Viðskipti innlent

Fiskur frekar en farþegar til að byrja með

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar

Áherslur hins nýja WOW air sem bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin hyggst endurreisa verða á fraktflutninga fremur en farþegaflug til að byrja með. Ballarin kom til Íslands um helgina.

Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV þar sem haft var eftir almannatenglinum Gunnari Steini Pálssyni, sem komið hefur að undirbúningu endureisnar flugfélagsins, að undirbúningurinn hafi verið tímafrekari en reiknað var með.

Upphaflega lagt var upp með að áætlunarflug á milli Keflavíkur og Washington gæti hafist í þessum mánuði en nú er ljóst að svo verður ekki. Gert sé ráð fyrir því að að hefja leik með tvær flugvélar og einbeita sér að fraktflutningi á fiski og öðrum varningi, fremur en farþegum, til að byrja með, enda hafi Ballarin reynslu af fraktflutningum, að því er fram kom í hádegisfréttum RÚV.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.