Viðskipti innlent

Fundað með ráðherra um stöðu SPM

Frá Borgarnesi.
Frá Borgarnesi. MYND/Vilhelm

Um fimm hundruð manns sóttu fund um málefni Sparisjóðs Mýrasýslu í Borgarnesi í gærkvöldi. Fram kom á fundinum að eigið fé sjóðsins hefur rýrnað um fjóran og hálfan milljarð á fyrstu sex mánuðum þessa árs.

Íbúafundur um Sparisjóð Mýrasýslu var fjölmennur. Hann sóttu um 500 manns. Á fundinum fóru stjórnendur sjóðsins yfir stöðu hans nú eftir sex mánaða uppgjör. Þar kom fram að eigið fé sjóðsins hefur rýrnað mjög mikið það sem af er árinu, eða um fjóran og hálfan milljarð króna en það er nú um einn og hálfur milljarður.

Fyrir liggur viljayfirlýsing um að Kaupþing eignist 70 prósent af stofnfé sparisjóðsins, en sveitarfélagið mun eiga áfram um 20 prósent. Einn frummælenda á fundinum í gærkvöldi var Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri. Hann segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að skýringin á tapinu sé þríþætt. Sparisjóðurinn hafi eins og önnur fyrirtæki tapað á falli hlutabréfa, töluverðar afskriftir hafi verið á fyrri helmingi ársins og sjóðurinn hafi tapað á dótturfyrirtækjumm

Íbúar í Borgarbyggð eru um 3700. Tapið er því rúmlega ein milljón á hvern íbúa. Fundarmenn spurðu um stöðu sparistjóðsins nú og hvort þeir þyrftu að óttast um inneignir sínar hjá sjóðnum. Sparisjóðsstjórinn fullyrti að ekkert væri að óttast, sparisjóðurinn væri sterkur.

Aðspurður hvort einhver verði kallaður til ábyrgðar á stöðunni eins og hún er nú segir Páll að menn hafi verið í því verkefni að bjarga sjóðnum úr þeirri stöðu sem hann sé í í dag. Menn hafi einbeitt sér að því og hitt hafi ekki verið rætt.

Fulltrúar sveitarfélagsins ætla að funda í dag með viðskiptaráðherra um stöðu sparisjóðsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×