Frjálsi segir gengisdóm hafa takmarkað fordæmisgildi 18. júní 2010 11:49 „Slitastjórn Frjálsa fjárfestingabankans mun fara vandlega yfir dómsniðurstöðu Hæstaréttar vegna gengistryggðra bílalána og fylgjast með þeim skrefum sem stjórnvöld og Alþingi hyggjast taka í málinu á næstu dögum. Frjálsi fjárfestingarbankinn áréttar að hann var ekki aðili málsins og gerði ekki samninga sambærilega við þá sem voru til meðferðar í framangreindum Hæstaréttardómum. Niðurstaðan hefur því takmarkað fordæmisgildi hvað varðar lánasamninga bankans." Þetta segir í tilkynningu frá Frjálsa fjárfestingarbankanum sem hefur því svipaða afstöðu til málsins og slitastjórn SPRON. Tilkynning Frjálsa hljóðar að öðru leyti svo: „Ennfremur er því ósvarað hvernig fara skuli með lán þar sem gengistrygging telst ólögleg, enda var það álitaefni ekki lagt fyrir Hæstarétt. Vakin er athygli á því að nú þegar eru rekin nokkur dómsmál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur varðandi lögmæti lánasamninga bankans. Þess er að vænta að niðurstaða Hæstaréttar í þeim málum geti legið fyrir á þessu ári. Í þessum málum hefur bankinn lagt það álitaefni fyrir dóminn hvernig fara skuli með verðtryggingarþátt samninganna teljist þeir fela í sér ólögmæta gengistryggingu. Bankinn hefur gert þá varakröfu að þá beri að meðhöndla lánin eins og þau hefðu verið íslensk lán frá upphafi, verðtryggð eða óverðtryggð, og njóti þá sambærilegra kjara og lántakendum slíkra lána buðust. Þangað til niðurstaða liggur fyrir af hálfu Hæstaréttar eða löggjafans, mun bankinn nú sem endranær koma til móts við viðskiptavini sína. Hefur bankinn því ákveðið að bjóða lántakendum með erlend lán að framlengja það úrræði að greiða kr. 5.500,- fyrir hverja upphaflegu milljón lánsins og halda þannig lánum sínum í skilum miðað við upphaflega fjárhæð lánsins. Þeim lántakendum sem ekki hafa nýtt sér þetta úrræði hingað til býðst að sækja um það nú. Bankinn leggur mikla áherslu á að greiða úr vanda fólks sem glímir við erfiða greiðslubyrði og hvetur lántakendur til að kynna sér þau fjölmörgu úrræði sem bankinn býður til þess að gera fólki kleyft að standa í skilum. Viðskiptavinir Frjálsa fjárfestingabankans geta sótt um úrræðin á heimasíðu bankans www.frjalsi.is eða komið í afgreiðslu bankans að Lágmúla 6 milli kl. 11 og 15 virka daga. Loks vill Frjálsi fjárfestingabankinn árétta að viðskiptavinir sem nýta sér einhver þeirra fjölmörgu úrræða sem bankinn býður munu ávallt njóta betri réttar sem niðurstaða Hæstaréttar eða löggjafans kann að leiða til." Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
„Slitastjórn Frjálsa fjárfestingabankans mun fara vandlega yfir dómsniðurstöðu Hæstaréttar vegna gengistryggðra bílalána og fylgjast með þeim skrefum sem stjórnvöld og Alþingi hyggjast taka í málinu á næstu dögum. Frjálsi fjárfestingarbankinn áréttar að hann var ekki aðili málsins og gerði ekki samninga sambærilega við þá sem voru til meðferðar í framangreindum Hæstaréttardómum. Niðurstaðan hefur því takmarkað fordæmisgildi hvað varðar lánasamninga bankans." Þetta segir í tilkynningu frá Frjálsa fjárfestingarbankanum sem hefur því svipaða afstöðu til málsins og slitastjórn SPRON. Tilkynning Frjálsa hljóðar að öðru leyti svo: „Ennfremur er því ósvarað hvernig fara skuli með lán þar sem gengistrygging telst ólögleg, enda var það álitaefni ekki lagt fyrir Hæstarétt. Vakin er athygli á því að nú þegar eru rekin nokkur dómsmál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur varðandi lögmæti lánasamninga bankans. Þess er að vænta að niðurstaða Hæstaréttar í þeim málum geti legið fyrir á þessu ári. Í þessum málum hefur bankinn lagt það álitaefni fyrir dóminn hvernig fara skuli með verðtryggingarþátt samninganna teljist þeir fela í sér ólögmæta gengistryggingu. Bankinn hefur gert þá varakröfu að þá beri að meðhöndla lánin eins og þau hefðu verið íslensk lán frá upphafi, verðtryggð eða óverðtryggð, og njóti þá sambærilegra kjara og lántakendum slíkra lána buðust. Þangað til niðurstaða liggur fyrir af hálfu Hæstaréttar eða löggjafans, mun bankinn nú sem endranær koma til móts við viðskiptavini sína. Hefur bankinn því ákveðið að bjóða lántakendum með erlend lán að framlengja það úrræði að greiða kr. 5.500,- fyrir hverja upphaflegu milljón lánsins og halda þannig lánum sínum í skilum miðað við upphaflega fjárhæð lánsins. Þeim lántakendum sem ekki hafa nýtt sér þetta úrræði hingað til býðst að sækja um það nú. Bankinn leggur mikla áherslu á að greiða úr vanda fólks sem glímir við erfiða greiðslubyrði og hvetur lántakendur til að kynna sér þau fjölmörgu úrræði sem bankinn býður til þess að gera fólki kleyft að standa í skilum. Viðskiptavinir Frjálsa fjárfestingabankans geta sótt um úrræðin á heimasíðu bankans www.frjalsi.is eða komið í afgreiðslu bankans að Lágmúla 6 milli kl. 11 og 15 virka daga. Loks vill Frjálsi fjárfestingabankinn árétta að viðskiptavinir sem nýta sér einhver þeirra fjölmörgu úrræða sem bankinn býður munu ávallt njóta betri réttar sem niðurstaða Hæstaréttar eða löggjafans kann að leiða til."
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira