Viðskipti innlent

VÍS tapaði 400 milljónum á þriðja ársfjórðungi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
VÍS sendi frá sér afkomuviðvörun í byrjun október.
VÍS sendi frá sér afkomuviðvörun í byrjun október. Fréttablaðið/Anton Brink
Tryggingafélagið VÍS tapaði 394 milljónum á þriðja ársfjórðungi ársins 2019. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri VÍS. Félagið hagnaðist um 910 milljónir á sama tímabili í fyrra.Hagnaður VÍS fyrstu níu mánuði ársins nam hins vegar 1.798 milljónum króna samanborið við 1.462 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra.Haft er eftir Helga Bjarnasyni forstjóra VÍS í tilkynningu til Kauphallarinnar að á meðan níu mánaða uppgjörið sé „framúrskarandi“ með góðan hagnað 12,4% arðsemi eigin fjár, litist uppgjör þriðja ársfjórðungs m.a. af verri afkomu af skráðum hlutabréfum félagsins.„Það varð til þess að við sendum frá okkur afkomuviðvörun í byrjun október. Þá er tjónahlutfall hærra en á sama tíma í fyrra sem skýrist að stærstum hluta af stærri tjónum og lækkun vaxta,“ er haft eftir Helga.Uppfærð afkomuspá félagsins gerir ráð fyrir að samsett hlutfall fyrir árið 2019 verði 99,0% og að hagnaður fyrir skatta verði um 2,5 milljarðar króna. Sveiflur hafi verið á mörkuðum að undanförnu en þrátt fyrir það hafi félagið væntingar um að ávöxtun eiginfjár verði um 15% á árinu 2019.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
1,5
7
109.832
HAGA
1,03
5
188.073
EIK
0,85
5
48.736
SKEL
0,73
2
16.540
ICESEA
0,58
2
1.161

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,42
3
1.475
ICEAIR
-0,53
9
1.877
SJOVA
-0,49
2
6.664
SIMINN
-0,33
1
24
REGINN
0
3
97.018
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.