Viðskipti innlent

Bein útsending: Framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi kynnt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun afhenda verðlaun á ráðstefnunni.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun afhenda verðlaun á ráðstefnunni. Fréttablaðið/Anton Brink
Creditinfo gefur á hverju ári út lista yfir framúrskarandi fyrirtæki. Listi yfir fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2018 verður kynntur í Hörpu klukkan 16:30. Veitt verða verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á sviði nýsköpunar og samfélagsábyrgðar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun afhenda verðlaunin.

Síðastliðin tíu ár hefur Creditinfo greint rekstur íslenskra fyrirtækja árlega og birt lista yfir þau fyrirtæki sem hafa sýnt fram á framúrskarandi og stöðugan árangur í rekstri. Þessi fyrirtæki eiga það sammerkt að vera ábyrg í rekstri og skapa þannig sjálfbær verðmæti fyrir hluthafa og fjárfesta. Sérstakir samstarfsaðilar Creditinfo vegna Framúrskarandi fyrirtækja eru Samtök Atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Félag kvenna í atvinnulífinu og Viðskiptaráð Íslands, Icelandic Startups og Festa miðstöð um samfélagsábyrgð.

Framúrskarandi í samfélagsábyrgð. Viðurkenningin er veitt fyrirtæki sem þykir vera framúrskarandi í samfélagsábyrgð og hefur markað sér skýra stefnu og markmið í þessum málaflokki. Markmiðið með þessari viðurkenningu er að hvetja fyrirtæki að vera ábyrg og meðvituð um áhrif starfsemi fyrirtækja á umhverfi, efnahag og samfélag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×