Fleiri fréttir Verðmæti sjávarafurða eykst en aflinn minnkar Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum janúarmánuði, metinn á föstu verði, var 33% meiri en í janúar 2008. Aflinn nam alls 70.852 tonnum í janúar 2009 samanborið við 76.891 tonn í janúar 2008. 13.2.2009 09:57 Atlantic Petroleum gefur frá sér olíuvinnsluleyfi við Bretland Atlantic Petroleum hefur gefið frá sér olíuvinnsluleyfi við Bretlandseyjar þar sem of mikill kostnaður hefði fylgt því að nýta leyfið. 13.2.2009 09:31 Glitnir býður tímabundna 50% lækkun á bílasamningum í erlendri mynt Glitnir Fjármögnun hefur ákveðið að bjóða þeim viðskiptavinum sem eru með bílasamninga í erlendri mynt skilmálabreytingu sem felur í sér tímabundna lækkun á leigugreiðslu í 8 mánuði og lengingu á samningi um fjóra mánuði. 13.2.2009 08:32 Eðlilega staðið að rekstri Tals Teymi mótmælir harðlega fullyrðingum um að félagið hafi staðið óeðlilega að rekstri Tals. Fullyrðingar um að Teymi hafi hlutast til um verkefni stjórnar eftir að fulltrúar Samkeppniseftirlitsins tóku þar sæti eru stórlega orðum auknar, að fram kemur í tilkynningu frá Teymi sem Þórdís J. Sigurðardóttir og Ólafur Þ. Jóhannesson skrifa undir. Einu afskipti Teymis af stjórnarsetu hinna óháðu stjórnarmanna fólust í áréttingu félagsins um að lögum væri fylgt í hvívetna. 12.2.2009 20:21 Bakkavör leiddi lækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um 13,94 prósent í dag og er það mesta fallið. Á eftir fylgdi gengi hlutabréfa í Marel Food Systems, sem féll um 5,37 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 1,84 prósent. 12.2.2009 17:01 Greiðslustöðvun Baugs snertir ekki Haga Greiðslustöðvun Baugs hefur ekki áhrif á rekstur Haga, segir Finnur Árnason, forstjóri fyrirtækisins, í orðsendingu til fjölmiðla. Finnur segir að Hagar séu sjálfstætt félag, með sjálfstæðan rekstur og efnahag. 12.2.2009 16:07 Íhuga frekari aðgerðir gegn Teymi Þær ástæður sem stjórnarmenn tilnefndir af Samkeppniseftirlitinu í stjórn IP fjarskipta eða Tals, gáfu fyrir úrsögn sinni í gær gefa tilefni til grunsemda um áframhaldandi brot Teymis gagnvart Tali og samkeppnislegu sjálfstæði þess að sögn Páls Gunnars Pálssonar forstjóra Samkeppniseftirlitsins. 12.2.2009 14:52 Fulltrúar Samkeppniseftirlitsins hættir í stjórn Tals Stjórnarmenn sem Samkeppniseftirlitið tilnefndi í stjórn IP fjarskipta, eða Tals, þann 6. febrúar síðastliðinn hafa báðir sagt sig úr stjórninni. Þeir Þórhallur Örn Guðlaugsson og Hilmar Ragnarsson tóku sæti í stjórninni í stað fulltrúa Teymis að kröfu Samkeppniseftirlitsins. 12.2.2009 12:04 Marel lækkar áfram í kauphöllinni Marel heldur áfram að lækka í kauphöllinni og hefur lækkað um 6,9% frá því í morgun. 12.2.2009 11:53 Moody´s lækkar lánshæfi gamla Glitnis í C Matsfyrirtækið Moody's Investor Services tilkynnti í gær að það hefði lækkað lánshæfiseinkunn sína á langtímaskuldbindingum Glitnis úr Caa1 í C, einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar og fjárhaglegan styrkleika staðfestar. 12.2.2009 11:32 ÍLS kannar útgáfu íbúðabréfa með lengri líftíma en nú er Stjórn Íbúðalánasjóðs samþykkti á fundi sínum 5. febrúar sl. að hafin yrði könnun á stofnun nýs flokks íbúðabréfa með lengri líftíma en núverandi útgáfa býður upp á. 12.2.2009 10:57 Century Aluminum féll um tæp níu prósent Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 8,82 prósent í Kauphöllinni í gær. Á eftir fylgdi Straumur, sem féll um 5,7 prósent, Marel Food Systems, sem fór niður um 5,26 prósent, og gengi bréfa í Færeyjabanka, sem féll um 3,46 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Bakkavör um 0,48 prósent. 11.2.2009 16:31 Seðlabankinn styrkir gengið með hóflegri sölu á gjaldeyri Í yfirlýsingu sem Eiríkur Guðnason bankastjóri Seðlabankans hefur sent til fjölmiðla segir að mikilvægasta viðfangsefnið nú í peningamálum er að ná því að gengi krónunnar verði sæmilega stöðugt. Að þessu er unnið í Seðlabankanum, m.a. með hóflegri sölu gjaldeyris á millibankamarkaði. 11.2.2009 16:04 Karfaveiðum haldið óbreyttum á Reykjaneshrygg Í dag lauk í London samráðsfundi um stjórn veiða á karfa á Reykjaneshrygg á árinu 2009. Niðurstaðan var að halda veiðum óbreyttum en afstaða Íslands var að draga úr sókninni. 11.2.2009 15:33 Atvinnuleysi í janúar það mesta frá árinu1995 Skráð atvinnuleysi í janúar 2009 var 6,6% eða að meðaltali 10.456 manns og eykst atvinnuleysi um 32% að meðaltali frá desember eða um 2.554 manns. Atvinnuleysi hefur ekki verið jafn mikið frá því í janúar árið 1995 en þá var atvinnuleysi 6,8%. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1%, eða 1.545 manns. 11.2.2009 13:46 Gjaldfallin skuldabréf Glitnis hækka í verði erlendis Gjaldfallin skuldabréf Glitnis hafa meir en tvöfaldast í verði erlendis þar sem fjárfestar telja nú að skilanefnd bankans takist að endurheimta meira fé úr eignum bankans en áður var talið. 11.2.2009 13:35 Forsvarsmenn Baugs ánægðir með greiðslustöðvun Baugur Group hf. fékk greiðslustöðvun í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Greiðslustöðvunin er veitt til fjórða mars næstkomandi. Stefán H. Hilmarsson, fjármálastjóri Baugs segist mjög ánægður með niðurstöðuna og segir að nú verði farið í að ná fram lausn með kröfuhöfum félagsins. 11.2.2009 13:28 Seðlabankinn hleypir nýju vefriti af stokkunum Ásgeir Daníelsson hagfræðingur ríður á vaðið í nýju vefriti Seðlabanka Íslands Efnahagsmálum. Birtingu höfundamerktra greina í Peningamálum hefur verið hætt en þær verða þess í stað birtar í vefritinu Efnahagsmálum jafnóðum og þær eru tilbúnar. 11.2.2009 13:07 Innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna rýrnaði um 88% Greining Glitnis segir að það veki litla undrun að af einstökum eignum lífeyrissjóðanna er það eign þeirra í innlendum hlutabréfum sem hefur tekið hvað mestum breytingum frá hruni bankanna. Eign þessi stóð í 239 milljörðum kr. í upphafi síðastliðins árs en var komin niður í tæplega 30 milljarða í lok árs. Lækkunin er 209 milljarða kr. eða 88%. 11.2.2009 12:14 Skuldabréf Atorku færð á Athugunarlista í kauphöllinni Skuldabréf útgefin af Atorku hafa verið færð á Athugunarlista í kauphöllinni vegna óvissu um fjárhagslega stöðu útgefanda með vísan til tilkynningar frá félaginu, dags. 11. febrúar 2009, um greiðsluerfiðleika félagsins. 11.2.2009 11:17 Fjöldi eignaskipta innan sömu fjölskyldu hefur þrefaldast Frá því í byrjun október þegar íslenska bankakerfið hrundi og fram til síðustu mánaðarmóta hafa eignaskipti á eign eða eignahluta innan sömu fjölskyldu þrefaldast. 11.2.2009 11:07 Tæpur helmingur gjaldeyrisforða SÍ eru skammtímalán Tæplega helmingur af gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands eru skammtímalán sem munu gjaldfalla á næstu 30 dögum. Þetta kemur fram í yfirliti sem bankinn hefur birt um stöðu gjaldeyrisforðans. 11.2.2009 10:47 Straumur fellur um tæp átta prósent Gengi hlutabréfa í Straumi féll um 7,89 prósent við upphaf viðskiptadagsins á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins á annars rólegum degi.Gengi hlutabréfa í félaginu hafði hækkað um 45 prósent síðastliðna viku en um rúm hundrað prósent undangenginn mánuð. 11.2.2009 10:29 FME og Kauphöllin endurnýja yfirlýsingu um eftirlit Forstjórar Fjármálaeftirlitsins (FME) og Kauphallar Íslands hafa endurnýjað yfirlýsingu um eftirlitsverkefni sem Kauphöllin annast fyrir FME. 11.2.2009 09:58 Rúmlega þriðjungur lána ÍLS fór til leiguíbúða í janúar Alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) tæplega 3,6 milljörðum króna í janúar. Þar af voru um 2,2 milljarðar kr. vegna almennra lána og 1,4 milljarðar kr. vegna leiguíbúðalána. 11.2.2009 09:52 Hagnaður Alfesca drógst saman um tæp 20% Nettóhagnaður Alfesca á fjórða ársfjórðung síðasta árs nam 17,8 milljónum evra eða rúmlega 2,6 milljörðum kr. sem er 19,8% samdráttur m.v. sama ársfjórðung 2007. 11.2.2009 08:42 Ríkið ber ábyrgð á lágmarksvernd innstæðna Evrópuþjóðir munu seint taka undir að vafi kunni að leika á gildi tilskipunar Evrópusambandsins (ESB) um innstæðutryggingar. Yfirlýst meginmarkmið hennar er að allar innstæður einstaklinga í viðskiptabönkum á evrópska efnahagssvæðinu öllu skuli tryggðar upp að skilgreindu lágmarki, 20.887 evrum, eða sem svarar um þremur milljónum króna. 11.2.2009 00:01 Gera hlutina sjálf „Við ákváðum að taka uppgjör og greiðslumiðlun inn til okkar sjálf. Það er hagkvæmara og því réðum við til okkar fleira starfsfólk,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital. Fyrirtækið hefur ráðið til sín sex nýja starfsmenn á sama tíma og vinnumarkaðurinn er svo til botnfrosinn. 11.2.2009 00:01 Jón Ólafsson verði stjórnarformaður Senu Nái Jón Ólafsson og ein umsvifamesta umboðsskrifstofa heims ekki að kaupa Senu á samt að hefja hér starfsemi. 11.2.2009 00:01 Landsbankinn varð af 48 milljörðum Bankakreppur hægðu í tvígang á samþættingu fjármálafyrirtækja Landsbankans í Evrópu. Bankinn greip of seint til varúðarráðstafana áður en skellurinn dundi yfir. 11.2.2009 00:01 Magnús krafinn um milljarð fyrir ógreiddan skatt Skattayfirvöld krefja Magnúsi Þorsteinssyon um tæpan milljarð fyrir ógreiddan skatt af hagnaði við sölu á hlut hans í Samson eignarhaldsfélagi árið 2005. Félag á bresku Jómfrúareyjunum í eigu Magnúsar var skráð fyrir hlutnum. Magnús hyggst kæra málið til yfirskattanefndar. 10.2.2009 18:29 Langtímahorfur Marels góðar „Próforma rekstrarhagnaður (EBIT) af kjarnastarfsemi félagsins var 8,5% af veltu á árinu 2008 en áætlanir höfðu gert ráð fyrir að hann yrði 9%. Frávikið myndaðist allt á fjórða ársfjórðungi og má rekja til áhrifa alþjóðlegu fjármálakreppunnar á sölustarfsemi félagsins. Til að bregðast við breyttum aðstæðum á mörkuðum hefur þegar verið gripið til umfangsmikilla aðgerða til að lækka rekstrarkostnað félagsins. Starfsfólki hjá fyrirtækjum okkar erlendis var m.a. fækkað um 300 í lok árs og er kostnaður vegna þess gjaldfærður á fjórða ársfjórðungi,“ segir Hörður Arnarsson, forstjóri Marel Food Systems hf, í tilkynningu. Langtímahorfur fyrirtækisins eru góðar. 10.2.2009 19:13 Baugur í greiðslustöðvun: Úrskurðar vænst á morgun Dómari hefur ekki tekið afstöðu til óska Baugs Group Hf. um að félaginu verði veitt greiðslustöðvun. Dómþingi lauk í morgun og er beðið eftir úrskurði dómarans. Heimildir fréttastofu herma að von sé á úrskurði dómarans á morgun. 10.2.2009 16:34 Skólabróðir Geirs Haarde verður fulltrúi AGS á Íslandi Fréttastofa hefur fengið það staðfest að fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins(AGS) á Íslandi verður Franek Rozwadowski. Hann mun vera skólabróðir Geirs Haarde fyrrum forsætisráðherra frá því er báðir stunduðu nám við Brandeis háskólann. 10.2.2009 15:25 Athugun FME á eigin viðskiptum Straums 2007 er lokið Fjármálaeftirlitið (FME) hefur lokið athugun sinni á eigin viðskiptum með rúmlega 5% hlut í Straumi‐ Burðarás Fjárfestingarbanka hf., sem átti sér stað 17. ágúst 2007. Fyrirliggjandi upplýsingar gefi ekki tilefni til frekari afskipta af hálfu eftirlitsins sem lítur svo á að málinu sé lokið. 10.2.2009 15:11 Óbreytt afstaða til Icesave og Edge 10.2.2009 14:41 Áréttar að Þjóðverjar sem áttu inni í Kaupþingi fái greitt Vegna ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands í þýsku útgáfunni af Financial Times hefur skilanefnd Kaupþings sent frá sér tilkynningu þar sem það er áréttað að þeir Þjóðverjar sem áttu fé inni á Edge-reikningum Kaupþings muni fá fé sitt endurgreitt. 10.2.2009 12:54 Kaupþing tekur yfir Heklu Kaupþing hefur tekið yfir bílaumboðið Heklu með nauðasamningum við fyrrverandi eigendur, sem fá að halda eftir hluta af fyrirtækjasamsteypunni. 10.2.2009 12:35 Lækka þarf stýrivexti hratt og fljótt Það þarf að lækka stýrivexti hratt og fljótt, segja hagfræðingarnir Jón Daníelsson og Gylfi Zoega í ritgerð um hrun íslenska hagkerfisins. Þeir segja ástæður þess að fjármálakerfið hrundi vera afnám hafta, einkavæðingu bankanna og slakt fjármálaeftirlit. 10.2.2009 12:19 Segir birgðastöðu HB Granda að ná eðlilegu jafnvægi Eggert B. Guðmundsson forstjóri HB Granda hefur sent starfsfólki fyrirtækisins bréf þar sem hann fer yfir stöðu fyrirtækisins. Þar kemur m.a. fram að birgðastaðan fari batnandi og sé að færast nær eðlilegu jafnvægi. 10.2.2009 12:14 Einar verður forstjóri Mjólkursamsölunnar Einar Sigurðsson forstjóri Árvakurs mun láta af því starfi og taka við sem forstjóri Mjólkursamsölunnar. Þetta staðfesti Egill Sigurðsson stjórnarformaður MS í samtali við Vísi. Einar tekur við starfi forstjóra þann 1.apríl og mun starfa við hlið núverandi forstjóra til 1.maí og tekur þá alfarið við. 10.2.2009 12:13 Misskilningur hjá forseta Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands komst í fréttirnar í Þýskalandi í morgun þegar hann sagði að Ísland ætti ekki greiða þeim sem töpuðu á innlánum Kaupþings í Þýskalandi. Þetta sagði hann við þýsku útgáfuna af Financial Times. Steinar Þór Guðgeirsson formaður skilanefndar Kaupþings segir þýska fréttamenn hafa sýnt málinu mikinn áhuga í morgun en einhver misskilningur sé í þessum orðum forsetans. Það hafi alltaf staðið til að greiða þessum innlánseigendum. 10.2.2009 11:29 Vísbendingar um að gjaldeyrir skili sér ekki samkvæmt reglum Greining Glitnis segir að vísbendingar séu um að gjaldeyrir hafi hingað til ekki skilað sér með þeim hætti sem reglur kveða á um. Veltan á millibankamarkaðinum með gjaldeyri hefur þannig verið afar lítil. 10.2.2009 11:01 Atvinnulausir eru orðnir yfir 14.000 talsins Atvinnuleysi heldur áfram að aukast hröðum skrefum og nú eru yfir 14.000 manns atvinnulausir á landinu öllu. 10.2.2009 10:46 Straumur hækkar mest í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Straumi hefur hækkað um 3,15 prósent í Kauphöllinni í dag en félagið er þar eitt á uppleið. Á sama tíma hefur gengi bréfa í Marel Food Systems lækkað um 1,14 prósent og í Össuri um 1,36 prósent. 10.2.2009 10:18 Sjá næstu 50 fréttir
Verðmæti sjávarafurða eykst en aflinn minnkar Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum janúarmánuði, metinn á föstu verði, var 33% meiri en í janúar 2008. Aflinn nam alls 70.852 tonnum í janúar 2009 samanborið við 76.891 tonn í janúar 2008. 13.2.2009 09:57
Atlantic Petroleum gefur frá sér olíuvinnsluleyfi við Bretland Atlantic Petroleum hefur gefið frá sér olíuvinnsluleyfi við Bretlandseyjar þar sem of mikill kostnaður hefði fylgt því að nýta leyfið. 13.2.2009 09:31
Glitnir býður tímabundna 50% lækkun á bílasamningum í erlendri mynt Glitnir Fjármögnun hefur ákveðið að bjóða þeim viðskiptavinum sem eru með bílasamninga í erlendri mynt skilmálabreytingu sem felur í sér tímabundna lækkun á leigugreiðslu í 8 mánuði og lengingu á samningi um fjóra mánuði. 13.2.2009 08:32
Eðlilega staðið að rekstri Tals Teymi mótmælir harðlega fullyrðingum um að félagið hafi staðið óeðlilega að rekstri Tals. Fullyrðingar um að Teymi hafi hlutast til um verkefni stjórnar eftir að fulltrúar Samkeppniseftirlitsins tóku þar sæti eru stórlega orðum auknar, að fram kemur í tilkynningu frá Teymi sem Þórdís J. Sigurðardóttir og Ólafur Þ. Jóhannesson skrifa undir. Einu afskipti Teymis af stjórnarsetu hinna óháðu stjórnarmanna fólust í áréttingu félagsins um að lögum væri fylgt í hvívetna. 12.2.2009 20:21
Bakkavör leiddi lækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um 13,94 prósent í dag og er það mesta fallið. Á eftir fylgdi gengi hlutabréfa í Marel Food Systems, sem féll um 5,37 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 1,84 prósent. 12.2.2009 17:01
Greiðslustöðvun Baugs snertir ekki Haga Greiðslustöðvun Baugs hefur ekki áhrif á rekstur Haga, segir Finnur Árnason, forstjóri fyrirtækisins, í orðsendingu til fjölmiðla. Finnur segir að Hagar séu sjálfstætt félag, með sjálfstæðan rekstur og efnahag. 12.2.2009 16:07
Íhuga frekari aðgerðir gegn Teymi Þær ástæður sem stjórnarmenn tilnefndir af Samkeppniseftirlitinu í stjórn IP fjarskipta eða Tals, gáfu fyrir úrsögn sinni í gær gefa tilefni til grunsemda um áframhaldandi brot Teymis gagnvart Tali og samkeppnislegu sjálfstæði þess að sögn Páls Gunnars Pálssonar forstjóra Samkeppniseftirlitsins. 12.2.2009 14:52
Fulltrúar Samkeppniseftirlitsins hættir í stjórn Tals Stjórnarmenn sem Samkeppniseftirlitið tilnefndi í stjórn IP fjarskipta, eða Tals, þann 6. febrúar síðastliðinn hafa báðir sagt sig úr stjórninni. Þeir Þórhallur Örn Guðlaugsson og Hilmar Ragnarsson tóku sæti í stjórninni í stað fulltrúa Teymis að kröfu Samkeppniseftirlitsins. 12.2.2009 12:04
Marel lækkar áfram í kauphöllinni Marel heldur áfram að lækka í kauphöllinni og hefur lækkað um 6,9% frá því í morgun. 12.2.2009 11:53
Moody´s lækkar lánshæfi gamla Glitnis í C Matsfyrirtækið Moody's Investor Services tilkynnti í gær að það hefði lækkað lánshæfiseinkunn sína á langtímaskuldbindingum Glitnis úr Caa1 í C, einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar og fjárhaglegan styrkleika staðfestar. 12.2.2009 11:32
ÍLS kannar útgáfu íbúðabréfa með lengri líftíma en nú er Stjórn Íbúðalánasjóðs samþykkti á fundi sínum 5. febrúar sl. að hafin yrði könnun á stofnun nýs flokks íbúðabréfa með lengri líftíma en núverandi útgáfa býður upp á. 12.2.2009 10:57
Century Aluminum féll um tæp níu prósent Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 8,82 prósent í Kauphöllinni í gær. Á eftir fylgdi Straumur, sem féll um 5,7 prósent, Marel Food Systems, sem fór niður um 5,26 prósent, og gengi bréfa í Færeyjabanka, sem féll um 3,46 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Bakkavör um 0,48 prósent. 11.2.2009 16:31
Seðlabankinn styrkir gengið með hóflegri sölu á gjaldeyri Í yfirlýsingu sem Eiríkur Guðnason bankastjóri Seðlabankans hefur sent til fjölmiðla segir að mikilvægasta viðfangsefnið nú í peningamálum er að ná því að gengi krónunnar verði sæmilega stöðugt. Að þessu er unnið í Seðlabankanum, m.a. með hóflegri sölu gjaldeyris á millibankamarkaði. 11.2.2009 16:04
Karfaveiðum haldið óbreyttum á Reykjaneshrygg Í dag lauk í London samráðsfundi um stjórn veiða á karfa á Reykjaneshrygg á árinu 2009. Niðurstaðan var að halda veiðum óbreyttum en afstaða Íslands var að draga úr sókninni. 11.2.2009 15:33
Atvinnuleysi í janúar það mesta frá árinu1995 Skráð atvinnuleysi í janúar 2009 var 6,6% eða að meðaltali 10.456 manns og eykst atvinnuleysi um 32% að meðaltali frá desember eða um 2.554 manns. Atvinnuleysi hefur ekki verið jafn mikið frá því í janúar árið 1995 en þá var atvinnuleysi 6,8%. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1%, eða 1.545 manns. 11.2.2009 13:46
Gjaldfallin skuldabréf Glitnis hækka í verði erlendis Gjaldfallin skuldabréf Glitnis hafa meir en tvöfaldast í verði erlendis þar sem fjárfestar telja nú að skilanefnd bankans takist að endurheimta meira fé úr eignum bankans en áður var talið. 11.2.2009 13:35
Forsvarsmenn Baugs ánægðir með greiðslustöðvun Baugur Group hf. fékk greiðslustöðvun í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Greiðslustöðvunin er veitt til fjórða mars næstkomandi. Stefán H. Hilmarsson, fjármálastjóri Baugs segist mjög ánægður með niðurstöðuna og segir að nú verði farið í að ná fram lausn með kröfuhöfum félagsins. 11.2.2009 13:28
Seðlabankinn hleypir nýju vefriti af stokkunum Ásgeir Daníelsson hagfræðingur ríður á vaðið í nýju vefriti Seðlabanka Íslands Efnahagsmálum. Birtingu höfundamerktra greina í Peningamálum hefur verið hætt en þær verða þess í stað birtar í vefritinu Efnahagsmálum jafnóðum og þær eru tilbúnar. 11.2.2009 13:07
Innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna rýrnaði um 88% Greining Glitnis segir að það veki litla undrun að af einstökum eignum lífeyrissjóðanna er það eign þeirra í innlendum hlutabréfum sem hefur tekið hvað mestum breytingum frá hruni bankanna. Eign þessi stóð í 239 milljörðum kr. í upphafi síðastliðins árs en var komin niður í tæplega 30 milljarða í lok árs. Lækkunin er 209 milljarða kr. eða 88%. 11.2.2009 12:14
Skuldabréf Atorku færð á Athugunarlista í kauphöllinni Skuldabréf útgefin af Atorku hafa verið færð á Athugunarlista í kauphöllinni vegna óvissu um fjárhagslega stöðu útgefanda með vísan til tilkynningar frá félaginu, dags. 11. febrúar 2009, um greiðsluerfiðleika félagsins. 11.2.2009 11:17
Fjöldi eignaskipta innan sömu fjölskyldu hefur þrefaldast Frá því í byrjun október þegar íslenska bankakerfið hrundi og fram til síðustu mánaðarmóta hafa eignaskipti á eign eða eignahluta innan sömu fjölskyldu þrefaldast. 11.2.2009 11:07
Tæpur helmingur gjaldeyrisforða SÍ eru skammtímalán Tæplega helmingur af gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands eru skammtímalán sem munu gjaldfalla á næstu 30 dögum. Þetta kemur fram í yfirliti sem bankinn hefur birt um stöðu gjaldeyrisforðans. 11.2.2009 10:47
Straumur fellur um tæp átta prósent Gengi hlutabréfa í Straumi féll um 7,89 prósent við upphaf viðskiptadagsins á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins á annars rólegum degi.Gengi hlutabréfa í félaginu hafði hækkað um 45 prósent síðastliðna viku en um rúm hundrað prósent undangenginn mánuð. 11.2.2009 10:29
FME og Kauphöllin endurnýja yfirlýsingu um eftirlit Forstjórar Fjármálaeftirlitsins (FME) og Kauphallar Íslands hafa endurnýjað yfirlýsingu um eftirlitsverkefni sem Kauphöllin annast fyrir FME. 11.2.2009 09:58
Rúmlega þriðjungur lána ÍLS fór til leiguíbúða í janúar Alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) tæplega 3,6 milljörðum króna í janúar. Þar af voru um 2,2 milljarðar kr. vegna almennra lána og 1,4 milljarðar kr. vegna leiguíbúðalána. 11.2.2009 09:52
Hagnaður Alfesca drógst saman um tæp 20% Nettóhagnaður Alfesca á fjórða ársfjórðung síðasta árs nam 17,8 milljónum evra eða rúmlega 2,6 milljörðum kr. sem er 19,8% samdráttur m.v. sama ársfjórðung 2007. 11.2.2009 08:42
Ríkið ber ábyrgð á lágmarksvernd innstæðna Evrópuþjóðir munu seint taka undir að vafi kunni að leika á gildi tilskipunar Evrópusambandsins (ESB) um innstæðutryggingar. Yfirlýst meginmarkmið hennar er að allar innstæður einstaklinga í viðskiptabönkum á evrópska efnahagssvæðinu öllu skuli tryggðar upp að skilgreindu lágmarki, 20.887 evrum, eða sem svarar um þremur milljónum króna. 11.2.2009 00:01
Gera hlutina sjálf „Við ákváðum að taka uppgjör og greiðslumiðlun inn til okkar sjálf. Það er hagkvæmara og því réðum við til okkar fleira starfsfólk,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital. Fyrirtækið hefur ráðið til sín sex nýja starfsmenn á sama tíma og vinnumarkaðurinn er svo til botnfrosinn. 11.2.2009 00:01
Jón Ólafsson verði stjórnarformaður Senu Nái Jón Ólafsson og ein umsvifamesta umboðsskrifstofa heims ekki að kaupa Senu á samt að hefja hér starfsemi. 11.2.2009 00:01
Landsbankinn varð af 48 milljörðum Bankakreppur hægðu í tvígang á samþættingu fjármálafyrirtækja Landsbankans í Evrópu. Bankinn greip of seint til varúðarráðstafana áður en skellurinn dundi yfir. 11.2.2009 00:01
Magnús krafinn um milljarð fyrir ógreiddan skatt Skattayfirvöld krefja Magnúsi Þorsteinssyon um tæpan milljarð fyrir ógreiddan skatt af hagnaði við sölu á hlut hans í Samson eignarhaldsfélagi árið 2005. Félag á bresku Jómfrúareyjunum í eigu Magnúsar var skráð fyrir hlutnum. Magnús hyggst kæra málið til yfirskattanefndar. 10.2.2009 18:29
Langtímahorfur Marels góðar „Próforma rekstrarhagnaður (EBIT) af kjarnastarfsemi félagsins var 8,5% af veltu á árinu 2008 en áætlanir höfðu gert ráð fyrir að hann yrði 9%. Frávikið myndaðist allt á fjórða ársfjórðungi og má rekja til áhrifa alþjóðlegu fjármálakreppunnar á sölustarfsemi félagsins. Til að bregðast við breyttum aðstæðum á mörkuðum hefur þegar verið gripið til umfangsmikilla aðgerða til að lækka rekstrarkostnað félagsins. Starfsfólki hjá fyrirtækjum okkar erlendis var m.a. fækkað um 300 í lok árs og er kostnaður vegna þess gjaldfærður á fjórða ársfjórðungi,“ segir Hörður Arnarsson, forstjóri Marel Food Systems hf, í tilkynningu. Langtímahorfur fyrirtækisins eru góðar. 10.2.2009 19:13
Baugur í greiðslustöðvun: Úrskurðar vænst á morgun Dómari hefur ekki tekið afstöðu til óska Baugs Group Hf. um að félaginu verði veitt greiðslustöðvun. Dómþingi lauk í morgun og er beðið eftir úrskurði dómarans. Heimildir fréttastofu herma að von sé á úrskurði dómarans á morgun. 10.2.2009 16:34
Skólabróðir Geirs Haarde verður fulltrúi AGS á Íslandi Fréttastofa hefur fengið það staðfest að fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins(AGS) á Íslandi verður Franek Rozwadowski. Hann mun vera skólabróðir Geirs Haarde fyrrum forsætisráðherra frá því er báðir stunduðu nám við Brandeis háskólann. 10.2.2009 15:25
Athugun FME á eigin viðskiptum Straums 2007 er lokið Fjármálaeftirlitið (FME) hefur lokið athugun sinni á eigin viðskiptum með rúmlega 5% hlut í Straumi‐ Burðarás Fjárfestingarbanka hf., sem átti sér stað 17. ágúst 2007. Fyrirliggjandi upplýsingar gefi ekki tilefni til frekari afskipta af hálfu eftirlitsins sem lítur svo á að málinu sé lokið. 10.2.2009 15:11
Áréttar að Þjóðverjar sem áttu inni í Kaupþingi fái greitt Vegna ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands í þýsku útgáfunni af Financial Times hefur skilanefnd Kaupþings sent frá sér tilkynningu þar sem það er áréttað að þeir Þjóðverjar sem áttu fé inni á Edge-reikningum Kaupþings muni fá fé sitt endurgreitt. 10.2.2009 12:54
Kaupþing tekur yfir Heklu Kaupþing hefur tekið yfir bílaumboðið Heklu með nauðasamningum við fyrrverandi eigendur, sem fá að halda eftir hluta af fyrirtækjasamsteypunni. 10.2.2009 12:35
Lækka þarf stýrivexti hratt og fljótt Það þarf að lækka stýrivexti hratt og fljótt, segja hagfræðingarnir Jón Daníelsson og Gylfi Zoega í ritgerð um hrun íslenska hagkerfisins. Þeir segja ástæður þess að fjármálakerfið hrundi vera afnám hafta, einkavæðingu bankanna og slakt fjármálaeftirlit. 10.2.2009 12:19
Segir birgðastöðu HB Granda að ná eðlilegu jafnvægi Eggert B. Guðmundsson forstjóri HB Granda hefur sent starfsfólki fyrirtækisins bréf þar sem hann fer yfir stöðu fyrirtækisins. Þar kemur m.a. fram að birgðastaðan fari batnandi og sé að færast nær eðlilegu jafnvægi. 10.2.2009 12:14
Einar verður forstjóri Mjólkursamsölunnar Einar Sigurðsson forstjóri Árvakurs mun láta af því starfi og taka við sem forstjóri Mjólkursamsölunnar. Þetta staðfesti Egill Sigurðsson stjórnarformaður MS í samtali við Vísi. Einar tekur við starfi forstjóra þann 1.apríl og mun starfa við hlið núverandi forstjóra til 1.maí og tekur þá alfarið við. 10.2.2009 12:13
Misskilningur hjá forseta Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands komst í fréttirnar í Þýskalandi í morgun þegar hann sagði að Ísland ætti ekki greiða þeim sem töpuðu á innlánum Kaupþings í Þýskalandi. Þetta sagði hann við þýsku útgáfuna af Financial Times. Steinar Þór Guðgeirsson formaður skilanefndar Kaupþings segir þýska fréttamenn hafa sýnt málinu mikinn áhuga í morgun en einhver misskilningur sé í þessum orðum forsetans. Það hafi alltaf staðið til að greiða þessum innlánseigendum. 10.2.2009 11:29
Vísbendingar um að gjaldeyrir skili sér ekki samkvæmt reglum Greining Glitnis segir að vísbendingar séu um að gjaldeyrir hafi hingað til ekki skilað sér með þeim hætti sem reglur kveða á um. Veltan á millibankamarkaðinum með gjaldeyri hefur þannig verið afar lítil. 10.2.2009 11:01
Atvinnulausir eru orðnir yfir 14.000 talsins Atvinnuleysi heldur áfram að aukast hröðum skrefum og nú eru yfir 14.000 manns atvinnulausir á landinu öllu. 10.2.2009 10:46
Straumur hækkar mest í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Straumi hefur hækkað um 3,15 prósent í Kauphöllinni í dag en félagið er þar eitt á uppleið. Á sama tíma hefur gengi bréfa í Marel Food Systems lækkað um 1,14 prósent og í Össuri um 1,36 prósent. 10.2.2009 10:18