Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Prentmets á Odda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2019 10:23 Nýtt sameinað félag heitir Prentmet Oddi. Vísir/Gva Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Prentmets á prentsmiðjunni Odda og verður nafn sameinaðs félags Prentmet Oddi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Fyrst var greint frá kaupunum í mars síðastliðnum og var sameining fyrirtækjanna þá sögð svar við þeirri hörðu alþjóðlegu samkeppni sem íslenskur prentiðnaður stæði í þessi dægrin. Hefði hann til að mynda mátt þola óhagstæða gengis- og launaþróun sem torveldað hefði rekstur íslenskra prentverksmiðja. Það hefði til að mynda leitt til hópuppsagna eins og Oddi þurfti að grípa til í upphafi árs 2018. Í tilkynningu nú kemur fram að Prentmet Oddi verði með aðsetur að Höfðabakka 7 þar sem Oddi hefur verið til húsa. Hjá sameinuðu félagi starfa um 100 manns. „Sameinað fyrirtæki mun snúa vörn í sókn til að tryggja framleiðslu á prentverki á Íslandi til lengri tíma. Með kaupunum verður til sterkt fyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í prentverki og fyrsta flokks þjónustu, byggt á áratuga reynslu og þekkingu starfsfólks. Prentmet Oddi er leiðandi í vinnslu umbúða og eina fyrirtækið sem getur fullunnið harðspjaldabækur. Á næstu misserum verður unnið að því að styrkja tækjakost fyrirtækisins enn frekar. Fyrirtækið er Svansvottað og er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfi og heilsu. Stefnt er að því að vera leiðandi í umhverfis- og loftslagsmálum og halda áfram að stuðla að sjálfbærni og skógrækt,“ segir í tilkynningu. Prentsmiðjan Oddi var stofnuð 9. október 1943 af Baldri Eyþórssyni, Finnboga Rúti Valdimarssyni, Björgvini Benediktssyni og Ellert Ág. Magnússyni. Prentmet var síðan stofnað 4. apríl 1992 af hjónunum Guðmundi Ragnar Guðmundssyni og Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttir sem eiga og reka sameinað fyrirtæki. Guðmundur var á meistarasamning prentsmíði hjá Odda 1985-1988 og var Þorgeir Baldursson forstjóri, meistari hans. Samkeppnismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Prentmet kaupir prentvinnslu Odda Prentmet og Oddi hafa komist að samkomulagi um að Prentmet kaupi alla prentvinnslu Odda ásamt tækjum. 20. mars 2019 16:06 Mest lesið Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Prentmets á prentsmiðjunni Odda og verður nafn sameinaðs félags Prentmet Oddi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Fyrst var greint frá kaupunum í mars síðastliðnum og var sameining fyrirtækjanna þá sögð svar við þeirri hörðu alþjóðlegu samkeppni sem íslenskur prentiðnaður stæði í þessi dægrin. Hefði hann til að mynda mátt þola óhagstæða gengis- og launaþróun sem torveldað hefði rekstur íslenskra prentverksmiðja. Það hefði til að mynda leitt til hópuppsagna eins og Oddi þurfti að grípa til í upphafi árs 2018. Í tilkynningu nú kemur fram að Prentmet Oddi verði með aðsetur að Höfðabakka 7 þar sem Oddi hefur verið til húsa. Hjá sameinuðu félagi starfa um 100 manns. „Sameinað fyrirtæki mun snúa vörn í sókn til að tryggja framleiðslu á prentverki á Íslandi til lengri tíma. Með kaupunum verður til sterkt fyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í prentverki og fyrsta flokks þjónustu, byggt á áratuga reynslu og þekkingu starfsfólks. Prentmet Oddi er leiðandi í vinnslu umbúða og eina fyrirtækið sem getur fullunnið harðspjaldabækur. Á næstu misserum verður unnið að því að styrkja tækjakost fyrirtækisins enn frekar. Fyrirtækið er Svansvottað og er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfi og heilsu. Stefnt er að því að vera leiðandi í umhverfis- og loftslagsmálum og halda áfram að stuðla að sjálfbærni og skógrækt,“ segir í tilkynningu. Prentsmiðjan Oddi var stofnuð 9. október 1943 af Baldri Eyþórssyni, Finnboga Rúti Valdimarssyni, Björgvini Benediktssyni og Ellert Ág. Magnússyni. Prentmet var síðan stofnað 4. apríl 1992 af hjónunum Guðmundi Ragnar Guðmundssyni og Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttir sem eiga og reka sameinað fyrirtæki. Guðmundur var á meistarasamning prentsmíði hjá Odda 1985-1988 og var Þorgeir Baldursson forstjóri, meistari hans.
Samkeppnismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Prentmet kaupir prentvinnslu Odda Prentmet og Oddi hafa komist að samkomulagi um að Prentmet kaupi alla prentvinnslu Odda ásamt tækjum. 20. mars 2019 16:06 Mest lesið Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Prentmet kaupir prentvinnslu Odda Prentmet og Oddi hafa komist að samkomulagi um að Prentmet kaupi alla prentvinnslu Odda ásamt tækjum. 20. mars 2019 16:06