Microsoft tekið fram yfir Amazon um milljarða dollara varnarsamning Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2019 17:24 Varnarsamningurinn sem Microsoft hlaut nefnist JEDI og gengur út á að nútímavæða tölvukerfi bandaríska varnarmálaráðuneytisins. AP/Michel Euler Bandaríska varnarmálaráðuneytið veitti tæknirisanum Microsoft samning um tölvuskýþjónustu að andvirði um tíu milljarða dollara í gær. Amazon hafði lengi verið talið líklegast til að hreppa hnossið en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur haft horn í síðu fyrirtækisins vegna umfjöllunar Washington Post um hann. Trump hefur ítrekað vegið að Jeff Bezos, eiganda Amazon og Washington Post, en forsetinn hefur sakað dagblaðið um „falsfréttir“ þegar umfjöllun þess kemur honum illa. Útboðsferlið fyrir skýþjónustu varnarmálaráðuneytisins hefur því einkennst af ásökunum um hagsmunaárekstra. Í yfirlýsingu lýsti talsmaður vefþjónustu Amazon undrun sinni á niðurstöðu útboðsins. Fyrirtækið íhuga nú hvernig það geti mótmælt henni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fleiri mögulegir hagsmunaárekstrar hafa komið upp í útboðsferlinu. Mark Esper, varnarmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan til að fjalla um það vegna þess að sonur hans vinnur hjá IBM sem sótti um að fá samninginn í upphafi. Þá lýsti fyrrverandi starfsmaður Amazon sem vann að útboðinu fyrir varnarmálaráðuneytið sig vanhæfan en hóf síðan aftur störf fyrir Amazon. Amazon Bandaríkin Donald Trump Microsoft Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríska varnarmálaráðuneytið veitti tæknirisanum Microsoft samning um tölvuskýþjónustu að andvirði um tíu milljarða dollara í gær. Amazon hafði lengi verið talið líklegast til að hreppa hnossið en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur haft horn í síðu fyrirtækisins vegna umfjöllunar Washington Post um hann. Trump hefur ítrekað vegið að Jeff Bezos, eiganda Amazon og Washington Post, en forsetinn hefur sakað dagblaðið um „falsfréttir“ þegar umfjöllun þess kemur honum illa. Útboðsferlið fyrir skýþjónustu varnarmálaráðuneytisins hefur því einkennst af ásökunum um hagsmunaárekstra. Í yfirlýsingu lýsti talsmaður vefþjónustu Amazon undrun sinni á niðurstöðu útboðsins. Fyrirtækið íhuga nú hvernig það geti mótmælt henni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fleiri mögulegir hagsmunaárekstrar hafa komið upp í útboðsferlinu. Mark Esper, varnarmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan til að fjalla um það vegna þess að sonur hans vinnur hjá IBM sem sótti um að fá samninginn í upphafi. Þá lýsti fyrrverandi starfsmaður Amazon sem vann að útboðinu fyrir varnarmálaráðuneytið sig vanhæfan en hóf síðan aftur störf fyrir Amazon.
Amazon Bandaríkin Donald Trump Microsoft Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira