Vörumerki Ferðaþjónustu bænda fær nýtt nafn Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2016 08:16 Merki Hey Iceland. Mynd/Ferðaþjónusta bænda Vörumerki Ferðaþjónustu bænda hefur nú fengið nýtt nafn, Hey Iceland, og kemur nafnið í stað þess gamla, Icelandic Farm Holidays, sem hefur til þessa verið notað í sölu- og markaðsstarfi erlendis. Í tilkynningu frá Ferðaþjónustu bænda segir að nýja vörumerkið sé afrakstur viðamikillar stefnumótunar sem hafi átt sér stað undanfarin misseri en lengi hafi verið vísbendingar uppi um að eldra heiti fyrirtækisins „gæfi ekki raunsanna mynd af þeirri fjölbreyttu þjónustu og afþreyingu sem fyrirtækið býður upp á.“ Þá segir að „Hey“ sé orð sem vísi til sveita landsins og sögu félagsins sem sé fyrirtækinu mjög mikilvæg, en einnig sé um vinalega, alþjóðlega kveðju að ræða. Ferðaþjónusta bænda var stofnuð af íslenskum bændum árið 1980, en forsagan nær þó til ársins 1965 þegar Flugfélag Íslands tók að bjóða erlendum ferðamönnum að dvelja á íslenskum sveitaheimilum gegn gjaldi. „Síðan hefur mikið breyst. Ekki aðeins hefur fjöldi ferðamanna aukist gríðarlega heldur hefur starfsemi ferðaþjónustubænda tekið miklum stakkaskiptum. Sveitabæirnir eru ekki lengur fimm talsins heldur rúmlega 170 og 60% af þeim sinna nú nær eingöngu ferðaþjónustu; selja gistingu og bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir einstaklinga jafnt sem hópa. Með hliðsjón af öllu framansögðu þótti tímabært að endurskoða einnig vörumerki félagsins, gera það einfaldara, alþjóðlegra og betur í takt við starfsemina,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Vörumerki Ferðaþjónustu bænda hefur nú fengið nýtt nafn, Hey Iceland, og kemur nafnið í stað þess gamla, Icelandic Farm Holidays, sem hefur til þessa verið notað í sölu- og markaðsstarfi erlendis. Í tilkynningu frá Ferðaþjónustu bænda segir að nýja vörumerkið sé afrakstur viðamikillar stefnumótunar sem hafi átt sér stað undanfarin misseri en lengi hafi verið vísbendingar uppi um að eldra heiti fyrirtækisins „gæfi ekki raunsanna mynd af þeirri fjölbreyttu þjónustu og afþreyingu sem fyrirtækið býður upp á.“ Þá segir að „Hey“ sé orð sem vísi til sveita landsins og sögu félagsins sem sé fyrirtækinu mjög mikilvæg, en einnig sé um vinalega, alþjóðlega kveðju að ræða. Ferðaþjónusta bænda var stofnuð af íslenskum bændum árið 1980, en forsagan nær þó til ársins 1965 þegar Flugfélag Íslands tók að bjóða erlendum ferðamönnum að dvelja á íslenskum sveitaheimilum gegn gjaldi. „Síðan hefur mikið breyst. Ekki aðeins hefur fjöldi ferðamanna aukist gríðarlega heldur hefur starfsemi ferðaþjónustubænda tekið miklum stakkaskiptum. Sveitabæirnir eru ekki lengur fimm talsins heldur rúmlega 170 og 60% af þeim sinna nú nær eingöngu ferðaþjónustu; selja gistingu og bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir einstaklinga jafnt sem hópa. Með hliðsjón af öllu framansögðu þótti tímabært að endurskoða einnig vörumerki félagsins, gera það einfaldara, alþjóðlegra og betur í takt við starfsemina,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira