Viðskipti innlent

Landsbankinn hagnaðist um 3,2 milljarða

Ari Brynjólfsson skrifar
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans
Lands­bank­inn hagnaðist um 3,2 millj­arða á þriðja fjórðungi árs­ins, en á sama tíma í fyrra var hagnaður bank­ans 3,8 millj­arðar. Á fyrstu níu mánuðum árs­ins hagnaðist bank­inn um 14,3 millj­arða á móti 15,4 millj­örðum á sama tíma í fyrra.

„Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins endurspeglar stöðugan og góðan rekstur. Kostnaður heldur áfram að lækka en tekjur hafa á hinn bóginn aukist. Kostnaðarhlutfall á tímabilinu var um 41,4% sem er lægra en á sama tíma í fyrra,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.

„Landsbankinn hefur lækkað vexti undanfarið og á árinu hafa óverðtryggðir breytilegir íbúða­lánavextir lækkað um 0,8 prósentustig, en óverðtryggð íbúðalán eru algengasta fjármögnunarleið einstaklinga.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×