Viðskipti innlent

Keypti skúr á Fjóni með íslenskum auðjöfrum

Andri Ólafsson skrifar
Friðrik Weisshappel
Friðrik Weisshappel

Bjarni Ármannsson fjárfestir, Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi og eigandi 66° Norður og Friðrik Weisshappel veitingamaður hafa saman fjárfest í 80 fm2 timburhúsi á Fjóni í Danmörku. Húsið var áður járnbrautarstöð en það er orðið rúmlega 150 ára gamalt.

Félagarnir voru þöglir sem gröfin þegar Vísir spurði þá út í þessa fjárfestingu. Bjarni og Sigurjón tóku það hins vegar báðir fram að kaupverðið hefði ekki verið hátt. Þeir fengust hins vegar hvorugir ekki til að gefa upp hvað þeir hyggðust fyrir með húsið.

Þótt að þessir þremenningar virðist við fyrstu skoðun ekki eiga margt sameiginlegt þá tengjast þeir vináttu og fjölskylduböndum. Friðrik er góður vinur Þóris Snæs, sonar Sigurjóns. En Bjarni er aftur á móti guðfaðir Irmu, dóttir Friðriks.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×