Björgólfur Thor metinn á 275 milljarða króna Sylvía Hall skrifar 17. maí 2020 12:42 Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands. Vísir/Getty Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands samkvæmt nýjum lista The Sunday Times. Auður Björgólfs er metinn á 1.563 milljónir punda, sem samsvarar um 275 milljörðum króna, og situr hann í 92. sæti listans. Þetta kemur fram á vef Kjarnans þar sem fram kemur að Björgólfur falli um eitt sæti á listanum milli ára. Hann hafi setið í 91. sæti listans árið 2018 og eignir hans hafi síðan þá dregist saman um 16 milljarða króna. Listinn er samansettur af fólki sem býr og starfar í Bretlandi, en Björgólfur hefur verið búsettur í London um árabil og er eini Íslendingurinn á listanum. Hann hefur verið umsvifamikill í viðskiptum hér á landi sem og erlendis en auður hans er aðallega í gegnum fjárfestingafélagið Novator ehf. Frumkvöðullinn Sir James Dyson situr í efsta sæti listans en auðæfi hans jukust um 633 milljarða íslenskra króna milli ára. Hann er frægastur fyrir að hafa fundið upp pokalausar ryksugur á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta er í fyrsta sinn sem Dyson nær efsta sæti listans en hann tekur við toppsætinu af bræðrunum Sri og Gopi Hinduja sem eiga fjölskyldufyrirtækið Hinduja Group, en félagið hefur verið umsvifamikið í fjárfestingum í fjármálastarfsemi, heilbrigðisstarfsemi og iðnaði. Bretland Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands samkvæmt nýjum lista The Sunday Times. Auður Björgólfs er metinn á 1.563 milljónir punda, sem samsvarar um 275 milljörðum króna, og situr hann í 92. sæti listans. Þetta kemur fram á vef Kjarnans þar sem fram kemur að Björgólfur falli um eitt sæti á listanum milli ára. Hann hafi setið í 91. sæti listans árið 2018 og eignir hans hafi síðan þá dregist saman um 16 milljarða króna. Listinn er samansettur af fólki sem býr og starfar í Bretlandi, en Björgólfur hefur verið búsettur í London um árabil og er eini Íslendingurinn á listanum. Hann hefur verið umsvifamikill í viðskiptum hér á landi sem og erlendis en auður hans er aðallega í gegnum fjárfestingafélagið Novator ehf. Frumkvöðullinn Sir James Dyson situr í efsta sæti listans en auðæfi hans jukust um 633 milljarða íslenskra króna milli ára. Hann er frægastur fyrir að hafa fundið upp pokalausar ryksugur á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta er í fyrsta sinn sem Dyson nær efsta sæti listans en hann tekur við toppsætinu af bræðrunum Sri og Gopi Hinduja sem eiga fjölskyldufyrirtækið Hinduja Group, en félagið hefur verið umsvifamikið í fjárfestingum í fjármálastarfsemi, heilbrigðisstarfsemi og iðnaði.
Bretland Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira