Viðskipti erlent

Louis Vuitton reynir við Tiffany

Andri Eysteinsson skrifar
Getty/Smith Collection
Fyrirtækið LVMH, eigandi tískufyrirtækjanna Louis Vuitton, Fendi og Givenchy auk víngerðarinnar Moët Hennessy, hefur leitast eftir því að festa kaup á bandaríska skartgripaframleiðandanum Tiffany & Co. Reuters greinir frá því að LVMH hafi í áraraðir leitað leiða til að styrkja stöðu sína á Bandaríkjamarkaði.

Reuters segir LVMH hafa lagt fram kauptilboð fyrr í mánuðinum. Tiffany hafi ráðið ráðgjafa til þess að fara yfir tilboðið en hafa ekki svarað enn sem komið er. Staða Tiffany á markaði hefur farið dvínandi á undanförnum mánuðum, sér í lagi vegna hækkandi tolla á Bandarískar vörur í Kína en tollastríð ríkir nú á milli stórveldanna tveggja.

Þá hafa mótmælin í Hong Kong, sem hefur verið vinsæll verslunarstöðum fólks í leit að hátískuvöru, haft neikvæð áhrif á sölutölur í borginni.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
5,33
12
19.164
BRIM
4,76
17
260.514
ORIGO
2,41
18
252.150
VIS
2,21
6
57.872
EIM
2,05
2
15.025

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,2
70
49.732
HAGA
-1,01
8
100.242
ARION
-0,79
23
160.956
MAREL
-0,68
12
30.098
LEQ
-0,43
2
5.475
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.