Fleiri fréttir

Opnun landamæra getur tryggt tekjur  vegna afbókunarskilmála

Ef svartsýn spá Seðlabankans rætist mun það hafa slæmar afleiðingar fyrir mörg ferðaþjónustufyrirtæki að mati Samtaka ferðaþjónustunnar. Með opnun landamæra er þó líklegra að þeir sem eigi pantaðar ferðir til landsins standi við ferðaplön sín vegna afbókunarskilmála.

Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið

Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli.

Mokaði inn pening með því að panta eigin pítsur

Eigandi pítsustaða í Bandaríkjunum halaði inn pening þegar hann komst að því að fyrirtæki sem býður upp á heimsendingar á mat frá veitingastöðum rukkaði viðskiptavini sína minna fyrir pítsu en hún kostaði á veitingastaðnum, á sama tíma og pítsustaðurinn fékk fulla greiðslu.

Bein útsending: Aðgerðir fyrir nýsköpun og vísindi

„Út úr kófinu: vísindi, nýsköpun og áskoranir framtíðarinnar“ er yfirskrift blaðamannafundar sem forsætisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra boða til í dag.

86% mannauðsfólks telur kórónufaraldur gera vinnustaði sterkari

„Áhrifin sem kórónaveiran hefur á vinnustaði snúa ekki bara að fjarvinnu og því hvaðan við sinnum vinnunni okkar, heldur hefur hún einnig áhrif á hvað við gerum og hvernig við nálgumst ólík hlutverk,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir formaður Mannauðs.

Stýrivextir lækkaðir um 0,75 prósentur

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1%.

Þingmanni blöskrar „sumargjöfin“ til Samherjabarnanna

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar og formaður atvinnuveganefndar, segir að koma verði í veg fyrir að milljarðar króna sem byggist á auðlindum þjóðarinnar renni á milli kynslóða hjá stórum útgerðarfélögum.

Tanya færir sig um set í Vatnsmýri

Tanya Zharov, sem meðal annars hefur gegnt stöðu aðstoðarforstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hefur gengið til liðs við Alvotech

Hlutabréfaútgáfu Norwegian Air lokið

Virði hlutabréfa í norska lágfargjaldaflugfélaginu Norwegian Air féll um helming eftir að hlutabréfaútgáfu lauk í dag. Einnig stendur til að ljúka því að breyta kröfum í hlutafé til þess að reyna að sigla félaginu í gegnum ólgusjó kórónuveirufaraldursins.

Íslenskt atvinnulíf og fjárhagsáætlanir á óvissutímum

,,Það er líka athyglisvert að margir virðist ekki þekkja aðferðir á borð við Activity Based Budgeting, Beyond Budgeting og jafnvel Balance Scorecard,“ segir Catherine E. Blatt meðal annars í umfjöllun um niðurstöður rannsóknar sem gerð var meðal 300 stærstu fyrirtækja landsins.

Virðast ekki ætla að flykkjast til landsins í júní

Ferðamenn virðast ekki ætla að flykkjast til landsins um leið og það verður opnað 15. júní. Meira er um fyrirspurnir síðsumars og í haust. Íslendingar virðast einnig áhugasamir um að komast út fyrir landsteinana seinna á árinu.

Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra

Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga.

Sjóðir Ratcliffe og annarra auðkýfinga rýrna

Samanlagður auður þúsund ríkustu einstaklinga Bretlands hefur minnkað, í fyrsta sinn í tíu ár. Ástæðan er faraldur kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Einn þeirra sem tapað hefur vegna faraldursins er Jim Ratcliffe, landeigandi á Íslandi.

Sjá næstu 50 fréttir