Fataverð ekki lækkað í takt við afnám gjalda Sæunn Gísladóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Greining Íslandsbanka veltir því fyrir sér hvort aukin samkeppni frá væntanlegum verslunarrisum muni ýta undir verðlækkanir. vísir/ernir Á síðustu tólf mánuðum hefur verð á fötum og skóm lækkað um 4,5 prósent samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á sama tíma hafa 15 prósent tollar á föt og skó verið afnumdir og gengi krónu hækkað um nærri 13 prósent að jafnaði. Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, segir þessa litlu lækkun vera áfall fyrir neytendur. „Ef rétt reynist eru þetta ekki vonbrigði heldur áfall. Ef lögmál markaðarins eru eitthvað öðruvísi á Íslandi en annars staðar í veröldinni þá er það líka annað sérstakt áhyggjuefni,“ segir Teitur. Það er að mati greiningar Íslandsbanka með nokkrum ólíkindum að slík lækkun á kostnaðarverði hafi ekki skilað meiri verðlækkun á fatnaði og skóm. Fróðlegt verði að sjá hvort aukin samkeppni frá væntanlegum verslunarrisum í innlendri fataverslun muni ýta við þeim búðum sem fyrir eru að bæta úr þessu á komandi mánuðum. „Frjáls samkeppni er veigamesti þátturinn í viðskiptaumhverfi og svo skipta reglur samfélagsins um viðskipti líka gríðarlega miklu máli og hvernig þeim er hagað. Þegar ríkisvaldið gengur fram með góðu fordæmi og einfaldar reglurnar, til dæmis með niðurfellingu vörugjalda og tolla, þá á það að sýna sig í lækkuðu vöruverði strax,“ segir Teitur.Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna.„Allt bendir til þess að þessi flotta aðgerð ríkisins sé að renna í vasa kaupmanna og þannig var það ekki hugsað, þetta átti að stærstum hluta að skila sér til neytenda. Þetta eru vonbrigði,“ segir Teitur. Teitur segir að Neytendasamtökin muni ekki horfa þegjandi fram hjá þessu. „Við munum hvetja neytendur til að beina viðskiptum sínum þangað sem verð er eðlilegt. IKEA hefur til dæmis lækkað verð að undanförnu, þeir sögðu einfaldlega að hagnaður þeirra væri það góður að óeðlilegt væri að taka meira. Þetta er dæmi um þetta fína ástand þar sem báðir aðilar koma sáttir frá borði, neytandinn og kaupmaðurinn,“ segir Teitur. Fram kemur í greiningu Íslandsbanka að föt og skór hækkuðu í verði um ríflega 4,7 prósent milli mánaða í september. Þegar horft sé á þriðja ársfjórðung í heild nemi lækkun þessara liða 0,5 prósentum. Samtök verslunar og þjónustu vildu ekki tjá sig um málið og beindu fyrirspurnum til kaupmanna landsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Á síðustu tólf mánuðum hefur verð á fötum og skóm lækkað um 4,5 prósent samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á sama tíma hafa 15 prósent tollar á föt og skó verið afnumdir og gengi krónu hækkað um nærri 13 prósent að jafnaði. Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, segir þessa litlu lækkun vera áfall fyrir neytendur. „Ef rétt reynist eru þetta ekki vonbrigði heldur áfall. Ef lögmál markaðarins eru eitthvað öðruvísi á Íslandi en annars staðar í veröldinni þá er það líka annað sérstakt áhyggjuefni,“ segir Teitur. Það er að mati greiningar Íslandsbanka með nokkrum ólíkindum að slík lækkun á kostnaðarverði hafi ekki skilað meiri verðlækkun á fatnaði og skóm. Fróðlegt verði að sjá hvort aukin samkeppni frá væntanlegum verslunarrisum í innlendri fataverslun muni ýta við þeim búðum sem fyrir eru að bæta úr þessu á komandi mánuðum. „Frjáls samkeppni er veigamesti þátturinn í viðskiptaumhverfi og svo skipta reglur samfélagsins um viðskipti líka gríðarlega miklu máli og hvernig þeim er hagað. Þegar ríkisvaldið gengur fram með góðu fordæmi og einfaldar reglurnar, til dæmis með niðurfellingu vörugjalda og tolla, þá á það að sýna sig í lækkuðu vöruverði strax,“ segir Teitur.Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna.„Allt bendir til þess að þessi flotta aðgerð ríkisins sé að renna í vasa kaupmanna og þannig var það ekki hugsað, þetta átti að stærstum hluta að skila sér til neytenda. Þetta eru vonbrigði,“ segir Teitur. Teitur segir að Neytendasamtökin muni ekki horfa þegjandi fram hjá þessu. „Við munum hvetja neytendur til að beina viðskiptum sínum þangað sem verð er eðlilegt. IKEA hefur til dæmis lækkað verð að undanförnu, þeir sögðu einfaldlega að hagnaður þeirra væri það góður að óeðlilegt væri að taka meira. Þetta er dæmi um þetta fína ástand þar sem báðir aðilar koma sáttir frá borði, neytandinn og kaupmaðurinn,“ segir Teitur. Fram kemur í greiningu Íslandsbanka að föt og skór hækkuðu í verði um ríflega 4,7 prósent milli mánaða í september. Þegar horft sé á þriðja ársfjórðung í heild nemi lækkun þessara liða 0,5 prósentum. Samtök verslunar og þjónustu vildu ekki tjá sig um málið og beindu fyrirspurnum til kaupmanna landsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent