Viðskipti innlent

Tanya færir sig um set í Vatnsmýri

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Tanya Zharov hefur komið víða við í íslensku atvinnulífi. 
Tanya Zharov hefur komið víða við í íslensku atvinnulífi. 

Tanya Zharov, sem meðal annars hefur gegnt stöðu aðstoðarforstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hefur gengið til liðs við Alvotech. Þar verður hún aðstoðarforstjóri en á hennar borði verða meðal annars starfsþróunar- og mannauðsmál fyrirtækisins auk þess að verða rekstrarstjóri hátækniseturs á Íslandi. Þar að auki mun hún vinna „náið með framkvæmdastjórn fyrirtækisins í áframhaldandi uppbyggingu þess á alþjóðavísu,“ eins og það er orðað í vistaskiptatilkynningu Tanyu.

Hún er lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands auk þess að hafa set í stjórnum fjölda íslenskrar fyrirtækja. Nú síðast gegndi hún starfi aðstoðarforstjóra Íslenskrar erfðagreiningar til fjögurra ára sem fyrr segir, þá er hún stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Auðar Capital auk þess að vera fyrrverandi meðeigandi hjá PriceWaterHouseCoopers.

Hér að neðan má heyra viðtal við Tanyu, en hún var fyrsti viðmælandi annarrar þáttaraðar af Þegar ég verð stór. Þar ræðir Tanya meðal annars um uppvaxtarár sín í Rússlandi og flutninginn til Íslands þegar hún var sex ára gömul. Þá fjallar hún um það hvers vegna hún valdi lögfræði, hvernig hún varð partur af Auður Capital og margt fleira.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×