Viðskipti erlent

Björgólfur Thor metinn á 275 milljarða króna

Sylvía Hall skrifar
Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands.
Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands. Vísir/Getty

Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands samkvæmt nýjum lista The Sunday Times. Auður Björgólfs er metinn á 1.563 milljónir punda, sem samsvarar um 275 milljörðum króna, og situr hann í 92. sæti listans.

Þetta kemur fram á vef Kjarnans þar sem fram kemur að Björgólfur falli um eitt sæti á listanum milli ára. Hann hafi setið í 91. sæti listans árið 2018 og eignir hans hafi síðan þá dregist saman um 16 milljarða króna.

Listinn er samansettur af fólki sem býr og starfar í Bretlandi, en Björgólfur hefur verið búsettur í London um árabil og er eini Íslendingurinn á listanum. Hann hefur verið umsvifamikill í viðskiptum hér á landi sem og erlendis en auður hans er aðallega í gegnum fjárfestingafélagið Novator ehf.

Frumkvöðullinn Sir James Dyson situr í efsta sæti listans en auðæfi hans jukust um 633 milljarða íslenskra króna milli ára. Hann er frægastur fyrir að hafa fundið upp pokalausar ryksugur á tíunda áratug síðustu aldar.

Þetta er í fyrsta sinn sem Dyson nær efsta sæti listans en hann tekur við toppsætinu af bræðrunum Sri og Gopi Hinduja sem eiga fjölskyldufyrirtækið Hinduja Group, en félagið hefur verið umsvifamikið í fjárfestingum í fjármálastarfsemi, heilbrigðisstarfsemi og iðnaði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
1,83
7
101.313
SIMINN
1,18
1
419
HAGA
0,63
1
24.100
ICEAIR
0,54
21
12.420
VIS
0,15
1
102

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
-0,39
2
4.192
REITIR
-0,29
3
10.593
TM
-0,15
3
33.668
EIK
-0,14
2
1.096
REGINN
0
1
1.644
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.