Viðskipti innlent

Bein útsending: Framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi kynnt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun afhenda verðlaun á ráðstefnunni.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun afhenda verðlaun á ráðstefnunni. Fréttablaðið/Anton Brink
Creditinfo gefur á hverju ári út lista yfir framúrskarandi fyrirtæki. Listi yfir fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2018 verður kynntur í Hörpu klukkan 16:30. Veitt verða verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á sviði nýsköpunar og samfélagsábyrgðar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun afhenda verðlaunin.Síðastliðin tíu ár hefur Creditinfo greint rekstur íslenskra fyrirtækja árlega og birt lista yfir þau fyrirtæki sem hafa sýnt fram á framúrskarandi og stöðugan árangur í rekstri. Þessi fyrirtæki eiga það sammerkt að vera ábyrg í rekstri og skapa þannig sjálfbær verðmæti fyrir hluthafa og fjárfesta. Sérstakir samstarfsaðilar Creditinfo vegna Framúrskarandi fyrirtækja eru Samtök Atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Félag kvenna í atvinnulífinu og Viðskiptaráð Íslands, Icelandic Startups og Festa miðstöð um samfélagsábyrgð.Framúrskarandi í samfélagsábyrgð. Viðurkenningin er veitt fyrirtæki sem þykir vera framúrskarandi í samfélagsábyrgð og hefur markað sér skýra stefnu og markmið í þessum málaflokki. Markmiðið með þessari viðurkenningu er að hvetja fyrirtæki að vera ábyrg og meðvituð um áhrif starfsemi fyrirtækja á umhverfi, efnahag og samfélag.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,33
6
156.400
EIM
1,44
1
56
MAREL
0,79
9
133.796
HAGA
0,62
3
109.250
BRIM
0,49
8
64.151

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,08
2
12.538
ICESEA
-0,8
3
5.560
TM
-0,75
1
16.600
ARION
-0,54
6
29.827
SIMINN
-0,33
1
17.880
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.