Viðskipti erlent

Sjóðir Ratcliffe og annarra auðkýfinga rýrna

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Jim Ratcliffe er sagður fimmti ríkasti maður Bretlands.
Jim Ratcliffe er sagður fimmti ríkasti maður Bretlands. Vísir/Getty

Samanlagður auður þúsund ríkustu einstaklinga Bretlands hefur minnkað, í fyrsta sinn í tíu ár. Ástæðan er faraldur kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Einn þeirra sem tapað hefur á faraldrinum er Jim Ratcliffe, landeigandi á Íslandi.

Samkvæmt lista Sunday Times yfir ríkustu menn Bretlands hafa hinir allra auðugustu þar í landi tapað alls um 54 milljörðum punda á síðustu vikum og mánuðum. Það samsvarar um 9.500 milljörðum íslenskra króna.

Jim Ratcliffe, sem vakið hefur athygli hér á landi fyrir jarðakaup og yfirlýsingar um að vilja vernda íslenska laxastofninn, er í fimmta sæti listans yfir auðugasta fólk Bretlands. Samkvæmt Times er hann nú metinn á tólf og hálfan milljarð punda, eða 2,2 billjónir íslenskra króna. Virði hans hefur þó dregist saman um sex milljarða punda ef marka má lista dagblaðsins.

Ratcliffe hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir sýn sína á umhverfismál, en þar hefur sérstaklega verið bent á skaðsemi vökvabrots (e. fracking), afar umdeildrar vinnslu á jarðgasi, sem fyrirtæki Ratcliffe, Ineos, hefur stundað.

Meðal annarra sem ofarlega sitja á listanum eru James Dyson ryksuguframleiðandi, Leonard Blavatnik fjárfestir og óligarkinn Alisher Usmanov.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
1,83
7
101.313
SIMINN
1,18
1
419
HAGA
0,63
1
24.100
ICEAIR
0,54
21
12.420
VIS
0,15
1
102

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
-0,39
2
4.192
REITIR
-0,29
3
10.593
TM
-0,15
3
33.668
EIK
-0,14
2
1.096
REGINN
0
1
1.644
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.