Viðskipti innlent

Jónas Yngvi til Uniconta

Bjarki Sigurðsson skrifar
Jónas Yngvi Ásgrímsson hefur verið ráðinn til Uniconta.
Jónas Yngvi Ásgrímsson hefur verið ráðinn til Uniconta.

Jónas Yngvi Ásgrímsson hefur verið ráðinn til Uniconta Ísland. Jónas kemur til Uniconta frá DK hugbúnaði þar sem hann hefur starfað síðastliðin fjórtán ár. Hann kemur til með að leiða ráðgjöf, þjónustu og sölu til fagaðila og viðskiptavina félagsins. 

Jónas er viðskiptafræðingur að mennt og útskrifaðist frá Háskólanum á Akureyri. Þá stundar hann nám í viðburðarstjórnun við Háskólann á Hólum samhliða vinnu.

„Ég er verulega spenntur fyrir nýja starfinu og hlakka til samstarfs við viðskiptavini og fagaðila auk þeirrar aðkomu sem ég mun eiga að þróun á lausnum hugbúnaðarins fyrir íslenskan markað. Uniconta hefur á undanförnum árum hlotið góðar viðtökur hér á landi og það hefur sýnt sig og sannað að kerfið er öflug framtíðarlausn fyrir íslensk fyrirtæki,“ er haft eftir Jónasi í tilkynningu. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×