Viðskipti innlent

Landic hafnar ásökunum um vanefndir

Kristín Jóhannesdóttir.
Kristín Jóhannesdóttir.

Kristín Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Landic Property, hafnar þeim fullyrðingum að félagið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar við söluna á fasteignafélaginu Keops Development.

Fram kom í dönskum miðlum í dag að félagið Stones Invest hefði rift kaupsamningi við Landic vegna meintra vanefnda á samningi og hygðist fara í mál við Landic Property. „Það eru engar vanefndir á samningunum um söluna á Keops Development og ekkert tilefni til riftunar. Landic Property hefur staðið við allar sínar skuldbindingar og Stones Invest er eftir sem áður eigandi Keops Development. Ég furða mig á því með hvaða hætti Stones Invest kemur fram í þessu máli. Fyrirtækið riftir kaupunum og sendir um leið tilkynningu til fjölmiðla án vitundar Landic Property," segir Kristín í tilkynningu Landic.

Stones Invest keypti Keops af Landic Property 1. maí síðastliðinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×