Viðskipti innlent

Marel kaupir helming í Curio

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Höfuðstöðvar Marels í Garðabæ.
Höfuðstöðvar Marels í Garðabæ. Vísir/epa
Marel hefur keypt helmingshlut í Curio sem framleiðir vélar fyrir fiskvinnslu. Marel hefur jafnframt kauprétt á eftirstandandi hlutum í Curio að fjórum árum liðnum.Þetta kemur fram í tilkynningu Marels til kauphallar þar sem afkoma þriðja ársfjórðungs var kynnt. Curio framleiðir vélar fyrir fiskvinnslu; flökunarvélar, hausunarvélar og roðflettivélar; ásamt því að vera að þróa ýmsar nýjar vélar. Félagið hlaut nýsköpunarverðlaun Íslands á mánudaginn var.

Félagið hefur vaxið ört en árið 2008 var einn starfsmaður hjá fyrirtækin en nú er fyrirtækið með starfsemi bæði á Húsavík og Hafnarfirði. Reiknað er með að kaup Marel gangi í gegn síðar á árinu.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,33
6
156.400
EIM
1,44
1
56
MAREL
0,79
9
133.796
HAGA
0,62
3
109.250
BRIM
0,49
8
64.151

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,08
2
12.538
ICESEA
-0,8
3
5.560
TM
-0,75
1
16.600
ARION
-0,54
6
29.827
SIMINN
-0,33
1
17.880
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.