Viðskipti innlent

Gull hækkar í verði

Heimsmarkaðsverð á gulli hefur aldrei verið hærra.
Heimsmarkaðsverð á gulli hefur aldrei verið hærra.

Gull hefur aldrei verið verðmætara. Á föstudaginn var met slegið þegar verðmæti einnar únsu af gulli var 1.260 dollarar. Svo virðist sem fjárfestar leiti frekar í góðmálma en hlutabréf á þessum erfiðu tímum í efnhagslífi heimsins.

Verðmæti gulls hefur aukist um 15% síðan lok árs 2009 á sama tíma og miklar þrengingar hafa verið á fjármálamörkuðum. Yfirmaður hjá Saxo Bank, Ole Hansen, segir lága vexti, aðgerðir Seðlabanka í gjaldeyrismálum og áhyggjur af þjóðarskuldum stórra þjóða valda því að áhugi á gulli eykst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×