Viðskipti innlent

Atlantic Airways tapar 110 milljónum á 3. ársfjórðung

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways tapaði 4,4 milljónum danskra kr. eða 110 milljónum kr., fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi. Hinsvegar er hagnaður upp á 7,8 milljónir danskra kr. á fyrstu níu mánuðum ársins.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að líkur séu á að fjórði ársfjórðungur verði einnig rekinn með tapi og að hagnaðurinn þurrkist úr fyrir árið í heild.

Magni Arge forstjóri Atlantic Airways segir að félagið finni nú verulega fyrir kreppunni og samdrættinum í efnahagslífi heimsins. Af þeim sökum hefur félagið dregið úr starfsemi sinni og gripið til hagræðingar. Sem dæmi má nefna að í ár hefur félagið rekið sjö farþegarvélar en gerir ráð fyrir að þeim verði fækkað í fjórar á næsta ári.

Farþegum með Atlantic Airways hefur fækkað um 9% það sem af er árinu og velta félagsins fór úr tæpum 179 milljónum danskra kr. á fyrstu níu mánuðum síðasta árs niður í rúmlega 110 milljónir danskra kr. í ár.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×