Viðskipti innlent

Ekki óskað eftir því að ráðast tafarlaust í lántöku

MYND/GVA

Fjármálaráðuneytið segir að misskilnings gæti í umræðunni um lántöku ríkisins sem ætlað er að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. Ekki hafi verið óskað eftir heimildinni til þess að ráðast tafarlaust í 500 milljarða króna lántöku.

Bent er á í vefriti fjármálaráðuneytisins að í athugasemdum með frumvarpi um lántökuheimildina segi að ekki liggi fyrir hvenær árinu, að hvaða marki, í hvaða áföngum eða í hvaða hlutföllum heimildin verði nýtt enda muni það ráðast af aðstæðum.

Segir ráðuneytið að eftir að heimildin hafi verið fengin hafi verið unnið að málinu í samræmi við þetta og þegar hafi verið tekin ákvörðun um auknar innlendar lántökur ríkissjóðs í formi ríkisbréfaútgáfu og gjaldeyrisforðinn hafi verið aukinn nokkuð með útgáfu ríkisvíxla í evrum og dölum.

„Eins og fram kom í kostnaðarumsögn með frumvarpinu mun árleg afkoma ríkissjóðs versna um 500 milljónir króna fyrir hvert 0,1 % (10 punkta) sem vaxtakostnaður ríkissjóðs af lántökunni verður hærri en vaxtatekjur, miðað við að lántökuheimildin yrði nýtt að fullu. Það skiptir því ekki litlu að rétt sé á málum haldið," segir í vefritinu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×