Fleiri fréttir

Boða breytingar á merki KSÍ

Meðal þeirra verkefna sem auglýsingastofan Brandenburg mun sinna fyrir Knattspyrnusamband Íslands, sem endurskoðar nú vörumerkjamál sín, er að ráðast í breytingar á sjálfu auðkenni sambandsins.

Aðferðir Arion aðfinnsluverðar

Á grundvelli vettvangs­athugunar hjá Arion banka hefur Fjármálaeftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að úrbóta sé þörf við virðismat útlána bankans. Þetta kemur fram í gagnsæistilkynningu á vef eftirlitsins.

Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu

Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst.

Louis Vuitton reynir við Tiffany

Fyrirtækið LVMH, eigandi tískufyrirtækjanna Louis Vuitton, Fendi og Givenchy auk víngerðarinnar Moët Hennessy, hefur leitast eftir því að festa kaup á bandaríska skartgripaframleiðandanum Tiffany & Co.

Fiskur frekar en farþegar til að byrja með

Áherslur hins nýja WOW air sem bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin hyggst endurreisa verða á fraktflutninga fremur en farþegaflug til að byrja með. Ballarin kom til Íslands um helgina.

„Það er ekki þannig að það hafi aldrei fundist hæf kona“

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, telur að til sé fjöldi kvenna í atvinnulífinu hér á landi sem gegnt geti starfi forstjóra skráðs fyrirtækis í Kauphöll Íslands. Enga konu má finna í þeim hópi. Til þess að breyta því segir Hulda að horfa verði til fleiri þátta en hefðbundið er þegar forstjórar eru ráðnir.

Vilja samstarf um jarðvarma

Fulltrúar hollenska fjármálaráðuneytisins í jarðhitamálum eru nú á Íslandi til að ræða samstarf í jarðvarmamálum. Framkvæmdastjóri Iceland Geothermal segir þá geta fært gróðurhúsabændum mikið.

Ekki alveg sami fullnaðarsigurinn gegn Skúla

Landsréttur staðfesti í dag að hluta dóm héraðsdóms í máli Stemmu hf., fyrirtækis Skúla Gunnars Sigfússonar, gegn Sigmari Vilhjálmssyni og félaginu Sjarmi og garmi.

Svanborg hefur störf hjá Viðreisn

Svanborg Sigmarsdóttir stjórnmálafræðingur hefur tekið til starfa sem framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Viðreisnar og verkefnastjóri sveitarstjórnarmála.

Bakarameistarinn lækkar verð á brauðum og rúnstykkjum

Síðastliðið sumar ákvað Bakarameistarinn að hafa eingöngu tvö verð á öllum brauðum og rúnstykkjum yfir sumarið. Tilboðin slógu algjörlega í gegn og í kjölfarið var afráðið að halda lága verðinu áfram. Bakarmaeistarinn bregður hér á leik með lesendum sem geta unnið glæsilega gjafakörfu.

Þrýstingurinn eykst á TikTok

Samfélagsmiðillinn TikTok á nú í vök að verjast vegna ásakana um að vera handbendi kínverska kommúnistaflokksins.

Hyggjast fljúga til Íslands í vor

Kínverska flugfélagið Juneyao Air hyggst hefja flug frá Shanghaí til Íslands næsta vor. Ríkisflugfélagið Air China er einnig að skoða möguleika á flugi á milli Peking og Keflavíkur í gegnum Kaupmannahöfn.

Út­spil Ís­lands­banka kemur fjár­mála­ráð­herra spánskt fyrir sjónir

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“

Sigríður til Völku

Sigríður Olgeirsdóttir hefur verið ráðin sviðstjóri þjónustu hjá hátæknifyrirtækinu Völku.

Eliza Reid fundarstjóri á viðskiptaþingi

Eliza Reid forsetafrú og sagnfræðingur verður fundarstjóri á Alþjóðadegi Millilandaráðanna sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica þann 11. nóvember næstkomandi.

Vilja nýta glatorku frá Elkem

Hægt væri að nýta allt að 80 MW varmaorku sem í dag fer til spillis í verksmiðju Elkem á Grundartanga í aðra starfsemi á svæðinu. Unnið er að því að finna áhugasama samstarfsaðila til að verkefnið raungerist.

Upprisa kontóristans

Fólk er sífellt að leita leiða til vellíðunar og framfara í eigin lífi. Margir einblína ef til vill á að bæta sig í ræktinni en flestir eyða mestum tíma sínum í vinnunni og því er mikilvægt að geta bætt líf sitt á vinnustað.

„Ég tel að lygar séu slæmar“

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, mætti fyrir fjármálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem ætlunin var að ræða Libra, fyrirhugaðan rafrænan gjaldmiðil. Þingmenn höfðu annað í huga.

Marel kaupir helming í Curio

Marel hefur keypt helmingshlut í Curio sem framleiðir vélar fyrir fiskvinnslu. Marel hefur jafnframt kauprétt á eftirstandandi hlutum í Curio að fjórum árum liðnum.

Bein útsending: Framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi kynnt

Creditinfo gefur á hverju ári út lista yfir framúrskarandi fyrirtæki. Listi yfir fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2018 verður kynntur í Hörpu klukkan 16:30. Veitt verða verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á sviði nýsköpunar og samfélagsábyrgðar.

Kringlan orðin stafræn

Verslunarmiðstöðin Kringlan er búin að setja upp nýjar stafrænar lausnir m.a. með byltingakenndri nýrri vöruleit á vefsíðunni kringlan.is sem tengir viðskiptavini við verslunarmiðstöðina á netinu.

Standa uppi í hárinu á alþjóðlegum risa

Verðbréfamiðstöð Íslands er fullfjármögnuð eftir hlutafjáraukningu. Innviðir er með meirihluta í félaginu að henni lokinni. Ekki tókst að knýja fram gjaldskrárlækkanir og því var ákveðið að stofna aðra verðbréfamiðstöð.

„Við hefðum viljað ganga lengra“

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stjórnvöld hafi mátt ganga enn lengra við gerð frumvarps um breytingu á samkeppnislögum.

Sjá næstu 50 fréttir