Meirihlutinn á móti lækkun gjaldskrár OR Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. október 2016 07:00 Áslaug vill að skoðað verði hvort lækka megi gjöld á notendur. vísir/stefán Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Orkuveitan rýni í orkugjöld og skoði hvort unnt sé að lækka þau. Áslaug hafði áður lagt fram tillöguna í nóvember síðastliðnum. „Ég legg hana fram um leið og ég sé að það er gert ráð fyrir að arður sé greiddur út úr Orkuveitunni í fimm ára áætlun. Þegar ég sé það þá finnst mér svolítið skrýtið að eigendurnir vilji ekki tala um það hvert þeir vilja fara með þetta,“ segir Áslaug.Áslaug Friðriksdóttirmynd/kristinn magnússonHún bendir á að gjöld á notendur hafi verið hækkuð samkvæmt Planinu svokallaða sem var sett á laggirnar til að bæta stöðu Orkuveitunnar eftir bankahrunið. „Við vildum ekkert ýta við Planinu. En það er núna að taka enda og þá sjáum við að borgin er strax búin að gera ráð fyrir arðgreiðslum,“ segir Áslaug og vísar þar í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar. Þar er gert ráð fyrir að árið 2018 greiði Orkuveitan eiganda sínum einn milljarð króna í arð. „Ég er fyrst og fremst að leggja til að það sé skoðað hvort það sé svigrúm,“ segir hún. Meirihluti borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata felldi tillöguna á fimmtudaginn. Í bókun sem meirihlutinn lagði fram segir að arðsemi Orkuveitu Reykjavíkur sé enn ekki í samræmi við áhættu í rekstri fyrirtækisins. „Ótímabært er að taka til skoðunar gjaldskrárlækkanir fyrr en skilgreind hafa verið arðsemismarkmið fyrir starfsþætti OR og tryggt hefur verið að arðsemin samræmist markmiðum eins og gert er ráð fyrir í eigendastefnu,“ segir í bókuninni. Þá þurfi áfram að stefna að lækkun skulda og minnkun fjárhagslegrar áhættu næstu árin til að OR nái þeim fjárhagslega styrk sem gert er ráð fyrir í langtímamarkmiðum fyrirtækisins. Hvað er Planið? Planið er aðgerðaráætlun vegna fjárhagsvanda OR og var sett á laggirnar 2011. Fjárhagslegum markmiðum Plansins var náð um mitt ár 2015, einu og hálfu ári á undan áætlun. Aðgerðaráætlunin verður þó í fullu gildi út árið 2016 og þar með er lagður grunnur að traustum fjárhag til langs tíma. Lán frá eigendum og gjaldskrárbreytingar skiluðu um 40 prósentum af árangri Plansins en sparnaður í rekstri og fjárfestingum og eignasala um 60 prósentum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Orkuveitan rýni í orkugjöld og skoði hvort unnt sé að lækka þau. Áslaug hafði áður lagt fram tillöguna í nóvember síðastliðnum. „Ég legg hana fram um leið og ég sé að það er gert ráð fyrir að arður sé greiddur út úr Orkuveitunni í fimm ára áætlun. Þegar ég sé það þá finnst mér svolítið skrýtið að eigendurnir vilji ekki tala um það hvert þeir vilja fara með þetta,“ segir Áslaug.Áslaug Friðriksdóttirmynd/kristinn magnússonHún bendir á að gjöld á notendur hafi verið hækkuð samkvæmt Planinu svokallaða sem var sett á laggirnar til að bæta stöðu Orkuveitunnar eftir bankahrunið. „Við vildum ekkert ýta við Planinu. En það er núna að taka enda og þá sjáum við að borgin er strax búin að gera ráð fyrir arðgreiðslum,“ segir Áslaug og vísar þar í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar. Þar er gert ráð fyrir að árið 2018 greiði Orkuveitan eiganda sínum einn milljarð króna í arð. „Ég er fyrst og fremst að leggja til að það sé skoðað hvort það sé svigrúm,“ segir hún. Meirihluti borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata felldi tillöguna á fimmtudaginn. Í bókun sem meirihlutinn lagði fram segir að arðsemi Orkuveitu Reykjavíkur sé enn ekki í samræmi við áhættu í rekstri fyrirtækisins. „Ótímabært er að taka til skoðunar gjaldskrárlækkanir fyrr en skilgreind hafa verið arðsemismarkmið fyrir starfsþætti OR og tryggt hefur verið að arðsemin samræmist markmiðum eins og gert er ráð fyrir í eigendastefnu,“ segir í bókuninni. Þá þurfi áfram að stefna að lækkun skulda og minnkun fjárhagslegrar áhættu næstu árin til að OR nái þeim fjárhagslega styrk sem gert er ráð fyrir í langtímamarkmiðum fyrirtækisins. Hvað er Planið? Planið er aðgerðaráætlun vegna fjárhagsvanda OR og var sett á laggirnar 2011. Fjárhagslegum markmiðum Plansins var náð um mitt ár 2015, einu og hálfu ári á undan áætlun. Aðgerðaráætlunin verður þó í fullu gildi út árið 2016 og þar með er lagður grunnur að traustum fjárhag til langs tíma. Lán frá eigendum og gjaldskrárbreytingar skiluðu um 40 prósentum af árangri Plansins en sparnaður í rekstri og fjárfestingum og eignasala um 60 prósentum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira