu snúið við í kreppuYonekura segir mikilvægt að nýta kreppuna til að leggja áherslu á uppbyggingu nýs iðnaðar hér á landi, svo sem í umhverfistækni. Hann vill sjá hér grænna samfélag í verki, svo sem fleiri raf- og metanbíla og þjónustu við þá auk bættrar endurvinnslu og aukins næmis fyrir umhverfi og náttúru. Þessir þættir tengjast allir ferðamennsku og þjónustu nánum böndum. Hann segir erfitt að geta sér til um ástæðu þess að hér þokist lítið í þessa átt en telur ekki útilokað að það skýrist af því að alþingismenn og aðrir sem stjórni landinu séu fáir með sérfræðimenntun. Að baki þeim standi sérhagsmunahópar, sem togi hver í sína áttina. Það skili sér í því að þjóðin gangi ekki í takt og virðist fremur spóla í sama farinu en ganga inn í framtíðina, jafnvel verða fyrirmynd og virkur þátttakandi í alþjóðasamfélaginu. „Þið verðið að láta sérfræðinga móta framtíðarstefnuna, ekki leikmenn, sem hafa ekki þekkingu til þess, eða hagsmunahópa. Í nútímanum er þetta spurning um að snæða eða verða snæddur. Ég er hræddur um að þið eigið á hættu að falla í seinni hópinn,“ segir hann. @Mark.Undirskrift:jonab@frettabladid.is Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Stjórnvöld eiga að nýta kreppuna og byggja upp nýjan iðnað. Draga á úr stuðningi við landbúnað, sjávarútveg og áliðnað. Þrátt fyrir áherslu á ferðaþjónustu má ganga enn lengra, að sögn Seiichiro Yonekura, forstöðumanns í nýsköpunarfræðum við Hitotsubashi-háskólann í Japan. Gera verður landið að einu kjördæmi og færa ákvarðanavald frá sveitarstjórnum til stjórnvalda. Það styður betur við nýsköpun. Þá eiga stjórnvöld að móta stefnu til framtíðar og velja hvaða geira skuli styðja við. Kreppan er tilvalið augnablik til mikilvægra sviptinga, jákvæðra breytinga. Þetta segir dr. Seiichiro Yonekura, forstöðumaður rannsóknamiðstöðvar í nýsköpunarfræðum við Hitotsubashi-háskólann í Tókýó. Hann mælir með því að dregið verði úr stuðningi við landbúnað, uppbyggingu í áliðnaði og stuðningi við sjávarútveg. Það hafi verið gert nógu lengi. Snúa verði við blaðinu og láta fyrirtæki í þessum geira standa á eigin fótum, þau geti aðlagast. Yonekura flutti erindi í síðustu viku á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands, Sendiráðs Japans á Íslandi, Háskólans í Reykjavík og japanskra fræða við Háskóla Íslands þar sem hann fjallaði um uppbyggingu nýrra atvinnuvega. Veljið sigurvegaraYonekura sagði í samtali við Fréttablaðið Japan hafa verið í rúst í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Yoshida Shigeru, forsætisráðherra Japans árin 1946 til 1947, hafi sett á laggirnar nefnd sérfræðinga sem hafi ákveðið að leggja áherslu á uppbyggingu atvinnulífsins. Ekki hafi verið byggt á þeim þáttum sem fyrir voru, svo sem landbúnaði, heldur ákveðið að leggja áherslu á stáliðnað, kolavinnslu, skipasmíði og uppbyggingu í efnaiðnaði. Þessir geirar hafi stutt hver við annan og til dæmis bílaframleiðsla sprottið upp úr því. Þá hafi efnaiðnaðurinn stutt við matvælaframleiðslu og landið orðið sjálfbærara. Það sama hafi verið gert í öðrum Asíuríkjum eftir fjármálakreppuna, svo sem í Suður-Kóreu en þar var byggður upp hátæknigeiri og kraftur settur í bílaframleiðslu. Með þessu móti hafi stjórnvöld valið sigurvegara, þá geira sem áttu að standa upp úr. Yonekura segir Japana hafa gengið í takt eftir seinni heimsstyrjöld og landið því risið fljótt úr rústunum. Öðru máli gegni hér. „Þið eru aðeins um 320 þúsund og skortir samstöðu. Það er ótrúlegt,“ segir Yonekura og bendir á að Íslendingar séu álíka margir og starfsmenn í alþjóðlegu fyrirtæki. Þar geti allir stefnt að sama marki. Blaðinu snúið við í kreppuYonekura segir mikilvægt að nýta kreppuna til að leggja áherslu á uppbyggingu nýs iðnaðar hér á landi, svo sem í umhverfistækni. Hann vill sjá hér grænna samfélag í verki, svo sem fleiri raf- og metanbíla og þjónustu við þá auk bættrar endurvinnslu og aukins næmis fyrir umhverfi og náttúru. Þessir þættir tengjast allir ferðamennsku og þjónustu nánum böndum. Hann segir erfitt að geta sér til um ástæðu þess að hér þokist lítið í þessa átt en telur ekki útilokað að það skýrist af því að alþingismenn og aðrir sem stjórni landinu séu fáir með sérfræðimenntun. Að baki þeim standi sérhagsmunahópar, sem togi hver í sína áttina. Það skili sér í því að þjóðin gangi ekki í takt og virðist fremur spóla í sama farinu en ganga inn í framtíðina, jafnvel verða fyrirmynd og virkur þátttakandi í alþjóðasamfélaginu. „Þið verðið að láta sérfræðinga móta framtíðarstefnuna, ekki leikmenn, sem hafa ekki þekkingu til þess, eða hagsmunahópa. Í nútímanum er þetta spurning um að snæða eða verða snæddur. Ég er hræddur um að þið eigið á hættu að falla í seinni hópinn,“ segir hann. @Mark.Undirskrift:jonab@frettabladid.is
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira