„Brjálæðislega dýr bjór“ bitni á ferðaþjónustunni og tekjulágum Máni Snær Þorláksson skrifar 17. febrúar 2023 15:41 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Enn og aftur hefur Íslandi tekist að bæta Evrópumetið í áfengissköttum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda gagnrýnir hækkunina harðlega. Hún bitni á ferðaþjónustunni og þeim sem hafa minnst á milli handanna. „Þetta er bara óskaplega dapurleg staða, að það sé bætt í þetta Evrópumet ár frá ári,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í samtali við fréttastofu. Félagið vakti athygli á hækkun áfengisskattsins á heimasíðu sinni fyrr í dag. Ólafur furðar sig á því hve fátt er um svör frá ráðamönnum þegar kemur að hækkunum á áfengisskattinum. „Við fáum aldrei nein svör við því frá stjórnmálamönnum hvaða skynsamlegu rök séu fyrir því að Íslendingar borgi til dæmis fimm til átta sinnum hærri áfengisskatt heldur en Danir, sem búa í afskaplega svipuðu þjóðfélagi og við. Þessi munur eykst bara ár frá ári og þetta kemur að sjálfsögðu niður á neytendum og lífskjörum. Af því að auðvitað eru áfengisinnkaupin bara partur af matarinnkaupunum eins og alls staðar annars staðar.“ „Stórkostleg náttúra, vingjarnlegt fólk en brjálæðislega dýr bjór“ Ólafur segir þetta hafi slæm áhrif á áfengisframleiðslu hér á landi, innflutning og ferðaþjónustu. „Þetta að sjálfsögðu skemmir fyrir bæði innlendri áfengisframleiðslu, sem á mikla möguleika, og innflutningi á áfengi og síðast en ekki síst þá skekkir þetta samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar alveg svakalega,“ segir hann. „Það vita það allir að það tilheyrir að kaupa sér bjór eða flösku af víni með matnum þegar maður er í fríi. Það er bara miklu, miklu dýrara á Íslandi en annars staðar. Það skemmir fyrir ferðaþjónustunni.“ Að sögn hans eru ferðamenn meðvitaðir um það hversu hátt áfengisverðið er orðið hér á landi. Það sé skelfilegt hversu mikið til að mynda einn bjór getur kostað á veitingastöðum. „Maður sér það bara á TripAdvisor og hingað og þangað þar sem fólk er að tjá sig um Ísland sem áfangastað: Stórkostleg náttúra, vingjarnlegt fólk en brjálæðislega dýr bjór.“ Hækkanirnar kyndi undir verðbólgunni Það vekur athygli Ólafs að meirihluti ríkja í Evrópu sá ekki ástæðu til að hækka áfengisskatta um síðastliðin áramót. „Þrátt fyrir að það þeir séu krónutöluskattar eins og hér og þrátt fyrir að það hafi verið metverðbólga í álfunni allri.“ Þau ríki sem hækkuðu skattinn hafi síðan ekki látið sér detta í hug að hækka í samræmi við verðbólguna, eins og gert var hér. „Það ríki sem hækkar mest hlutfallslega miðað við verðbólgu er Rúmenía sem hækkar um 43% af verðbólgunni á meðan Ísland er að hækka um 107%. Þessar hækkanir, rétt eins og hækkanir á öðrum krónutölusköttum um áramótin, kynda undir verðbólgunni.“ Fræðsla og forvarnir séu árangursríkari en „skattpíning“ Ólafur bendir á að þar sem um er að ræða krónutöluskatta þá hækka ódýrustu tegundirnar af áfengi hlutfallslega meira heldur en þær dýrari. „Þannig þetta bitnar verst á þeim sem hafa minnst á milli handanna og langar að eiga fyrir bjórkippu eða vínflösku,“ segir hann. Lýðheilsusjónarmiðum hefur verið velt upp þegar rætt er um ástæðuna fyrir hárri skattlagningu á áfengi hér á landi. Ólafur segir sömu rök vera notuð í Finnlandi og Svíþjóð en þar er skatturinn þó ekki nærri því jafn mikill. „Það hefur enginn getað útskýrt af hverju Ísland ætti að vera með tvöfalt til þrefalt hærri skatta heldur en þessi lönd.“ Þá er hann ekki á því að meiri skattlagning fái fólk til að neyta minna áfengis. „Ég vil meina að fræðsla og forvarnir séu miklu árangursríkari heldur en skattpíning til að fá fólk til að drekka skynsamlega, segir hann. Ferðamennska á Íslandi Verðlag Áfengi og tóbak Skattar og tollar Neytendur Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
„Þetta er bara óskaplega dapurleg staða, að það sé bætt í þetta Evrópumet ár frá ári,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í samtali við fréttastofu. Félagið vakti athygli á hækkun áfengisskattsins á heimasíðu sinni fyrr í dag. Ólafur furðar sig á því hve fátt er um svör frá ráðamönnum þegar kemur að hækkunum á áfengisskattinum. „Við fáum aldrei nein svör við því frá stjórnmálamönnum hvaða skynsamlegu rök séu fyrir því að Íslendingar borgi til dæmis fimm til átta sinnum hærri áfengisskatt heldur en Danir, sem búa í afskaplega svipuðu þjóðfélagi og við. Þessi munur eykst bara ár frá ári og þetta kemur að sjálfsögðu niður á neytendum og lífskjörum. Af því að auðvitað eru áfengisinnkaupin bara partur af matarinnkaupunum eins og alls staðar annars staðar.“ „Stórkostleg náttúra, vingjarnlegt fólk en brjálæðislega dýr bjór“ Ólafur segir þetta hafi slæm áhrif á áfengisframleiðslu hér á landi, innflutning og ferðaþjónustu. „Þetta að sjálfsögðu skemmir fyrir bæði innlendri áfengisframleiðslu, sem á mikla möguleika, og innflutningi á áfengi og síðast en ekki síst þá skekkir þetta samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar alveg svakalega,“ segir hann. „Það vita það allir að það tilheyrir að kaupa sér bjór eða flösku af víni með matnum þegar maður er í fríi. Það er bara miklu, miklu dýrara á Íslandi en annars staðar. Það skemmir fyrir ferðaþjónustunni.“ Að sögn hans eru ferðamenn meðvitaðir um það hversu hátt áfengisverðið er orðið hér á landi. Það sé skelfilegt hversu mikið til að mynda einn bjór getur kostað á veitingastöðum. „Maður sér það bara á TripAdvisor og hingað og þangað þar sem fólk er að tjá sig um Ísland sem áfangastað: Stórkostleg náttúra, vingjarnlegt fólk en brjálæðislega dýr bjór.“ Hækkanirnar kyndi undir verðbólgunni Það vekur athygli Ólafs að meirihluti ríkja í Evrópu sá ekki ástæðu til að hækka áfengisskatta um síðastliðin áramót. „Þrátt fyrir að það þeir séu krónutöluskattar eins og hér og þrátt fyrir að það hafi verið metverðbólga í álfunni allri.“ Þau ríki sem hækkuðu skattinn hafi síðan ekki látið sér detta í hug að hækka í samræmi við verðbólguna, eins og gert var hér. „Það ríki sem hækkar mest hlutfallslega miðað við verðbólgu er Rúmenía sem hækkar um 43% af verðbólgunni á meðan Ísland er að hækka um 107%. Þessar hækkanir, rétt eins og hækkanir á öðrum krónutölusköttum um áramótin, kynda undir verðbólgunni.“ Fræðsla og forvarnir séu árangursríkari en „skattpíning“ Ólafur bendir á að þar sem um er að ræða krónutöluskatta þá hækka ódýrustu tegundirnar af áfengi hlutfallslega meira heldur en þær dýrari. „Þannig þetta bitnar verst á þeim sem hafa minnst á milli handanna og langar að eiga fyrir bjórkippu eða vínflösku,“ segir hann. Lýðheilsusjónarmiðum hefur verið velt upp þegar rætt er um ástæðuna fyrir hárri skattlagningu á áfengi hér á landi. Ólafur segir sömu rök vera notuð í Finnlandi og Svíþjóð en þar er skatturinn þó ekki nærri því jafn mikill. „Það hefur enginn getað útskýrt af hverju Ísland ætti að vera með tvöfalt til þrefalt hærri skatta heldur en þessi lönd.“ Þá er hann ekki á því að meiri skattlagning fái fólk til að neyta minna áfengis. „Ég vil meina að fræðsla og forvarnir séu miklu árangursríkari heldur en skattpíning til að fá fólk til að drekka skynsamlega, segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Verðlag Áfengi og tóbak Skattar og tollar Neytendur Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira