Fleiri fréttir

Þrír nýir stjórnendur hjá Coca-Cola á Íslandi

Vilborg Anna Garðarsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona framlegðar og tekjustýringar Coca-Cola á Íslandi. Vilborg kemur til Coca-Cola á Íslandi frá UN Women á Íslandi þar sem hún starfaði sem fjármálastjóri. Áður en hún starfaði hjá UN Women var hún framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sixt í tæp tíu ár.

Hlut­fall í­búða sem seljast yfir á­settu verði fer lækkandi

Hlutfall íbúða sem sem selst yfir ásettu verði fer lækkandi. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 12,7 prósent íbúða í janúar yfir ásettu verði samanborið við 16,9 prósent í desember. Hlutfallið er því nú á svipuðu róli og það hefur verið á síðustu árum þegar ró hefur verið á fasteignamarkaðinum.

Óvænt loðna í Húnaflóa ávísun á mikil verðmæti

Miklar loðnutorfur hafa óvænt fundist norður af Húnaflóa og tilkynnti Hafrannsóknastofnun í dag að búast mætti við að minnsta kosti eitthundrað þúsund tonna aukningu loðnukvótans. Viðbótin gæti skilað tíu milljarða króna útflutningsverðmæti.

Fyrir­ætlanir ESB setji stöðu Ís­lands í hættu

Fái Ísland ekki undanþágu frá fyrirhuguðum hertum aðgerðum Evrópusambandsins til að sporna við mengun vegna flugsamgangna gæti landið misst stöðu sína sem tengipunktur milli Evrópu og Ameríku, með slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Þetta segir forstjóri Icelandair. 

Kol­efnis­spor Lands­virkjunar minnkað um sex­tíu prósent

Losun Landsvirkjunar á gróðurhúsalofttegundum hefur dregist saman um sextíu prósent frá 2008. Heildarlosun á orkueiningu minnkaði um tvö prósent á milli ára í fyrra en kolefnisspor fyrirtækisins stækkaði lítillega á milli ára.

Telur tjónið nú þegar nema hundruð milljónum króna

Ferðamálastjóri telur að útvega þurfi nokkur hundruð ferðamönnum nýja gistingu því hótel hafi eða séu að loka vegna verkfalla Eflingarfélaga. Ferðaþjónustan hafi þegar orðið af hundruðum milljóna króna. Neyðarnúmer hefur verið virkjað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins væntir þess að félagsmenn SA munu samþykkja boðað verkbann en atkvæðagreiðslu um það lýkur í dag.

Skila öllu vatni sem þarf í kol­efnis­förgun aftur í jörðina

Vatni sem dælt verður upp úr ferskvatnsstraumi neðanjarðar við Straumsvík fyrir kolefnisförgunarstöð Carbfix verður öllu skilað aftur ofan í jörðina og hefur ekki áhrif á vatnsból. Opinberar stofnanir segja að rannsaka verði vel umhverfisáhrif gríðarlegrar vatnsnotkunar stöðvarinnar.

Enn lækkar í­búða­verð á höfuð­­borgar­­svæðinu

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,5 prósent milli desember og janúar. Þetta er þriðja mánuðinn í röð sem íbúðaverð lækkaði. Ekki hafa verið undirritaðir færri kaupsamningar á mánuði síðan í janúar árið 2011.

Mikilvægt að fleiri leggi stund á umhverfisfræði

„Enn er margt óljóst um áhrif hlýnunar jarðar. Áhrifanna gætir hraðar en áður var talið á stöðum sem liggja hátt og við verðum að skilja betur hvernig þeir munu halda áfram að breytast og hvernig við þurfum að bregðast við og aðlagast breytingum. Það er því afar mikilvægt að fleiri leggi stund á umhverfisfræði,“ segir Alejandro Salazar Villegas brautarstjóri Umhverfisbreytingar á Norðurslóðum (EnCHiL), tveggja ára meistaranámsbrautar við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Slaufa auglýsingum á Stöð 2+

Frá og með 1. mars verður streymisveitan Stöð 2+ án auglýsinga. Engar auglýsingar verða spilaðar áður en efni fer í gang eins og verið hefur.

Segir methagnað uppskeru af uppbyggingu virkjana

Landsvirkjun skilaði fjörutíuogfimm milljarða króna hagnaði á síðastliðnu ári og leggur stjórn fyrirtækisins til að tuttugu milljarða króna arður verði greiddur í ríkissjóð, fimm milljörðum meira en fjárlög gera ráð fyrir. Forstjórinn segir þetta uppskeru virkjanauppbyggingar síðustu áratuga en endursamningar við stóriðju séu þó stærsti áhrifaþátturinn í góðri afkomu.

Í varnarham á opnum fundi

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var í varnarham í morgun á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um áhrif verðbólgu hér á landi, þar sem þingmenn spurðu hann spjörunum úr um aðgerðir Seðlabankans síðustu misseri. 

Nýir stjórn­endur hjá Nox Medi­cal

Íslenska tæknifyrirtækið Nox Medical hefur ráðið til sín fjóra nýja stjórnendur. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú níutíu talsins og hefur þeim fjölgað um fjörutíu prósent á síðustu tveimur árum. 

Adriana tekur við af Ás­dísi Eir hjá Mann­auði

Adriana Karólína Pétursdóttir var kjörin formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Ásdísi Eir Símonardóttur, mannauðsstjóra Lucinity, sem hefur verið formaður félagsins undanfarin þrjú ár.

Jónas Yngvi til Uniconta

Jónas Yngvi Ásgrímsson hefur verið ráðinn til Uniconta Ísland. Jónas kemur til Uniconta frá DK hugbúnaði þar sem hann hefur starfað síðastliðin fjórtán ár. Hann kemur til með að leiða ráðgjöf, þjónustu og sölu til fagaðila og viðskiptavina félagsins. 

Leggja til tuttugu milljarða arðgreiðslu

Afkoma ársins var sú besta í sögu Landsvirkjunar. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði, sem er sá mælikvarði sem við lítum helst til þegar afkoma fyrirtækisins er skoðuð, var 44,9 milljarðar króna og hækkaði um ríflega 72% á milli ára í bandaríkjadal talið. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar.

Benedikt Orri hjá Meniga orðinn forstjóri Rafnars

Benedikt Orri Einarsson hefur verið ráðinn forstjóri haftæknifyrirtækisins Rafnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rafnar sem vinnur að því að auka aðgengi að úthöfunum með þróun nýrra haftæknilausna. Benedikt var áður framkvæmdastjóri fjármála hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga.

Rukka fyrir áskrift á Facebook og Instagram

Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að byrja að bjóða notendum upp á áskriftarþjónustu. Notendur sem borga fyrir Meta Verified munu fá aukna vernd, beinan aðgang að þjónustuveri Meta og aukna dreifingu á færslum þeirra.

Þarf að greiða um hálfan milljarð í skatt eftir rann­­sókn sem hófst með Panama-skjölunum

Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigandi og stjórnandi Sæmarks, þarf að greiða tæpan hálfan milljarð í tekjuskatt og útsvar, vegna áranna 2010-2016, í máli sem nefnt hefur verið sem eitt af umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafi komið hér á landi. Yfirskattanefnd telur ljóst að Sigurður Gísli hafi vantalið tekjur frá tveimur panamískum-félögum í hans eigu upp á rúmlega einn milljarð króna á umræddum árum. Mál hans er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.

Skýrslan leiði til úrbóta í veitingu leyfa til fiskeldis

Ítrekaðar frestanir á leyfisveitingum fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi valda því að örlög laxaseiða fyrir á þriðja hundrað milljóna króna eru í uppnámi hjá Arctic Fish. Talsmaður fyrirtækisins vonast til að viðkomandi stofnanir taki mið af ábendingum Ríkisendurskoðunar, fari að lögum og gefi út leyfin.

„Við svona rússí­bana­hag­kerfi verður ekki unað“

Formaður Neytendasamtakanna segir vaxtahækkanir viðskiptabankanna ekki koma á óvart, enda búi Íslendingar við fákeppni í neytendamálum á ýmsum sviðum. Hann kallar eftir aukinni samkeppni og segir sveiflur í hagkerfinu óviðunandi. 

Engar eignir fundust í þrota­búi 24 miðla

Skiptum er lokið á þrotabúi 24 miðla ehf., sem hélt um skamma hríð úti fréttavefnum 24 - þínar fréttir. Engar eignir fundust upp í ríflega níu milljóna króna kröfur.

Ekkert fékkst upp í 228 milljóna króna kröfur

Skiptum er lokið á þrotabúi JL Holding ehf.. Lýstar kröfur í búið námu rétt tæplega 228 milljónum króna en ekkert fékkst upp í þær. Félagið var í eigu Margrétar Ásgeirsdóttur fjárfestis og var stofnað utan um hótelrekstur í JL-húsinu við Hringbraut.

Með tíu til fimmtán glugga opna í einu í Chrome og tólf Word skjöl

Það er ekki nóg með að Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga Nagli eins og við þekkjum hana, beri marga hatta á höfði: Er sálfræðingur í Kaupmannahöfn, pistlahöfundur, rithöfundur, fyrirlesari, hlaðvarpari og almennur heilsunöldrari að hennar sögn. Ragga viðurkennir að vera mjög kaótísk í skipulagi. Svo ekki sé meira sagt. 

Landsbankinn hækkar líka vexti

Landsbankinn hefur ákveðið að hækka bæði út- og innlánavexti eftir 0,5 prósentustiga stýrivaktahækkun Seðlabankans. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir tilkynntu einnig vaxtahækkun í dag.

Arion hækkar sömu­leiðis vextina

Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánsvaxta í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Vaxtabreytingarnar taka gildi næstkomandi þriðjudag, 21. febrúar.

Sjá næstu 50 fréttir