Viðskipti innlent

Stoðir máttu kaupa hluti í Þyrpingu og Landic

Jón Sigurðsson er forstjóri Stoða.
Jón Sigurðsson er forstjóri Stoða. MYND/Anton Brink
Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir kaup Stoða, sem áður hét FL Group, á hlutum í fasteignafélögunum Þyrpingu og Landic Property. Eftirlitinu barst tilkynning í apríl um kaup FL Group á eignarhlutum í Þyrpingu, Landic Property, Eikarhaldi og Fasteignafélagi Íslands. FL Group varð síðar að Stoðum.

Samkeppniseftirlitið fjallaði sérstaklega um eignarhald Stoða á Landic Property og komst að því að Landic Property og Þyrping hefðu ekki komist í markaðsráðandi stöðu.

Í ljósi þessa mat Samkeppniseftirlitið það svo að ekki væri ástæða til að hafast að vegna samrunans. Möguleg tengsl félaganna við fasteignafélagið Eik Properties, sem áður var Eik og Fasteignafélag Íslands, verða tekin til skoðunar í öðru máli.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×