Í varnarham á opnum fundi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. febrúar 2023 11:39 Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri, og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri á fundinum í morgun. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var í varnarham í morgun á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um áhrif verðbólgu hér á landi, þar sem þingmenn spurðu hann spjörunum úr um aðgerðir Seðlabankans síðustu misseri. Fundurinn var haldinn að beiðni Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þingmanns Flokks fólksins. Á fundinum gafst nefndarmönnum tækifæri á því að spyrja Ásgeir og Rannveigu Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóra, út í aðgerðir Seðlabankans, sem hefur hækkað stýrivexti nokkuð skarpt síðustu átján mánuði eða svo, samhliða hækkandi verðbólgu hér á landi. Þetta hefur verið tilefni nokkurrar gagnrýni og heyra mátti gagnrýninn tón í spurningum nefndarmanna á fundinum í morgun. Þar á meðal var Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, sem spurði Ásgeir spurningu í fimm liðum. Einn liðurinn sneri að því hvort að Seðlabankinn hafi til að mynda lækkað vexti of skarpt í kórónuveirufaraldrinum. „Hverjir voru það sem kveiktu verðbólgubálið á ný?“ spurði Guðbrandur meðal annars. Það stóð ekki á svörum hjá Ásgeiri sem varði aðgerðir Seðlabankans, fyrst lækkun stýrivaxta í kórónuveirufaraldrinum, síðar hinu skörpu hækkun stýrivaxta undanfarin misseri. Spurningar Guðbrands, svör Ásgeirs og fundinn allan má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. „Við vorum fyrsti Seðlabankinn sem að greip til þess að hækka vexti. Við lækkuðum vexti um einhverja tvö hundruð punkta vorið 2020 til þess að bregðast við gríðarlegu efnahagsáfalli þá. Ég tel að það hafi verið rétt viðbrögð þá. Ég tel að við höfum komist mjög auðveldlega út úr þessari miklu niðursveiflu á þessum tíma af því að ferðaþjónusta eru miklu hærra hlutfall af landsframleiðslu hér heldur en í nokkru öðru Norður-Evrópu ríki. Ég tel að við höfum tekið höggið af ríkisfjármálunum á þessum tíma með því að ná að örva kerfið,“ sagði Ásgeir. Taldi hann aðgerðir Seðlabankans á þessum tíma hafa að miklu leyti gengið upp og skilað árangri. „Það sem við höfum gert, og eftir sameiningu við Fjármálaeftirlitið, er það að tryggja það að skuldir heimilanna hafa ekki vaxið sem hlutfall af ráðstöfunartekjum, jafn vel þó að fasteignaverð hafi hækkað. Við höfum tryggt það að fjármálakerfið hafi ekki tekið á einhverja rás hér, nokkurn veginn. Við höfum tryggt það að þessi alþjóðlega sveifla, sem gengur yfir eiginlega öll önnur lönd, er ekki að hafa þau áhrif hér að við séum að lenda í einhverri kollsteypu á gjaldeyrismarkaði eða að það séu einhver vandræði þar,“ sagði Ásgeir. Kórónuveirufaraldurinn og tilheyrandi áhrif hans hafi hins vegar haft gríðarleg áhrif, sem enn væri verið að leysa úr. „Þetta er hins vegar raunveruleg hagsveifla þar sem að ferðaþjónustan hverfur í tvö ár. Það er einhver samdráttur og yfir tíu til tuttugu prósent atvinnuleysi. Síðan sparar fólk peningana sína og kemur með þá inn í kerfið af fullum krafi. Þetta er eitt erfiðasta verkefni sem peningastefna getur fengið,“ sagði Ásgeir. Eini aðilinn með aðhald Þá skaut hann létt á nefndarmenn sem höfðu, sem fyrr segir, verið nokkuð gagnrýnir í spurningum þeirra til Ásgeirs og Rannveigar. „Svo það sem við sjáum kannski núna er að við sitjum uppi með það að vera eini aðilinn sem er með eitthvað aðhald. Og þurfum að hækka stýrivexti. Svo þurfum við að mæta á svona fundi með ykkur þar sem þið eruð að skamma okkur,“ sagði Ásgeir. Frá fundinum í dag.Vísir/Vilhelm Verkefni Seðlabankans væri skýrt og sagðist Ásgeir telja að stýrivaxtahækkanir bankans væru að virka, þó hann gerði sér grein fyrir því að þær væru ef til vill ekki vinsælar. „Ég vil hins vegar benda á það verkefni sem við erum með. Við erum búin að koma ellefu sinnum fram, við tvö hér, til þess að tilkynna um hækkun stýrivaxta. Þar sem við erum þráspurð út í það af hverju við sé að gera þetta svona og svo framvegis. Við reynum að útskýra það eftir bestu getu hvað það er sem við erum að miða við. Sumt sér maður fyrir, annað ekki,“ sagði Ásgeir „Stýrivaxtahækkanir eru að virka, þess vegna er þessi harða umræða. Það liggur alveg fyrir. Við erum að fara að hægja á kerfinu með hækkun stýrivaxta. Það er sársaukafullt. Það verður mikið af reiðu fólki sem mun reyna að lesa gamlar blaðagreinar, eins og þið eruð að gera,“ sagði Ásgeir enn fremurog skaut þar með aftur á ýmsa nefndarmenn sem höfðu sumir hverjir vitnað í eldri viðtöl við Ásgeir í spurningum sínum. Seðlabankinn Íslenska krónan Verðlag Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fundurinn var haldinn að beiðni Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þingmanns Flokks fólksins. Á fundinum gafst nefndarmönnum tækifæri á því að spyrja Ásgeir og Rannveigu Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóra, út í aðgerðir Seðlabankans, sem hefur hækkað stýrivexti nokkuð skarpt síðustu átján mánuði eða svo, samhliða hækkandi verðbólgu hér á landi. Þetta hefur verið tilefni nokkurrar gagnrýni og heyra mátti gagnrýninn tón í spurningum nefndarmanna á fundinum í morgun. Þar á meðal var Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, sem spurði Ásgeir spurningu í fimm liðum. Einn liðurinn sneri að því hvort að Seðlabankinn hafi til að mynda lækkað vexti of skarpt í kórónuveirufaraldrinum. „Hverjir voru það sem kveiktu verðbólgubálið á ný?“ spurði Guðbrandur meðal annars. Það stóð ekki á svörum hjá Ásgeiri sem varði aðgerðir Seðlabankans, fyrst lækkun stýrivaxta í kórónuveirufaraldrinum, síðar hinu skörpu hækkun stýrivaxta undanfarin misseri. Spurningar Guðbrands, svör Ásgeirs og fundinn allan má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. „Við vorum fyrsti Seðlabankinn sem að greip til þess að hækka vexti. Við lækkuðum vexti um einhverja tvö hundruð punkta vorið 2020 til þess að bregðast við gríðarlegu efnahagsáfalli þá. Ég tel að það hafi verið rétt viðbrögð þá. Ég tel að við höfum komist mjög auðveldlega út úr þessari miklu niðursveiflu á þessum tíma af því að ferðaþjónusta eru miklu hærra hlutfall af landsframleiðslu hér heldur en í nokkru öðru Norður-Evrópu ríki. Ég tel að við höfum tekið höggið af ríkisfjármálunum á þessum tíma með því að ná að örva kerfið,“ sagði Ásgeir. Taldi hann aðgerðir Seðlabankans á þessum tíma hafa að miklu leyti gengið upp og skilað árangri. „Það sem við höfum gert, og eftir sameiningu við Fjármálaeftirlitið, er það að tryggja það að skuldir heimilanna hafa ekki vaxið sem hlutfall af ráðstöfunartekjum, jafn vel þó að fasteignaverð hafi hækkað. Við höfum tryggt það að fjármálakerfið hafi ekki tekið á einhverja rás hér, nokkurn veginn. Við höfum tryggt það að þessi alþjóðlega sveifla, sem gengur yfir eiginlega öll önnur lönd, er ekki að hafa þau áhrif hér að við séum að lenda í einhverri kollsteypu á gjaldeyrismarkaði eða að það séu einhver vandræði þar,“ sagði Ásgeir. Kórónuveirufaraldurinn og tilheyrandi áhrif hans hafi hins vegar haft gríðarleg áhrif, sem enn væri verið að leysa úr. „Þetta er hins vegar raunveruleg hagsveifla þar sem að ferðaþjónustan hverfur í tvö ár. Það er einhver samdráttur og yfir tíu til tuttugu prósent atvinnuleysi. Síðan sparar fólk peningana sína og kemur með þá inn í kerfið af fullum krafi. Þetta er eitt erfiðasta verkefni sem peningastefna getur fengið,“ sagði Ásgeir. Eini aðilinn með aðhald Þá skaut hann létt á nefndarmenn sem höfðu, sem fyrr segir, verið nokkuð gagnrýnir í spurningum þeirra til Ásgeirs og Rannveigar. „Svo það sem við sjáum kannski núna er að við sitjum uppi með það að vera eini aðilinn sem er með eitthvað aðhald. Og þurfum að hækka stýrivexti. Svo þurfum við að mæta á svona fundi með ykkur þar sem þið eruð að skamma okkur,“ sagði Ásgeir. Frá fundinum í dag.Vísir/Vilhelm Verkefni Seðlabankans væri skýrt og sagðist Ásgeir telja að stýrivaxtahækkanir bankans væru að virka, þó hann gerði sér grein fyrir því að þær væru ef til vill ekki vinsælar. „Ég vil hins vegar benda á það verkefni sem við erum með. Við erum búin að koma ellefu sinnum fram, við tvö hér, til þess að tilkynna um hækkun stýrivaxta. Þar sem við erum þráspurð út í það af hverju við sé að gera þetta svona og svo framvegis. Við reynum að útskýra það eftir bestu getu hvað það er sem við erum að miða við. Sumt sér maður fyrir, annað ekki,“ sagði Ásgeir „Stýrivaxtahækkanir eru að virka, þess vegna er þessi harða umræða. Það liggur alveg fyrir. Við erum að fara að hægja á kerfinu með hækkun stýrivaxta. Það er sársaukafullt. Það verður mikið af reiðu fólki sem mun reyna að lesa gamlar blaðagreinar, eins og þið eruð að gera,“ sagði Ásgeir enn fremurog skaut þar með aftur á ýmsa nefndarmenn sem höfðu sumir hverjir vitnað í eldri viðtöl við Ásgeir í spurningum sínum.
Seðlabankinn Íslenska krónan Verðlag Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira