Hagsjá: Spáir því að ársverðbólgan lækki í 8,4% 13. nóvember 2009 08:05 Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga milli október og nóvember mælist 0,5%. Gangi spáin eftir, lækkar 12 mánaða verðbólga úr 9,7% niður í 8,4% en í nóvember í fyrra hækkaði VNV um 1,7% milli mánaða. Fjallað er um spánna í Hagsjá deildarinnar. Þar segir að í mánuðinum er ólíklegt að komi til stórvægilegra hækkana á neinum af undirliðum vísitölunnar, en spáð er nokkurri verðhækkun á mat- og drykkjarvörum. Mikil óvissa er á húsnæðisliðnum sem endranær, en síðustu þrjá mánuði hefur húsnæðisliðurinn hækkað á milli mánaða eftir nær samfellda lækkun frá áramótum. Þá hefur eldsneytisverð lækkað nokkuð frá síðustu verðkönnun Hagstofunnar sem mun draga út hækkun vísitölunnar (VNV) þennan mánuðinn. Hækki verðlag um það bil jafn mikið í nóvember og desember má búast við að að 12 mánaða verðbólga í árslok verði 7,3%. Meðal 12 mánaða verðbólga ársins, að því gefnu að spá okkar gangi eftir, yrði því 12,1%. „Þrátt fyrir að 0,5% sé ekki ýkja há tala verður að hafa í huga að hækki verðlag að meðaltali um 0,5% á mánuði í heilt ár jafngildir það ríflega 6% verðbólgu á ári. Það er nokkuð mikil hækkun þegar hún er skoðuð í samhengi við 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans. Til að verðbólgumarkmið Seðlabankans haldi má hækkun verðlags ekki vera meira en 0,2% á mánuði að meðaltali yfir tólf mánaða tímabil," segir í Hagsjánni. Umtalsverðar hækkanir hafa verið á matar- og drykkjarliðnum síðustu tvo mánuðina, en vörugjaldshækkanir sem tóku gildi 1. september eiga stóran þátt í því. Þar að auki hefur verð erlendra gjaldmiðla stigið hægt upp á við í sumar og haust. Þó hefur dregið úr hækkun þriggja mánaða meðaltals gengisvísitölu, sem ætti að draga úr þrýstingi til verðhækkana. Í september og október hækkaði húsnæðisliðurinn um 0,6% og 1,1% á milli mánaða. Töluvert flökt hefur verið á mánaðarlegum breytingum liðarins, en það sem af er ári hefur hann að meðaltali lækkað um 0,4% á milli mánaða. Gerum við nú ráð fyrir lítillegri lækkun á milli október og nóvember sem er í samræmi við verðþróun fasteigna á landinu. Frá síðustu verðmælingu Hagstofunnar hefur verð á eldsneyti lækkað lítillega en á móti kemur að olíuverð á heimsmarkaði hefur hækkað nokkuð sé litið til breytingu meðalverðs það sem af er nóvember og meðalverðs októbermánaðar. Síðan segir: „Spá okkar um verðlagsþróunina það sem eftir lifir árs rímar vel við verðbólguspá Seðlabankans enda lítið eftir að árinu. Seðlabankinn býst svo við því að verðbólgan hjaðni lítið frá því sem nú er orðið á fyrsta ársfjórðungi næsta árs, en fari svo nokkuð hratt lækkandi frá og með 2 ársfjórðungi til loka árs 2010. Verður 12 mánaða verðbólgan komin niður undir verðbólgumarkmið Seðlabankans í lok næsta árs. Þróun verðlags nú og eitthvað fram í tímann ræðst að mestu leyti af þróun húsnæðisliðarins en lækkun hans hefur slegið á verðbólguna eins og sést á því að 12 mánaða hækkun VNV án húsnæðis var 13,5% í október. Auk þess skipar gengi krónunnar stórt hlutverk í þróuninni þar sem það lítur út fyrir að gengisbreytingar skili sér tiltölulega hratt út í verðlagið." Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga milli október og nóvember mælist 0,5%. Gangi spáin eftir, lækkar 12 mánaða verðbólga úr 9,7% niður í 8,4% en í nóvember í fyrra hækkaði VNV um 1,7% milli mánaða. Fjallað er um spánna í Hagsjá deildarinnar. Þar segir að í mánuðinum er ólíklegt að komi til stórvægilegra hækkana á neinum af undirliðum vísitölunnar, en spáð er nokkurri verðhækkun á mat- og drykkjarvörum. Mikil óvissa er á húsnæðisliðnum sem endranær, en síðustu þrjá mánuði hefur húsnæðisliðurinn hækkað á milli mánaða eftir nær samfellda lækkun frá áramótum. Þá hefur eldsneytisverð lækkað nokkuð frá síðustu verðkönnun Hagstofunnar sem mun draga út hækkun vísitölunnar (VNV) þennan mánuðinn. Hækki verðlag um það bil jafn mikið í nóvember og desember má búast við að að 12 mánaða verðbólga í árslok verði 7,3%. Meðal 12 mánaða verðbólga ársins, að því gefnu að spá okkar gangi eftir, yrði því 12,1%. „Þrátt fyrir að 0,5% sé ekki ýkja há tala verður að hafa í huga að hækki verðlag að meðaltali um 0,5% á mánuði í heilt ár jafngildir það ríflega 6% verðbólgu á ári. Það er nokkuð mikil hækkun þegar hún er skoðuð í samhengi við 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans. Til að verðbólgumarkmið Seðlabankans haldi má hækkun verðlags ekki vera meira en 0,2% á mánuði að meðaltali yfir tólf mánaða tímabil," segir í Hagsjánni. Umtalsverðar hækkanir hafa verið á matar- og drykkjarliðnum síðustu tvo mánuðina, en vörugjaldshækkanir sem tóku gildi 1. september eiga stóran þátt í því. Þar að auki hefur verð erlendra gjaldmiðla stigið hægt upp á við í sumar og haust. Þó hefur dregið úr hækkun þriggja mánaða meðaltals gengisvísitölu, sem ætti að draga úr þrýstingi til verðhækkana. Í september og október hækkaði húsnæðisliðurinn um 0,6% og 1,1% á milli mánaða. Töluvert flökt hefur verið á mánaðarlegum breytingum liðarins, en það sem af er ári hefur hann að meðaltali lækkað um 0,4% á milli mánaða. Gerum við nú ráð fyrir lítillegri lækkun á milli október og nóvember sem er í samræmi við verðþróun fasteigna á landinu. Frá síðustu verðmælingu Hagstofunnar hefur verð á eldsneyti lækkað lítillega en á móti kemur að olíuverð á heimsmarkaði hefur hækkað nokkuð sé litið til breytingu meðalverðs það sem af er nóvember og meðalverðs októbermánaðar. Síðan segir: „Spá okkar um verðlagsþróunina það sem eftir lifir árs rímar vel við verðbólguspá Seðlabankans enda lítið eftir að árinu. Seðlabankinn býst svo við því að verðbólgan hjaðni lítið frá því sem nú er orðið á fyrsta ársfjórðungi næsta árs, en fari svo nokkuð hratt lækkandi frá og með 2 ársfjórðungi til loka árs 2010. Verður 12 mánaða verðbólgan komin niður undir verðbólgumarkmið Seðlabankans í lok næsta árs. Þróun verðlags nú og eitthvað fram í tímann ræðst að mestu leyti af þróun húsnæðisliðarins en lækkun hans hefur slegið á verðbólguna eins og sést á því að 12 mánaða hækkun VNV án húsnæðis var 13,5% í október. Auk þess skipar gengi krónunnar stórt hlutverk í þróuninni þar sem það lítur út fyrir að gengisbreytingar skili sér tiltölulega hratt út í verðlagið."
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent