Húsnæðislán lífeyrissjóðanna hafa margfaldast milli ára Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2016 10:00 Umsvif á fasteignamarkaði hafa aukist verulega að undanförnu. Það er talið skýra að hluta aukna eftirspurn eftir lífeyrissjóðslánum. Fréttablaðið/Andri Marínó Ný útlán lífeyrissjóðanna til heimila námu í heild 38,6 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands. Ný útlán námu hins vegar einungis tæplega 5 milljörðum króna á sama tímabili í fyrra. Upphæðin áttfaldaðist því næstum milli ára. Fjöldi nýrra útlána var 523 á fyrri helmingi árs í fyrra en er núna 2.470. Gera má ráð fyrir að þarna sé fyrst og fremst um húsnæðislán að ræða. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), segir eftirspurn eftir sjóðsfélagalánum hafa aukist mikið. „Það er bæði vegna þess að veðmörk hafa verið rýmkuð, en á sama tíma hafa verið hertar reglur um greiðslumöt og lánshæfismöt. Þannig að lífeyrissjóðirnir hafa ekki verið að taka aukna áhættu með þessum lánum,“ segir Haukur. Hann segir lífeyrissjóðina líka hafa verið að bjóða upp á lán með hagstæðari vöxtum heldur en aðrir á þessum markaði. „En að hluta til endurspeglar þetta líka bara aukin umsvif í þjóðfélaginu og aukin umsvif á fasteignamarkaði.“ ViðskiptaMogginn greindi frá því í gær að Samtök fjármálafyrirtækja hafa beint því til Alþingis að lífeyrissjóðum verði gert óheimilt að fjárfesta eignir sínar í beinum lánveitingum til einstaklinga og fyrirtækja. Þetta kemur fram í umsögn sem samtökin sendu efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í tengslum við frumvarp til breytinga á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Telja samtökin að æskilegra væri að fjármögnun lífeyrissjóða á lánsfé til heimila og fyrirtækja færi fram í gegnum fjárfestingar í markaðsskráðum fjármálagerningum á borð við sértryggð skuldabréf. Eðli málsins samkvæmt er skoðun Hauks algjörlega á skjön við skoðun Samtaka fjármálafyrirtækja. „Lífeyrissjóðir hafa í gegnum tíðina fjármagnað íbúðalán í einni eða annarri mynd,“ segir hann. Þetta hafi lífeyrissjóðirnir gert með því að fjármagna Íbúðalánasjóð, með beinum lánveitingum til sjóðsfélaga og með kaupum á skuldabréfum og núna sértryggðum skuldabréfum af bönkunum. „Ef lífeyrissjóðirnir geta boðið sjóðsfélögum að lána þetta milliliðalaust, að þá tel ég það vera eðlilega og hagkvæma leið bæði fyrir sjóðsfélaga og þjóðfélagið raunverulega. Þetta er fyrst og fremst spurning um það hvort lífeyrissjóðir eigi að vera milliliðir og lána öðrum peninga til að lána sjóðsfélögum eða eiga þeir að geta boðið sjóðsfélögum upp á lán milliliðalaust.“ Haukur bendir á að lífeyrissjóðir hafi lánað sjóðsfélögum um áratugi. Það hafi verið góður ávöxtunarkostur fyrir lífeyrissjóði og góður kostur fyrir sjóðsfélaga. „Þannig að ég skil nú ekki á hvaða forsendum ætti að banna þetta. Ég get ekki séð að hagsmunum almennings verði borgið með því.“ Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Sjá meira
Ný útlán lífeyrissjóðanna til heimila námu í heild 38,6 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands. Ný útlán námu hins vegar einungis tæplega 5 milljörðum króna á sama tímabili í fyrra. Upphæðin áttfaldaðist því næstum milli ára. Fjöldi nýrra útlána var 523 á fyrri helmingi árs í fyrra en er núna 2.470. Gera má ráð fyrir að þarna sé fyrst og fremst um húsnæðislán að ræða. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), segir eftirspurn eftir sjóðsfélagalánum hafa aukist mikið. „Það er bæði vegna þess að veðmörk hafa verið rýmkuð, en á sama tíma hafa verið hertar reglur um greiðslumöt og lánshæfismöt. Þannig að lífeyrissjóðirnir hafa ekki verið að taka aukna áhættu með þessum lánum,“ segir Haukur. Hann segir lífeyrissjóðina líka hafa verið að bjóða upp á lán með hagstæðari vöxtum heldur en aðrir á þessum markaði. „En að hluta til endurspeglar þetta líka bara aukin umsvif í þjóðfélaginu og aukin umsvif á fasteignamarkaði.“ ViðskiptaMogginn greindi frá því í gær að Samtök fjármálafyrirtækja hafa beint því til Alþingis að lífeyrissjóðum verði gert óheimilt að fjárfesta eignir sínar í beinum lánveitingum til einstaklinga og fyrirtækja. Þetta kemur fram í umsögn sem samtökin sendu efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í tengslum við frumvarp til breytinga á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Telja samtökin að æskilegra væri að fjármögnun lífeyrissjóða á lánsfé til heimila og fyrirtækja færi fram í gegnum fjárfestingar í markaðsskráðum fjármálagerningum á borð við sértryggð skuldabréf. Eðli málsins samkvæmt er skoðun Hauks algjörlega á skjön við skoðun Samtaka fjármálafyrirtækja. „Lífeyrissjóðir hafa í gegnum tíðina fjármagnað íbúðalán í einni eða annarri mynd,“ segir hann. Þetta hafi lífeyrissjóðirnir gert með því að fjármagna Íbúðalánasjóð, með beinum lánveitingum til sjóðsfélaga og með kaupum á skuldabréfum og núna sértryggðum skuldabréfum af bönkunum. „Ef lífeyrissjóðirnir geta boðið sjóðsfélögum að lána þetta milliliðalaust, að þá tel ég það vera eðlilega og hagkvæma leið bæði fyrir sjóðsfélaga og þjóðfélagið raunverulega. Þetta er fyrst og fremst spurning um það hvort lífeyrissjóðir eigi að vera milliliðir og lána öðrum peninga til að lána sjóðsfélögum eða eiga þeir að geta boðið sjóðsfélögum upp á lán milliliðalaust.“ Haukur bendir á að lífeyrissjóðir hafi lánað sjóðsfélögum um áratugi. Það hafi verið góður ávöxtunarkostur fyrir lífeyrissjóði og góður kostur fyrir sjóðsfélaga. „Þannig að ég skil nú ekki á hvaða forsendum ætti að banna þetta. Ég get ekki séð að hagsmunum almennings verði borgið með því.“
Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Sjá meira