Viðskipti innlent

Mat Moody´s: Takmarkar aðgengi Landsvirkjunnar að lánsfé

Landsvirkjun segir að ný lánshæfiseinkunn fyrirtækisins hjá Moody´s muni takmarka aðgengi fyrirtækisins að erlendu lánsfé. Þar að auki muni lánskjörin versna.

Matsfyrirtækið Moody's Investor Service hefur lækkað lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar vegna erlendra skuldbindinga úr Baa1 með neikvæðum horfum í Baa3 með stöðugum horfum. Lánshæfi á innlendum skuldbindingum lækkar einnig úr P-2 í P-3. Lækkunin kemur í kjölfar sambærilegrar lækkunar ríkissjóðs.

Í tilkynningu til kauphallarinnar segir að Landsvirkjun fékk fyrst lánshæfiseinkunn árið 1998 og hefur ávalt haft sömu einkunn og ríkissjóður hjá Moody's.

Í lánssamningum Landsvirkjunar eru engin ákvæði sem kalla á uppsögn eða breytingar þó að lánshæfismat lækki. Breytingin nú hefur því engin áhrif á vaxtakjör á eldri lánum fyrirtækisins.

Breytingin hefur hins vegar, að öllu öðru óbreyttu, neikvæð áhrif á aðgengi Landsvirkjunar að nýju lánsfjármagni á ásættanlegum kjörum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×