Viðskipti innlent

Glitnir ráðlagði við afskráningu Clearwater Seafood Income Fund

Glitnir, sem hefur sérhæft sig í fjármögnun og ráðgjöf í alþjóðlegum sjávarútvegi, veitti ráðgjöf i tengslum við afskráningu Clearwater Seafood Income Fund úr kauphöllinni í Toronto, en fyrirtækið fer með ráðandi hlut í matvælafyrirtækinu Clearwater Fine Foods sem er með höfuðstöðvar í Halifax.

Sjávarútvegsteymi Glitnis í New York og sérfræðingar Markaðssviðskipta Glitnis á Íslandi höfðu milligöngu um að fá fjárfesta að verkefninu. Þá komu sérfræðingar bankans á sviði skuldsettrar fjármögnunar í Kanada, á Íslandi og eigin fjárfestinga Glitnis á Íslandi og Bandaríkjunum einnig að verkefninu.

Verkefnið var unnið í samstarfi við TD Securities í Kanada.

John Risley, forstjóri Clearwater Fine Seafood, segir í tilkynningu sem send var vegna þessa viðskipta að mikil ánægja ríki yfir samstarfinu við Glitni í þessum mikilvægu viðskiptum. Glitnir hafi sýnt það og sannað rétt eina ferðina að bankinn hafi mikla sérstöðu þegar komi að framkvæmd og fjármögnun verkefna á sviði sjávarútvegs og hafi afburða getu til þess að koma að slíkum fjármögnunarverkefnum á öllum stigum þeirra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×