Viðskipti innlent

Olíuverð hækkar vegna yfirvofandi óveðurs

Hráolíuverð hækkaði á mörkuðum í morgun vegna fregna af því að hitabeltisstormurinn Fay nálgist nú olíuborpalla í Mexíkóflóa. Þar fer um fimmtungur af hráolíuframleiðslu Bandaríkjanna fram.

Fram kemur í Morgunkorni Glitnis að hráolíutunnan hafi farið í 115 bandaríkjadali í New York í morgun og verð á Brent hráolíu í London til afhendingar í október hækkaði í yfir 114 dali fatið.

Verð á hráolíu hafði áður lækkað um 22 prósent úr ríflega 147 dala hámarki sem verðið náði þann 11. júlí. Þá segir greingardeild Glitnis að verð á ýmsum öðrum hrávörun, svo sem gulli, sojabaunum, maís og hveiti, hafi hækkað í kjölfar olíuverðshækkunarinnar í morgun.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×