Viðskipti erlent

Louis Vuitton reynir við Tiffany

Andri Eysteinsson skrifar
Getty/Smith Collection

Fyrirtækið LVMH, eigandi tískufyrirtækjanna Louis Vuitton, Fendi og Givenchy auk víngerðarinnar Moët Hennessy, hefur leitast eftir því að festa kaup á bandaríska skartgripaframleiðandanum Tiffany & Co. Reuters greinir frá því að LVMH hafi í áraraðir leitað leiða til að styrkja stöðu sína á Bandaríkjamarkaði.

Reuters segir LVMH hafa lagt fram kauptilboð fyrr í mánuðinum. Tiffany hafi ráðið ráðgjafa til þess að fara yfir tilboðið en hafa ekki svarað enn sem komið er. Staða Tiffany á markaði hefur farið dvínandi á undanförnum mánuðum, sér í lagi vegna hækkandi tolla á Bandarískar vörur í Kína en tollastríð ríkir nú á milli stórveldanna tveggja.

Þá hafa mótmælin í Hong Kong, sem hefur verið vinsæll verslunarstöðum fólks í leit að hátískuvöru, haft neikvæð áhrif á sölutölur í borginni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,55
15
114.080
REGINN
1,72
20
295.203
SKEL
1,04
4
69.880
ICESEA
0,99
14
367.628
SJOVA
0,85
8
137.986

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-1,69
1
17.400
ICEAIR
-0,91
10
41.324
ORIGO
-0,8
5
16.128
VIS
-0,69
3
23.720
EIK
-0,69
11
341.177
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.