Viðskipti innlent

Biðraðir á nýjum bílamarkaði

MYND/GVA
MYND/GVA

Biðraðir mynduðust þegar nýr bílamarkaður í Hafnarfirði opnaði í hádeginu fyrr í dag, að sögn Dags Jónassonar framkvæmdastjóra Bílalands. Bílaland stendur að markaðnum ásamt B&L, Ingvari Helgasyni og Avis bílaleigunni og er staðsettur að Tjarnarvöllum í Hafnarfirði.

,,Við höfum fengið frábær viðbrögð og það voru biðraðir þegar við opnuðum. Salan hefur verið stöðug enda verðin brilliant," segir Dagur. Úrvalið á markaðnum er fjölbreytt og bæði er hægt að kaupa notaða sem og nýja bíla.

,,Við bjóðum upp á að allt 80% lán sem fólk getur tekið í erlendri mynt."

Bílamarkaðurinn verður opin um helgina og á virkum dögum frá hádegi til klukkan níu á kvöldin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×