Virðast ekki ætla að flykkjast til landsins í júní Birgir Olgeirsson skrifar 17. maí 2020 19:30 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Ferðamenn virðast ekki ætla að flykkjast til landsins um leið og það verður opnað 15. júní. Meira er um fyrirspurnir síðsumars og í haust. Íslendingar virðast einnig áhugasamir um að komast út fyrir landsteinana seinna á árinu. „Við fáum mjög jákvæða athygli og það er mikill áhugi á Íslandi og ferðalögum til Íslands,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair, spurð hvernig viðbrögð hafa verið erlendis við tilkynningu ríkisstjórnarinnar um að ætla að stefna að opnun landsins fyrir ferðamönnum 15. júní næstkomandi. „Bæði eftir tilkynninguna og ekki síður vegna þess að það er búið að fjalla mjög mikið á jákvæðan hátt um hvernig Ísland hefur tekið á Covid-19. Áhuginn er að kvikna aftur,“ segir Birna. Ekki megi þó búast við að ferðamenn muni streyma til landsins strax í júní. „Það er stutt í að landið opni. Það þarf venjulega lengri tími til að fylla vélar og koma ferðamönnum til landsins. En núna snýst þessi slagur um að fá sem flesta hingað síðsumars og inn í veturinn. Þetta mun taka töluverðan tíma að komast aftur af stað. Eftirspurnin er þarna, við þurfum bara að grípa hana,“ segir Birna. Hún segir töluvert marga sem ennþá hafa ekki hug á að ferðast. „Það sem við erum að gera, og höfum verið að gera í gegnum þennan tíma, er að fylgjast með því hvar ferðahugurinn er. Hvar fólk vill fara að gerast. Það sem hefur gerst líka eftir því sem hefur lengst í krísunni er að efnahagsástandið hefur versnað. Fólk hefur ekki jafn mikið fé á milli handanna og getur kannski síður ferðast. Þeir sem vilja ferðast verða að fá að heyra af okkur á Íslandi, hversu vel hefur gengið, hversu hreint landið er og hversu mikið pláss er hérna.“ Mikill ferðahugur sé í Þjóðverjum „Það hefur gengið vel þar og landið virðist vera að opnast. Það er mikill áhugi á Norðurlöndunum. Þessi lönd eiga það sameiginlegt að íbúarnir fara frekar í frí í ágúst. Þar gætu verið spennandi tækifæri. Svo vonandi förum við að sjá á næstu dögum og vikum fleiri lönd tilkynna fyrirætlanir sínar um opnun. Þá byggist vonandi ofan á þetta, en ég spái því að þetta byrji einhvern veginn svona,“ segir Birna. Austurríki, Sviss og Belgía hafi einnig sýnt ferðalögum til Íslands mikinn áhuga. „Ég held samt að við verðum að gera okkur grein fyrir að það verða engar ferðamannatölur eins og við höfum séð á undanförnum árum, heldur snýst þetta meira um að grípa þá hópa sem eru áhugasamir um landið til að geta byrjað að byggja upp aftur.“ Ferðahugur sé einnig kominn í einhverja Íslendinga. „Við fengum töluvert af símtölum frá Íslendingum eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Það er kominn ferðahugur í marga og spenna fyrir því að eiga kannski eina ferð á planinu seint í sumar eða haust. Það er verið að spyrjast fyrir um hvert væri skynsamlegast að fara ef fólk vildi fara í frí. Íslendingar hafa áhuga að ferðast, spurningin er hvort þeir verða hérna heima eða kíki eitthvað ekkert alltof langt út fyrir landsteinana.“ Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Ferðamenn virðast ekki ætla að flykkjast til landsins um leið og það verður opnað 15. júní. Meira er um fyrirspurnir síðsumars og í haust. Íslendingar virðast einnig áhugasamir um að komast út fyrir landsteinana seinna á árinu. „Við fáum mjög jákvæða athygli og það er mikill áhugi á Íslandi og ferðalögum til Íslands,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair, spurð hvernig viðbrögð hafa verið erlendis við tilkynningu ríkisstjórnarinnar um að ætla að stefna að opnun landsins fyrir ferðamönnum 15. júní næstkomandi. „Bæði eftir tilkynninguna og ekki síður vegna þess að það er búið að fjalla mjög mikið á jákvæðan hátt um hvernig Ísland hefur tekið á Covid-19. Áhuginn er að kvikna aftur,“ segir Birna. Ekki megi þó búast við að ferðamenn muni streyma til landsins strax í júní. „Það er stutt í að landið opni. Það þarf venjulega lengri tími til að fylla vélar og koma ferðamönnum til landsins. En núna snýst þessi slagur um að fá sem flesta hingað síðsumars og inn í veturinn. Þetta mun taka töluverðan tíma að komast aftur af stað. Eftirspurnin er þarna, við þurfum bara að grípa hana,“ segir Birna. Hún segir töluvert marga sem ennþá hafa ekki hug á að ferðast. „Það sem við erum að gera, og höfum verið að gera í gegnum þennan tíma, er að fylgjast með því hvar ferðahugurinn er. Hvar fólk vill fara að gerast. Það sem hefur gerst líka eftir því sem hefur lengst í krísunni er að efnahagsástandið hefur versnað. Fólk hefur ekki jafn mikið fé á milli handanna og getur kannski síður ferðast. Þeir sem vilja ferðast verða að fá að heyra af okkur á Íslandi, hversu vel hefur gengið, hversu hreint landið er og hversu mikið pláss er hérna.“ Mikill ferðahugur sé í Þjóðverjum „Það hefur gengið vel þar og landið virðist vera að opnast. Það er mikill áhugi á Norðurlöndunum. Þessi lönd eiga það sameiginlegt að íbúarnir fara frekar í frí í ágúst. Þar gætu verið spennandi tækifæri. Svo vonandi förum við að sjá á næstu dögum og vikum fleiri lönd tilkynna fyrirætlanir sínar um opnun. Þá byggist vonandi ofan á þetta, en ég spái því að þetta byrji einhvern veginn svona,“ segir Birna. Austurríki, Sviss og Belgía hafi einnig sýnt ferðalögum til Íslands mikinn áhuga. „Ég held samt að við verðum að gera okkur grein fyrir að það verða engar ferðamannatölur eins og við höfum séð á undanförnum árum, heldur snýst þetta meira um að grípa þá hópa sem eru áhugasamir um landið til að geta byrjað að byggja upp aftur.“ Ferðahugur sé einnig kominn í einhverja Íslendinga. „Við fengum töluvert af símtölum frá Íslendingum eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Það er kominn ferðahugur í marga og spenna fyrir því að eiga kannski eina ferð á planinu seint í sumar eða haust. Það er verið að spyrjast fyrir um hvert væri skynsamlegast að fara ef fólk vildi fara í frí. Íslendingar hafa áhuga að ferðast, spurningin er hvort þeir verða hérna heima eða kíki eitthvað ekkert alltof langt út fyrir landsteinana.“
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira