Virðing opnar í London Sæunn Gísladóttir skrifar 29. september 2016 13:34 Skrifstofa Virðingar í Lundúnum verður í Marylebone Vísir/Getty Virðing hf. hefur ákveðið að opna skrifstofu í Lundúnum og hefur sótt um tilskilin leyfi til breska fjármálaeftirlitsins vegna þess. Gert er ráð fyrir að skrifstofan taki formlega til starfa á síðasta ársfjórðungi þessa árs og hafi starfsheimildir til fyrirtækja- og fjárfestingaráðgjafar, auk móttöku og miðlunar viðskiptafyrirmæla, segir í tilkynningu. „Starfsemi Virðingar hefur vaxið mjög undanfarin misseri og opnun skrifstofu í Lundúnum er liður í að styrkja stöðu okkar í að þjónusta viðskiptavini okkar enn betur sem og greiða frekar fyrir fjárfestingu erlendra aðila á Íslandi. Hérlendis hefur orðið jákvæð efnahagsleg þróun, fjárhagsleg styrking ríkisins og bætt áhættuflokkun þess á erlendum mörkuðum og í framhaldi af þeirri þróun og áframhaldandi losun fjármagnshafta teljum við að tímasetningin sé hárrétt til að taka þetta skref og nýta það viðamikla tengslanet sem félagið og starfsmenn þess búa yfir,“ segir Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Virðingar. Skrifstofa Virðingar í Lundúnum verður í Marylebone og hefur Gunnar Sigurðsson, sem hefur undanfarin misseri starfað sem sérfræðingur á framtakssjóðasviði Virðingar, verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins í Bretlandi. Gunnar hefur undanfarið setið í stjórnum Securitas, Íslenska gámafélagsins og varastjórn Ölgerðarinnar. Hann hefur starfað á fjármálamarkaði í yfir 20 ár og stærstan hluta þess tíma hefur hann verið búsettur í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Á árunum 2004-2015 starfaði Gunnar í Bretlandi, fyrst hjá Baugi Group sem framkvæmdastjóri smásölufjárfestinga og síðar sem forstjóri. Síðar vann hann m.a. sem ráðgjafi skilanefndar Landsbankans varðandi eignir bankans í Bretlandi, m.a. Iceland Foods, House of Fraser og Hamleys. Gunnar er ekki eini starfsmaður Virðingar sem hefur reynslu af störfum í fjármálageiranum í Englandi. Ármann Þorvaldsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Virðingu, hefur starfað í London í lengri tíma. Þar á meðal sem framkvæmdastjóri Kaupþings Friedlanger og Singer frá 2005-2008. Virðing er alhliða verðbréfafyrirtæki sem veitir fjárfestingatengda þjónustu á sviði eignastýringar, markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og reksturs framtakssjóða. Hjá Virðingu starfa 34 sérfræðingar og hefur félagið starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og starfar undir eftirliti FME. Virðing er með um 105 milljarða króna í eignastýringu. Tengdar fréttir Verðbréfasjóðir vilja sitja við sama borð og lífeyrissjóðirnir Lífeyrissjóðir hafa heimild til fjárfestinga erlendis en ekki verðbréfasjóðir. 22. júlí 2016 07:00 GAMMA fengið starfsleyfi í London GAMMA er fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið sem hefur starfsemi í London með leyfi breskra yfirvalda eftir hrunið 2008. 8. ágúst 2016 09:21 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Virðing hf. hefur ákveðið að opna skrifstofu í Lundúnum og hefur sótt um tilskilin leyfi til breska fjármálaeftirlitsins vegna þess. Gert er ráð fyrir að skrifstofan taki formlega til starfa á síðasta ársfjórðungi þessa árs og hafi starfsheimildir til fyrirtækja- og fjárfestingaráðgjafar, auk móttöku og miðlunar viðskiptafyrirmæla, segir í tilkynningu. „Starfsemi Virðingar hefur vaxið mjög undanfarin misseri og opnun skrifstofu í Lundúnum er liður í að styrkja stöðu okkar í að þjónusta viðskiptavini okkar enn betur sem og greiða frekar fyrir fjárfestingu erlendra aðila á Íslandi. Hérlendis hefur orðið jákvæð efnahagsleg þróun, fjárhagsleg styrking ríkisins og bætt áhættuflokkun þess á erlendum mörkuðum og í framhaldi af þeirri þróun og áframhaldandi losun fjármagnshafta teljum við að tímasetningin sé hárrétt til að taka þetta skref og nýta það viðamikla tengslanet sem félagið og starfsmenn þess búa yfir,“ segir Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Virðingar. Skrifstofa Virðingar í Lundúnum verður í Marylebone og hefur Gunnar Sigurðsson, sem hefur undanfarin misseri starfað sem sérfræðingur á framtakssjóðasviði Virðingar, verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins í Bretlandi. Gunnar hefur undanfarið setið í stjórnum Securitas, Íslenska gámafélagsins og varastjórn Ölgerðarinnar. Hann hefur starfað á fjármálamarkaði í yfir 20 ár og stærstan hluta þess tíma hefur hann verið búsettur í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Á árunum 2004-2015 starfaði Gunnar í Bretlandi, fyrst hjá Baugi Group sem framkvæmdastjóri smásölufjárfestinga og síðar sem forstjóri. Síðar vann hann m.a. sem ráðgjafi skilanefndar Landsbankans varðandi eignir bankans í Bretlandi, m.a. Iceland Foods, House of Fraser og Hamleys. Gunnar er ekki eini starfsmaður Virðingar sem hefur reynslu af störfum í fjármálageiranum í Englandi. Ármann Þorvaldsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Virðingu, hefur starfað í London í lengri tíma. Þar á meðal sem framkvæmdastjóri Kaupþings Friedlanger og Singer frá 2005-2008. Virðing er alhliða verðbréfafyrirtæki sem veitir fjárfestingatengda þjónustu á sviði eignastýringar, markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og reksturs framtakssjóða. Hjá Virðingu starfa 34 sérfræðingar og hefur félagið starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og starfar undir eftirliti FME. Virðing er með um 105 milljarða króna í eignastýringu.
Tengdar fréttir Verðbréfasjóðir vilja sitja við sama borð og lífeyrissjóðirnir Lífeyrissjóðir hafa heimild til fjárfestinga erlendis en ekki verðbréfasjóðir. 22. júlí 2016 07:00 GAMMA fengið starfsleyfi í London GAMMA er fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið sem hefur starfsemi í London með leyfi breskra yfirvalda eftir hrunið 2008. 8. ágúst 2016 09:21 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Verðbréfasjóðir vilja sitja við sama borð og lífeyrissjóðirnir Lífeyrissjóðir hafa heimild til fjárfestinga erlendis en ekki verðbréfasjóðir. 22. júlí 2016 07:00
GAMMA fengið starfsleyfi í London GAMMA er fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið sem hefur starfsemi í London með leyfi breskra yfirvalda eftir hrunið 2008. 8. ágúst 2016 09:21