Viðskipti innlent

Herdís Pála frá RB til Deloitte

Atli Ísleifsson skrifar
Herdís Pála Pálsdóttir.
Herdís Pála Pálsdóttir. deloitte

Herdís Pála Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Deloitte.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að um sé að ræða nýja stöðu sem innifeli nokkra lykilþætti í innra starfi félagsins, þar með talið mannauðsmál, upplýsingatækni og þjónustu.

„Herdís Pála tekur sæti í framkvæmdaráði Deloitte í stað Hörpu Þorláksdóttur sem lét nýverið af störfum sem mannauðsstjóri þess.

Herdís Pála hefur undanfarin 6 ár starfað hjá RB sem framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðsmála. Áður starfaði Herdís hjá BYR sem framkvæmdastjóri þróunar- og rekstrarsviðs og þar áður hjá Íslandsbanka.

Herdís er með MBA próf, með áherslu á mannauðsstjórnun, frá University of New Haven í Bandaríkjunum og B.Ed. frá Kennaraháskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,55
15
114.080
REGINN
1,72
20
295.203
SKEL
1,04
4
69.880
ICESEA
0,99
14
367.628
SJOVA
0,85
8
137.986

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-1,69
1
17.400
ICEAIR
-0,91
10
41.324
ORIGO
-0,8
5
16.128
VIS
-0,69
3
23.720
EIK
-0,69
11
341.177
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.