Viðskipti innlent

VÍS tapaði 400 milljónum á þriðja ársfjórðungi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
VÍS sendi frá sér afkomuviðvörun í byrjun október.
VÍS sendi frá sér afkomuviðvörun í byrjun október. Fréttablaðið/Anton Brink

Tryggingafélagið VÍS tapaði 394 milljónum á þriðja ársfjórðungi ársins 2019. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri VÍS. Félagið hagnaðist um 910 milljónir á sama tímabili í fyrra.

Hagnaður VÍS fyrstu níu mánuði ársins nam hins vegar 1.798 milljónum króna samanborið við 1.462 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra.

Haft er eftir Helga Bjarnasyni forstjóra VÍS í tilkynningu til Kauphallarinnar að á meðan níu mánaða uppgjörið sé „framúrskarandi“ með góðan hagnað 12,4% arðsemi eigin fjár, litist uppgjör þriðja ársfjórðungs m.a. af verri afkomu af skráðum hlutabréfum félagsins.

„Það varð til þess að við sendum frá okkur afkomuviðvörun í byrjun október. Þá er tjónahlutfall hærra en á sama tíma í fyrra sem skýrist að stærstum hluta af stærri tjónum og lækkun vaxta,“ er haft eftir Helga.

Uppfærð afkomuspá félagsins gerir ráð fyrir að samsett hlutfall fyrir árið 2019 verði 99,0% og að hagnaður fyrir skatta verði um 2,5 milljarðar króna. Sveiflur hafi verið á mörkuðum að undanförnu en þrátt fyrir það hafi félagið væntingar um að ávöxtun eiginfjár verði um 15% á árinu 2019.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.