Viðskipti innlent

GGE gerir nýjan samning við Sinopec í Kína

Geysir Green Energy (GGE) hefur gert nýjan samstarfssamning við Star Petroleum, sem er dótturfélag Sinopec , í Kína. Samkvæmt samningnum munu félögin tvö vinna að frekari jarðorkuframkvæmdum í tveimur héruðum í Kína.

Það er Xinhua fréttastofan sem greinir frá þessu en Sinopec er orkufyriræki í opinberri eigu í Kína. Héruðin tvö sem hér um ræðir eru Shaanxi og Hebei. GGE og Sinopec standa þegar að byggingu á hitaveitum í þessum héruðum.

Haft er eftir Su Shulin forstjóra Sinopec að fyrirtækið hyggist byggja upp jarðorkuvinnslu sína þannig að hún komi til með að mynda eina af meginstoðum fyrirtækisins á næstu þremur árum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×