Viðskipti erlent

ING sker niður um 5.800 störf

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hollenski bankinn ING gæti skorið niður um allt að 7000 störf á næstu fimm árum.
Hollenski bankinn ING gæti skorið niður um allt að 7000 störf á næstu fimm árum. Vísir/EPA
Hollenski bankinn ING hefur tilkynnt um niðurskurð 5.800 starfa í Belgíu og Hollandi á næstu fimm árum til að skera niður kostnað. Hugmyndin er að innleiða hraðar nýja tækni í bankageiranum og vera áfram leiðandi í stafrænu bankaumhverfi.

Um 3.500 störf verða lögð niður í Belgíu en 2.300 í Hollandi, þessi aðgerð mun leiða til milljarð dollara, 113 milljarða íslenskra króna, sparnaðar á ári. En í dag starfa 51.833 hjá bankanum að því er segir í frétt BBC um málið. 

Samtals gæti aðgerðin haft áhrif á sjö þúsund störf að sögn framkvæmdastjóra bankans, Ralph Hamers, þeirra á meðal nokkur hundruð úthýst störf. Hamers segir að viðskiptavinir bankans séu í auknum mæli að nýta sér netbanka og nýta sér snjallsíma sína í bankaviðskiptum.

Á næstu árum verður því fjárfest um 800 milljónum evra í stafræna þjónustu bankans.

 


Tengdar fréttir

Rúmlega 140 þúsund uppsagnir á einu ári

Stærstu bankar Evrópu og Bandaríkjanna tilkynntu um fjölda uppsagna á síðastliðnu ári. Síðast var tilkynnt að leggja ætti niður þúsund stöðugildi hjá RBS á komandi misserum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×