Atvinnulíf

Tvenn hjón: Vinna saman, ferðast saman og eru saman í frístundum

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Viðmælandi Guðrúnar Högna í nýjasta hlaðvarpsþættinum Gott fólk er Skjöldur Sigurjónsson kaupmaður sem rekur Ölstöfuna og Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar. Skjöldur segir svo skrýtið að til viðbótar við að hann og Kormákur, séu alla daga með eiginkonum sínum að vinna í búðinni, ferðist þau líka saman og geri mikið saman í frístundum.
Viðmælandi Guðrúnar Högna í nýjasta hlaðvarpsþættinum Gott fólk er Skjöldur Sigurjónsson kaupmaður sem rekur Ölstöfuna og Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar. Skjöldur segir svo skrýtið að til viðbótar við að hann og Kormákur, séu alla daga með eiginkonum sínum að vinna í búðinni, ferðist þau líka saman og geri mikið saman í frístundum. Vísir/Aðsend, Vilhelm

Skjöldur Sigurjónsson rifjar upp skrautlega sögu verzlunarinnar Kormákur og Skjöldur en þeir reka líka saman Ölstofuna.

Gott fólk með Guðrúnu Högna eru nýir hlaðvarpsþættir í umsjón Guðrúnar Högnadóttur framkvæmdastjóra Franklin Covey.

Í þættinum ræðir Guðrún við reynslumikla stjórnendur um starfsframa þeirra og feril. Í lýsingu á þættinum segir að þættirnir séu „Stutt spjall við leiðtoga víða að sem varpar ljósi á öfluga stjórnun, vaxandi vinnustaði, bestu ráð, góðar sögur, sæta sigra, súrar áskoranir, hagnýtar lexíur og lífsins speki.“

Í þessum þætti ræðir Guðrún við Skjöld Sigurjónsson, kaupmaður sem alinn er upp í Asparfelli og rekur Ölstöfuna og Herrafataverzlun Komráks og Skjaldar.

,,Við höfum gaman að þessu enn þá. Það er lykillinn,“ segir Skjöldur meðal annars í samhengi við það að í 26 ár hafa hann og félagi hans Kormákur, auk eiginkvenna þeirra, starfað saman í rekstri.

Skjöldur segir eiginkonurnar hafa komið meira inn í reksturinn á síðustu árum, önnur sjái um bókhaldið en hin heildsöluna. Það skrýtna sé þó að til viðbótar við það að vinna öll saman í búðinni alla daga, ferðist þau líka saman og séu mikið saman í frístundum.

Skjöldur segir meðal annars frá skrautlegri rekstrarsögu verslunarinnar, frá kaupum á gömlum lagerum af herrafatnaði í London til high-end hönnunar og útflutnings á íslenskri ull.

Þáttinn má hlusta á hér.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×