Viðskipti innlent

Fiskur frekar en farþegar til að byrja með

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Áherslur hins nýja WOW air sem bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin hyggst endurreisa verða á fraktflutninga fremur en farþegaflug til að byrja með. Ballarin kom til Íslands um helgina.

Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV þar sem haft var eftir almannatenglinum Gunnari Steini Pálssyni, sem komið hefur að undirbúningu endureisnar flugfélagsins, að undirbúningurinn hafi verið tímafrekari en reiknað var með.

Upphaflega lagt var upp með að áætlunarflug á milli Keflavíkur og Washington gæti hafist í þessum mánuði en nú er ljóst að svo verður ekki. Gert sé ráð fyrir því að að hefja leik með tvær flugvélar og einbeita sér að fraktflutningi á fiski og öðrum varningi, fremur en farþegum, til að byrja með, enda hafi Ballarin reynslu af fraktflutningum, að því er fram kom í hádegisfréttum RÚV.


Tengdar fréttir

WOW air frestar fyrstu ferðum til desember

Michele Ballarin, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, segir fyrirhugað að hefja sölu á flugmiðum hjá endurreistu WOW air í nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×