Fataverð ekki lækkað í takt við afnám gjalda Sæunn Gísladóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Greining Íslandsbanka veltir því fyrir sér hvort aukin samkeppni frá væntanlegum verslunarrisum muni ýta undir verðlækkanir. vísir/ernir Á síðustu tólf mánuðum hefur verð á fötum og skóm lækkað um 4,5 prósent samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á sama tíma hafa 15 prósent tollar á föt og skó verið afnumdir og gengi krónu hækkað um nærri 13 prósent að jafnaði. Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, segir þessa litlu lækkun vera áfall fyrir neytendur. „Ef rétt reynist eru þetta ekki vonbrigði heldur áfall. Ef lögmál markaðarins eru eitthvað öðruvísi á Íslandi en annars staðar í veröldinni þá er það líka annað sérstakt áhyggjuefni,“ segir Teitur. Það er að mati greiningar Íslandsbanka með nokkrum ólíkindum að slík lækkun á kostnaðarverði hafi ekki skilað meiri verðlækkun á fatnaði og skóm. Fróðlegt verði að sjá hvort aukin samkeppni frá væntanlegum verslunarrisum í innlendri fataverslun muni ýta við þeim búðum sem fyrir eru að bæta úr þessu á komandi mánuðum. „Frjáls samkeppni er veigamesti þátturinn í viðskiptaumhverfi og svo skipta reglur samfélagsins um viðskipti líka gríðarlega miklu máli og hvernig þeim er hagað. Þegar ríkisvaldið gengur fram með góðu fordæmi og einfaldar reglurnar, til dæmis með niðurfellingu vörugjalda og tolla, þá á það að sýna sig í lækkuðu vöruverði strax,“ segir Teitur.Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna.„Allt bendir til þess að þessi flotta aðgerð ríkisins sé að renna í vasa kaupmanna og þannig var það ekki hugsað, þetta átti að stærstum hluta að skila sér til neytenda. Þetta eru vonbrigði,“ segir Teitur. Teitur segir að Neytendasamtökin muni ekki horfa þegjandi fram hjá þessu. „Við munum hvetja neytendur til að beina viðskiptum sínum þangað sem verð er eðlilegt. IKEA hefur til dæmis lækkað verð að undanförnu, þeir sögðu einfaldlega að hagnaður þeirra væri það góður að óeðlilegt væri að taka meira. Þetta er dæmi um þetta fína ástand þar sem báðir aðilar koma sáttir frá borði, neytandinn og kaupmaðurinn,“ segir Teitur. Fram kemur í greiningu Íslandsbanka að föt og skór hækkuðu í verði um ríflega 4,7 prósent milli mánaða í september. Þegar horft sé á þriðja ársfjórðung í heild nemi lækkun þessara liða 0,5 prósentum. Samtök verslunar og þjónustu vildu ekki tjá sig um málið og beindu fyrirspurnum til kaupmanna landsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sjá meira
Á síðustu tólf mánuðum hefur verð á fötum og skóm lækkað um 4,5 prósent samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á sama tíma hafa 15 prósent tollar á föt og skó verið afnumdir og gengi krónu hækkað um nærri 13 prósent að jafnaði. Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, segir þessa litlu lækkun vera áfall fyrir neytendur. „Ef rétt reynist eru þetta ekki vonbrigði heldur áfall. Ef lögmál markaðarins eru eitthvað öðruvísi á Íslandi en annars staðar í veröldinni þá er það líka annað sérstakt áhyggjuefni,“ segir Teitur. Það er að mati greiningar Íslandsbanka með nokkrum ólíkindum að slík lækkun á kostnaðarverði hafi ekki skilað meiri verðlækkun á fatnaði og skóm. Fróðlegt verði að sjá hvort aukin samkeppni frá væntanlegum verslunarrisum í innlendri fataverslun muni ýta við þeim búðum sem fyrir eru að bæta úr þessu á komandi mánuðum. „Frjáls samkeppni er veigamesti þátturinn í viðskiptaumhverfi og svo skipta reglur samfélagsins um viðskipti líka gríðarlega miklu máli og hvernig þeim er hagað. Þegar ríkisvaldið gengur fram með góðu fordæmi og einfaldar reglurnar, til dæmis með niðurfellingu vörugjalda og tolla, þá á það að sýna sig í lækkuðu vöruverði strax,“ segir Teitur.Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna.„Allt bendir til þess að þessi flotta aðgerð ríkisins sé að renna í vasa kaupmanna og þannig var það ekki hugsað, þetta átti að stærstum hluta að skila sér til neytenda. Þetta eru vonbrigði,“ segir Teitur. Teitur segir að Neytendasamtökin muni ekki horfa þegjandi fram hjá þessu. „Við munum hvetja neytendur til að beina viðskiptum sínum þangað sem verð er eðlilegt. IKEA hefur til dæmis lækkað verð að undanförnu, þeir sögðu einfaldlega að hagnaður þeirra væri það góður að óeðlilegt væri að taka meira. Þetta er dæmi um þetta fína ástand þar sem báðir aðilar koma sáttir frá borði, neytandinn og kaupmaðurinn,“ segir Teitur. Fram kemur í greiningu Íslandsbanka að föt og skór hækkuðu í verði um ríflega 4,7 prósent milli mánaða í september. Þegar horft sé á þriðja ársfjórðung í heild nemi lækkun þessara liða 0,5 prósentum. Samtök verslunar og þjónustu vildu ekki tjá sig um málið og beindu fyrirspurnum til kaupmanna landsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sjá meira