Viðskipti erlent

Deutsche hefur ekki náð að semja

Sæunn Gísladóttir skrifar
John Cryan, framkvæmdastjóri Deutsche, hefur sagt að ekki sé þörf á fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum vegna sektarinnar.
John Cryan, framkvæmdastjóri Deutsche, hefur sagt að ekki sé þörf á fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum vegna sektarinnar. NordicPhotos/Getty
Viðræður standa ennþá yfir milli þýska bankarisans Deutsche Bank og bandarískra stjórnvalda um hve háa sekt sá fyrrnefndi á að greiða vegna ásakana bandarískra stjórnvalda um að bankinn hafi selt undirmálslán sem öruggari lán en þeir vissu að þau væru fyrir um áratug.

Fyrir tveimur vikum var greint frá því 14 milljarða dollara, 1.600 milljarða króna, sekt bandarískra stjórnvalda á höndum Deutsche Bank. Síðan þá hafa hlutabréfin verið í frjálsu falli þar sem óljóst er hve mikið bankinn mun á endanum koma til með að greiða. En markaðsvirði hans nemur í kringum 18 milljörðum dollara.

Á föstudaginn var greint frá því að 5,4 milljarða dollara, 614 milljarða króna, samningur væri á borðinu og við það hækkuðu hlutabréf Deutsche Bank á ný. Wall Street Journal greinir hins vegar frá því að enn sé verið að semja. Hátt settir stjórnendur hafa ekki fengið þetta tilboð á borðið.

Lokað er fyrir hlutabréfaviðskipti í dag í Þýskalandi þar sem er opinber frídagur, en í Bandaríkjunum hafa hlutabréf í Deutsche farið að lækka á ný, um 1,33 prósent, eftir að ljóst var að ekki er búið að semja.


Tengdar fréttir

Fall Deutsche hefði lítil áhrif á Íslandi

Ef allt fer á versta veg hjá þýska bankarisanum Deutsche Bank og bankinn fer á hausinn mun það líklega hafa lítil efnahagsleg áhrif á Íslandi, en einhver markaðsáhrif. Þetta er mat Guðjóns Á. Guðjónsson, forstöðumaður hlutabréfateymis Stefnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×