Viðskipti erlent

Bílarisar boða ríflegar launahækkanir

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Verðbólga hefur ekki verið meiri í Japan í fjörutíu ár.
Verðbólga hefur ekki verið meiri í Japan í fjörutíu ár. Getty

Japönsku bílarisarnir Toyota og Honda hafa ákveðið að veita starfsfólki sínu í Japan mestu launahækkun í nokkra áratugi.

Bílarisarnir fylgja þarna í kjölfar fleiri fyrirtækja í Japan sem hækkað hafa laun verulega síðustu vikur en verðbólga í Japan hefur ekki verið meiri í rúm 40 ár. Þetta hefur sett pressu á fyrirtæki og stofnanir að hækka laun þar sem verulega hefur dregið úr kaupmætti landsmanna.

Á dögunum tilkynnti fataverslanakeðjan Uniqlo til að mynda um 40 prósenta hækkun á launum starfsmanna en ekki hefur verið gefið út hversu mikil hækkun bílarisana verður.

Þó sagði Toyota í vikunni að fyrirtækið myndi ganga að öllum kröfum verkalýðsfélaga í undangegnum samningaviðræðum, en þær hafa tekið skemmri tíma nú en áður. Hefð er fyrir því í japan að tilkynnt sé um kauphækkanir um miðjan mars.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.