Viðskipti innlent

Marel kaupir helming í Curio

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Höfuðstöðvar Marels í Garðabæ.
Höfuðstöðvar Marels í Garðabæ. Vísir/epa

Marel hefur keypt helmingshlut í Curio sem framleiðir vélar fyrir fiskvinnslu. Marel hefur jafnframt kauprétt á eftirstandandi hlutum í Curio að fjórum árum liðnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu Marels til kauphallar þar sem afkoma þriðja ársfjórðungs var kynnt. Curio framleiðir vélar fyrir fiskvinnslu; flökunarvélar, hausunarvélar og roðflettivélar; ásamt því að vera að þróa ýmsar nýjar vélar. Félagið hlaut nýsköpunarverðlaun Íslands á mánudaginn var.
Félagið hefur vaxið ört en árið 2008 var einn starfsmaður hjá fyrirtækin en nú er fyrirtækið með starfsemi bæði á Húsavík og Hafnarfirði. Reiknað er með að kaup Marel gangi í gegn síðar á árinu.


Tengdar fréttir

Erlendir sjóðir bæta við sig í Marel fyrir 13 milljarða 

Erlendir fjárfestingasjóðir, sem komu margir fyrst inn í hluthafahóp Marels í útboði í júní, hafa að undanförnu keypt í félaginu um 22 milljónir hluta að nafnvirði, eða fyrir um 13 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,55
15
114.080
REGINN
1,72
20
295.203
SKEL
1,04
4
69.880
ICESEA
0,99
14
367.628
SJOVA
0,85
8
137.986

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-1,69
1
17.400
ICEAIR
-0,91
10
41.324
ORIGO
-0,8
5
16.128
VIS
-0,69
3
23.720
EIK
-0,69
11
341.177
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.