Meirihlutinn á móti lækkun gjaldskrár OR Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. október 2016 07:00 Áslaug vill að skoðað verði hvort lækka megi gjöld á notendur. vísir/stefán Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Orkuveitan rýni í orkugjöld og skoði hvort unnt sé að lækka þau. Áslaug hafði áður lagt fram tillöguna í nóvember síðastliðnum. „Ég legg hana fram um leið og ég sé að það er gert ráð fyrir að arður sé greiddur út úr Orkuveitunni í fimm ára áætlun. Þegar ég sé það þá finnst mér svolítið skrýtið að eigendurnir vilji ekki tala um það hvert þeir vilja fara með þetta,“ segir Áslaug.Áslaug Friðriksdóttirmynd/kristinn magnússonHún bendir á að gjöld á notendur hafi verið hækkuð samkvæmt Planinu svokallaða sem var sett á laggirnar til að bæta stöðu Orkuveitunnar eftir bankahrunið. „Við vildum ekkert ýta við Planinu. En það er núna að taka enda og þá sjáum við að borgin er strax búin að gera ráð fyrir arðgreiðslum,“ segir Áslaug og vísar þar í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar. Þar er gert ráð fyrir að árið 2018 greiði Orkuveitan eiganda sínum einn milljarð króna í arð. „Ég er fyrst og fremst að leggja til að það sé skoðað hvort það sé svigrúm,“ segir hún. Meirihluti borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata felldi tillöguna á fimmtudaginn. Í bókun sem meirihlutinn lagði fram segir að arðsemi Orkuveitu Reykjavíkur sé enn ekki í samræmi við áhættu í rekstri fyrirtækisins. „Ótímabært er að taka til skoðunar gjaldskrárlækkanir fyrr en skilgreind hafa verið arðsemismarkmið fyrir starfsþætti OR og tryggt hefur verið að arðsemin samræmist markmiðum eins og gert er ráð fyrir í eigendastefnu,“ segir í bókuninni. Þá þurfi áfram að stefna að lækkun skulda og minnkun fjárhagslegrar áhættu næstu árin til að OR nái þeim fjárhagslega styrk sem gert er ráð fyrir í langtímamarkmiðum fyrirtækisins. Hvað er Planið? Planið er aðgerðaráætlun vegna fjárhagsvanda OR og var sett á laggirnar 2011. Fjárhagslegum markmiðum Plansins var náð um mitt ár 2015, einu og hálfu ári á undan áætlun. Aðgerðaráætlunin verður þó í fullu gildi út árið 2016 og þar með er lagður grunnur að traustum fjárhag til langs tíma. Lán frá eigendum og gjaldskrárbreytingar skiluðu um 40 prósentum af árangri Plansins en sparnaður í rekstri og fjárfestingum og eignasala um 60 prósentum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Orkuveitan rýni í orkugjöld og skoði hvort unnt sé að lækka þau. Áslaug hafði áður lagt fram tillöguna í nóvember síðastliðnum. „Ég legg hana fram um leið og ég sé að það er gert ráð fyrir að arður sé greiddur út úr Orkuveitunni í fimm ára áætlun. Þegar ég sé það þá finnst mér svolítið skrýtið að eigendurnir vilji ekki tala um það hvert þeir vilja fara með þetta,“ segir Áslaug.Áslaug Friðriksdóttirmynd/kristinn magnússonHún bendir á að gjöld á notendur hafi verið hækkuð samkvæmt Planinu svokallaða sem var sett á laggirnar til að bæta stöðu Orkuveitunnar eftir bankahrunið. „Við vildum ekkert ýta við Planinu. En það er núna að taka enda og þá sjáum við að borgin er strax búin að gera ráð fyrir arðgreiðslum,“ segir Áslaug og vísar þar í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar. Þar er gert ráð fyrir að árið 2018 greiði Orkuveitan eiganda sínum einn milljarð króna í arð. „Ég er fyrst og fremst að leggja til að það sé skoðað hvort það sé svigrúm,“ segir hún. Meirihluti borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata felldi tillöguna á fimmtudaginn. Í bókun sem meirihlutinn lagði fram segir að arðsemi Orkuveitu Reykjavíkur sé enn ekki í samræmi við áhættu í rekstri fyrirtækisins. „Ótímabært er að taka til skoðunar gjaldskrárlækkanir fyrr en skilgreind hafa verið arðsemismarkmið fyrir starfsþætti OR og tryggt hefur verið að arðsemin samræmist markmiðum eins og gert er ráð fyrir í eigendastefnu,“ segir í bókuninni. Þá þurfi áfram að stefna að lækkun skulda og minnkun fjárhagslegrar áhættu næstu árin til að OR nái þeim fjárhagslega styrk sem gert er ráð fyrir í langtímamarkmiðum fyrirtækisins. Hvað er Planið? Planið er aðgerðaráætlun vegna fjárhagsvanda OR og var sett á laggirnar 2011. Fjárhagslegum markmiðum Plansins var náð um mitt ár 2015, einu og hálfu ári á undan áætlun. Aðgerðaráætlunin verður þó í fullu gildi út árið 2016 og þar með er lagður grunnur að traustum fjárhag til langs tíma. Lán frá eigendum og gjaldskrárbreytingar skiluðu um 40 prósentum af árangri Plansins en sparnaður í rekstri og fjárfestingum og eignasala um 60 prósentum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira