Fall Deutsche hefði lítil áhrif á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Markaðsvirði Deutsche Bank hefur lækkað um helming það sem af er ári. NordicPhotos/Getty Ef allt fer á versta veg hjá þýska bankarisanum Deutsche Bank og bankinn fer á hausinn mun það líklega hafa lítil efnahagsleg áhrif á Íslandi, en einhver markaðsáhrif. Þetta er mat Guðjóns Á. Guðjónsson, forstöðumaður hlutabréfateymis Stefnis. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er mikil óvissa í kringum framtíð Deutsche Bank. Gengi hlutabréfa í bankanum hafa lækkað um helming á árinu, í fyrstu vegna þess að fjárfestar óttuðust eiginfjárstöðu bankans og að bankinn væri of tengdur orkufyrirtækjum. En síðustu tvær vikur hefur ástæða lækkunar verið 14 milljarða dollara, 1.600 milljarða króna, sekt bandarískra stjórnvalda á hendur bankans. Þrátt fyrir ágætis efnahagsreikning gæti bankinn staðið frammi fyrir hruni vegna áhlaupa, til að mynda ef fjárfestar færa viðskipti sín annað, eins og nokkrir vogunarsjóðir hafa nú þegar gert, eða ef hann getur ekki greitt sektina sem er ansi nálægt markaðsvirði fyrirtækisins, sem nam 18 milljörðum dollara fyrir viku. „Það er langt í að hrun gerist eins og staðan er í dag, en ef það mun gerast þá mun evran gefa eitthvað eftir. Ef Deutsche Bank fer á hausinn þá verður tiringur á mörkuðum sem mun smita hingað heim. Það mun hafa einhver áhrif á markaði hér en ég held það muni ekki hafa nein ofboðsleg efnahagsleg áhrif á Íslandi,“ segir Guðjón. „Auk þess myndi seðlabankinn í Evrópu, og þýska ríkið, mjög líklega hlaupa undir bagga ríkið áður en að þessu kæmi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Ef allt fer á versta veg hjá þýska bankarisanum Deutsche Bank og bankinn fer á hausinn mun það líklega hafa lítil efnahagsleg áhrif á Íslandi, en einhver markaðsáhrif. Þetta er mat Guðjóns Á. Guðjónsson, forstöðumaður hlutabréfateymis Stefnis. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er mikil óvissa í kringum framtíð Deutsche Bank. Gengi hlutabréfa í bankanum hafa lækkað um helming á árinu, í fyrstu vegna þess að fjárfestar óttuðust eiginfjárstöðu bankans og að bankinn væri of tengdur orkufyrirtækjum. En síðustu tvær vikur hefur ástæða lækkunar verið 14 milljarða dollara, 1.600 milljarða króna, sekt bandarískra stjórnvalda á hendur bankans. Þrátt fyrir ágætis efnahagsreikning gæti bankinn staðið frammi fyrir hruni vegna áhlaupa, til að mynda ef fjárfestar færa viðskipti sín annað, eins og nokkrir vogunarsjóðir hafa nú þegar gert, eða ef hann getur ekki greitt sektina sem er ansi nálægt markaðsvirði fyrirtækisins, sem nam 18 milljörðum dollara fyrir viku. „Það er langt í að hrun gerist eins og staðan er í dag, en ef það mun gerast þá mun evran gefa eitthvað eftir. Ef Deutsche Bank fer á hausinn þá verður tiringur á mörkuðum sem mun smita hingað heim. Það mun hafa einhver áhrif á markaði hér en ég held það muni ekki hafa nein ofboðsleg efnahagsleg áhrif á Íslandi,“ segir Guðjón. „Auk þess myndi seðlabankinn í Evrópu, og þýska ríkið, mjög líklega hlaupa undir bagga ríkið áður en að þessu kæmi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira