Viðskipti innlent

Orkuveitan í ruslflokk

Lánshæfiseinkunn Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið lækkuð hjá matsfyrirtækinu Moody's og er nú í svokölluðum ruslflokki. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Fyrirtækið er nú í flokknum Ba1 en var áður í Baa1. Lækkunin er sögð fylgja í kjölfar þess að Moody's ákvað í gær að lækka lánshæfi ríkissjóðs Ísland um einn flokk. Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitunnar segir í samtali við blaðið að opinber fyrirtæki séu alltaf einum flokki fyrir neðan viðkomandi ríki og því hafi ruslflokkurinn verið óumflýjanlegur.

Annarsstaðar í blaðinu segir hins vegar frá því að lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs og Landsvirkjunnar hafi einnig verið lækkuð um einn flokk og eru þau nú líkt og ríkissjóður einu stigi frá ruslflokki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×